Fréttablaðið - 13.09.2017, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 13.09.2017, Blaðsíða 40
Verðbólga ekki meiri í fimm ár ,,Þú skalt aldrei gifta þig, Eva mín, þá ræðurðu ekki framtíðinni, farðu í háskóla!“ Þetta sagði föðuramma mín, sem fæddist árið 1900, við mig tíu ára gamla. Þarna talaði sú aldna af reynslu síns tíðaranda. Ég fylgdi ekki alfarið ráði ömmu minnar því ég gifti mig en fer með jöfnu milli- bili í háskóla. En þarna í stofunni hjá henni kviknaði áhugi minn á tvennu; háskólamenntun og jafn- rétti kynjanna og hef ég lagt mig fram um að hvetja stúlkur og konur til góðra verka síðan. Hvatning og efling stúlkna og kvenna hefur allt frá hippatímabil- inu verið í umræðunni og sýnist sitt hverjum um stöðuna nú. Flestir eru þó á því að það halli frekar á konur og hugsanlega er jafnrétti ekki náð ef við þurfum ennþá að ræða það. Árið 1999 var átakinu AUÐUR í krafti kvenna hleypt af stokkunum til að efla konur í atvinnulífinu. Þegar verkefninu lauk í janúar 2003 höfðu 1.480 konur tekið þátt í AUÐI og ómældur fjöldi notið ávaxtanna af þeim sex þáttum sem AUÐUR bauð; FjármálaAUÐUR, Frum- kvöðlaAUÐUR, FramtíðarAUÐUR, LeiðtogaAUÐUR, AUÐARdætur með í vinnuna og AUÐARverðlaunin. Síðan hefur vegur kvenna aukist nokkuð á vinnumarkaði. LeiðtogaAuður lifði og er nú deild innan Félags kvenna í atvinnulíf- inu með þann tilgang að efla tengsl kvenna í leiðtoga- og stjórnunar- störfum hjá íslenskum fyrirtækjum. Nú verður hleypt af stokkunum verkefni sem lýtur að þjálfun og leiðsögn leiðtoga á meðal ungra og efnilegra kvenna í atvinnulífinu. Settur hefur verið saman samstarfs- hópur sem ásamt FKA framtíð ætlar að móta starfið en FKA framtíð er nefnd innan FKA. Nefndin er sam- einingarafl fyrir ungar og efnilegar konur í atvinnulífinu. Markmiðið með verkefninu er að konur sem náð hafa þroska og frama á vinnu- markaði leiðbeini ungum, efni- legum konum, þjálfi þær og efli með þeim leiðtogahæfileika þeirra. Til að breyta heimsmyndinni til frambúðar þarf jafnréttisfræðsla þó að hefjast miklu fyrr, jafnvel á leikskólastiginu og framleiðendur leikfanga þurfa að hætta að skil- greina hlutverkin með litum. Jafn- rétti kynjanna er ekki bara málefni kvenna; bræður, eiginmenn, feður og afar vilja almennt veg sinna kvenna sem mestan. Jafnrétti kynjanna er málefni kvenna og karla Innviði landsins þarf að þróa og uppfæra í takt við þarfir samfélagsins og framtíð þess. Sú uppbygging er forsenda þess að atvinnulíf blómstri um land allt. Þetta á við um samgöngur, fjarskipti, gagnatenging- ar og raforku. Á síðustu árum hefur fjárfesting í innviðum verið of lítil og það mun bitna á okkur í framtíðinni verði ekki bætt í. Samkeppnishæfni Íslands er í húfi enda verðum við að standa jafnfætis öðrum ríkjum sem við viljum bera okkur saman við til að ná þeim lífskjörum sem sóst er eftir. Þess vegna er sérstak- lega jákvætt að sjá forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar setja þessi mál í forgang fyrir komandi þingvetur en ljóst er að stórátak þarf til. Samtök iðnaðarins vinna að úttekt á stöðu innviða landsins. Heildstæð og ítarleg úttekt af því tagi hefur ekki verið gerð fyrr hér á landi svo vitað sé til en þessi vinna á sér erlendar fyrirmyndir. Ljóst er að fjárfesta þarf fyrir hundruð millj- arða króna svo innviðir landsins séu nægilega sterkir og styðji við fram- tíðarvöxt. Brýn verkefni um land allt Innviðaverkefnin eru fjölmörg. Nægir að nefna að víða um land eru hættulegir vegakaflar og á hringveg- inum eru enn hátt í 40 einbreiðar brýr. Margoft hefur komið fram að á höfuðborgarsvæðinu þurfi að bæta samgöngur talsvert. Heilmikil raforka nýtist ekki sökum þess að flutningskerfi raf- orku er ófullkomið. Með því að bæta úr því væri raforka ekki ein- göngu tryggari um land allt heldur yrðu til verðmæti í orku sem ella fer til spillis. Þá þarf að bæta gagnatengingar á landsbyggðinni verulega og það er öryggismál fyrir landsmenn að annar gagnastrengur verði lagður til útlanda. Gögn eru helsta hrávara fjórðu iðnbyltingarinnar en hún snýst að miklu leyti um söfnun þeirra og úrvinnslu. Verðmæti gagna eru mikil og því munu gagna- tengingar skipa ríkari sess með tím- anum. Samstarf nauðsynlegt Það er morgunljóst að einka aðilar verða að koma að