Fréttablaðið - 13.09.2017, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 13.09.2017, Blaðsíða 42
Markaðurinn GIACOMO PUCCINI #islenskaoperan H Ö N N U N : H G M FRUMSÝND 21. OKTÓBER 2017 Í ELDBORG – HÖRPU HLJÓMSVEITARSTJÓRI BJARNI FRÍMANN BJARNASON · LEIKSTJÓRI GREG ELDRIDGE TOSCA CLAIRE RUTTER · CAVARADOSSI KRISTJÁN JÓHANNSSON · SCARPIA ÓLAFUR KJARTAN SIGURÐARSON ANGELOTTI ÁGÚST ÓLAFSSON · SAGRESTANO BERGÞÓR PÁLSSON SPOLETTA ÞORSTEINN FREYR SIGURÐSSON · SCIARRONE FJÖLNIR ÓLAFSSON KÓR OG HLJÓMSVEIT ÍSLENSKU ÓPERUNNAR LEIKMYND ALYSON CUMMINS · BÚNINGAR NATALIA STEWART LJÓSAHÖNNUN ÞÓRÐUR ORRI PÉTURSSON · SVIÐSHREYFINGAR JO MEREDITH MIÐASALA Á OPERA.IS Útgáfufélagið Stundin ehf. var rekið með tæplega 8,6 milljóna króna tapi í fyrra borið saman við 12,9 milljóna króna tap árið áður. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi var eigið fé félagsins jákvætt um 2,9 milljónir í árslok 2016. Tekjur af starfsemi Stundarinnar jukust um liðlega 30 milljónir á milli ára og námu sam­ tals 120,6 milljónum á árinu 2016. Tilkynnt var um það í nóvember 2015 að prentútgáfa Stundarinnar myndi koma út tvisvar í mán­ uði í stað einu sinni. Útgáfukostnaður Stund­ arinnar var ríflega 50 milljónir í fyrra og þá jókst launakostnaður um 20 milljónir á milli ára og var samtals 67 milljónir. Á árinu 2016 voru 8,8 stöðugildi hjá félaginu. Heildar­ skuldir Stundarinnar nema 12,6 milljónum króna, að stærstum hluta viðskiptaskuldir. Hluthafar félagsins voru 16 talsins í lok síðasta árs en sjö hluthafar, meðal annars Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttur, aðstoðar­ ritstjóri, áttu hver um sig 12,2 prósenta hlut. – hae Stundin tapaði um 9 milljónum Það verður önnur banka- kreppa. Menn gera mistök og græðgin mun leiða til þess að fólk taki slæmar ákvarðanir. Bjarni Benediktsson forsætisráð- herra Athyglisvert var í umfjöllun Samkeppniseftirlitsins um ætl- aðan samruna Haga og Lyfju að eftirlitið virtist ekki telja Costco hluta af íslenskum matvöru- eða lyfjamarkaði. Eftirlitið taldi að minnsta kosti ekki ástæðu til að skoða sérstaklega hvaða áhrif inn- koma Costco hefði haft á íslenska keppinauta. Kaupum Haga á Lyfju var að endingu hafnað, þótt vitaskuld skuli ekkert fullyrt um hvort skoðun á Costco hefði nokkru breytt um það. Hvað sem því líður hefði maður haldið að það lægi í augum uppi að eftirlitsstofnanir ættu að skoða nýjustu þróun á markaði í stað þess að styðjast um of við gamlar og rótgrónar tuggur. Skylda þeirra er sú að skoða hlutina eins og þeir eru en ekki eins og þeir voru eða hafa alltaf verið. Þetta er umhugsunarvert nú þegar erlendir aðilar hafa meiri áhrif en áður á Íslandi. Útlendir þátttakendur sem rata á inn- lendan markað eru yfirleitt og eðli málsins samkvæmt slíkir að burðum að innlendir keppinautar mega sín oft á tíðum lítils. Þar nægir að nefna verslunarrisa eins og Costco og H&M, en einnig tæknirisa á borð við Netflix eða Apple sem keppa við innlenda fjölmiðla um afþreyingu. Ekki má heldur gleyma Facebook og Google sem tekið hafa stóran skerf af innlendum auglýsinga- markaði. Samkeppniseftirlitið og aðrir eftirlitsaðilar verða að vera vakandi fyrir þessu. Það hljómar eins og klisja en sannleikurinn er samt sá að heimurinn minnkar stöðugt. Oftast er þetta neytendum til hagsbóta og þeir innlendu aðilar sem lúta í lægra haldi fyrir slíkri samkeppni verða einfaldlega að kyngja því. Hins vegar er alger óþarfi að íslenskir eftirlitsaðilar skikki innlend fyrirtæki til að mæta alþjóðlegri samkeppni með báðar hendur bundnar fyrir aftan bak. Bundnar hendur Stjórnar- maðurinn @stjornarmadur 1 3 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D B 9 -9 5 9 8 1 D B 9 -9 4 5 C 1 D B 9 -9 3 2 0 1 D B 9 -9 1 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 5 6 s _ 1 2 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.