uppbyggingu innviða hér á landi. Hið opinbera getur ekki eitt og sér staðið að fram- kvæmdum upp á hundruð milljarða á næstu árum. Innlendir jafnt sem erlendir fjárfestar eru áhugasamir um innviðauppbyggingu hér á landi. Þekking á rekstri slíkra verk- efna hefur byggst upp hér og nægir þar að nefna fyrirtækið Spöl og Hvalfjarðargöngin. Til að setja þetta í samhengi er það rifjað upp að á 1100 ára afmæli byggðar í landinu var þjóðargjöfin Þjóðarbókhlaðan vestur á Melum. Raunar á bygging hússins sér lengri aðdraganda en framkvæmdir hófust árið 1978. Tuttugu árum eftir hin miklu tímamót, eða 1. desember árið 1994, var Þjóðarbókhlaðan tekin í notkun. Kostnaðurinn nam 2,5 milljörðum sem er um 8,4 milljarðar framreiknað með bygg- ingavísitölu. Þetta minnir okkur svo sannarlega á að framkvæmdir á vegum hins opinbera geta tekið óralangan tíma, jafnvel þótt kostn- aðurinn sé ekkert í líkingu við upp- safnaða þörf. Slíkan tíma höfum við ekki til stefnu þegar kemur að inn- viðum Íslands. Núna er rétti tíminn Á næstu árum mun draga úr hag- vexti samkvæmt spám Seðlabanka Íslands. Þar með skapast svigrúm til framkvæmda. Þessu til viðbótar þarf hvort sem er að fjárfesta til að styðja við framtíðarvöxt. Niðurstöður nýlegra útboða í gatnagerð á höfuð- borgarsvæðinu benda til þess að nú sé hagstætt að ráðast í framkvæmdir. Það er ekki eftir neinu að bíða. Hundraða milljarða gat Eva Magnúsdóttir, formaður LeiðtogaAuðar og FKA-félags- kona Til að breyta heimsmyndinni til frambúðar þarf jafnréttis- fræðsla þó að hefjast miklu fyrr, jafnvel á leikskólastig- inu. Þetta minnir okkur svo sannarlega á að framkvæmdir á vegum hins opinbera geta tekið óra- langan tíma. Sigurður Hannesson, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins Skotsilfur Þórdís Lóa hætt Þórdís Lóa Þórhallsdóttir lét nýverið af störfum sem forstjóri rútu- og ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line á Íslandi. Við starfinu tók Sigurdór Sigurðsson, annar stofnenda fyrir- tækisins og einn af eigendum þess. Þórdís Lóa var ráðin forstjóri Gray Line í ágúst í fyrra en áður gegndi hún meðal annars forstjórastarfi Pizza Hut á Íslandi og í Finnlandi. Eins og kunnugt er náðist í síðasta mánuði samkomulag um sam- einingu ferðaþjónustufyrirtækjanna Iceland Travel, sem er að fullu í eigu Icelandair Group, og Gray Line, sem er í eigu Sigurdórs, Þóris Garðars- sonar og sjóðsins Akurs fjárfestinga í stýringu Íslands- sjóða. Oftúlkuð áhrif? Fræg eru ummæli Jóns Björnssonar, forstjóra smásölurisans Festar, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar, frá því í lok apr- íl um að menn séu að oftúlka áhrifin af verslun Costco á markaðinn. Athyglisvert er að setja ummælin í samhengi við forsíðufrétt Frétta- blaðsins fyrir viku þar sem greint var frá því að olíufélagið N1 fer fram á að greiða lægra verð fyrir allt hlutafé Festar en áður var gert ráð fyrir. Þar vegur þyngst að afkoma Krónunnar undanfarið hefur verið nokkuð undir áætlunum. Er versnandi afkoma sögð endurspegla sölusamdrátt hjá Krónunni eftir að, jú, Costco opnaði verslun sína. Skorað á Þórdísi Nýr varaformaður Sjálfstæðismanna verður kosinn á landsfundi flokksins í nóvember. Enginn hefur enn gefið kost á sér en þó hafa nokkur nöfn verið nefnd í umræðunni. Orðrómur er innan flokksins um að Guðlaugur Þór Þórðarson horfi hýru auga til embættisins og er staða hans metin nokkuð sterk. Nafn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ber hins vegar allra nafna hæst um þessar mundir. Þannig var hún hvött til þess að gefa kost á sér með dynjandi lófaklappi á afar fjölmennu sambandsþingi ungra Sjálf- stæðismanna um síðustu helgi. Verðbólga jókst í Bretlandi í ágústmánuði og hefur ekki mælst meiri í fimm ár. Verðbólgan mældist 2,9 prósent í mánuðinum samanborið við 2,6 prósent í júlí. Mikil gengislækkun breska pundsins á undanförnum misserum og hækkandi olíuverð skýra verðbólguaukninguna. FRéttaBLaðið/EPa 1 3 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 m I Ð V I K U D A G U r6 markaðurinn 1 3 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D B 9 -A 9 5 8 1 D B 9 -A 8 1 C 1 D B 9 -A 6 E 0 1 D B 9 -A 5 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 1 2 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.