Fréttablaðið - 13.09.2017, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 13.09.2017, Blaðsíða 39
markaðurinn 5M I Ð V I K U D A G U R 1 3 . s e p t e M b e R 2 0 1 7 unar taldi um 41 prósent fyrirtækja sig búa við skort á starfsfólki. Ari Skúlason, hagfræðingur í hag- fræðideild Landsbankans, segir að þrátt fyrir að stjórnendur fyrirtækja telji sig búa við starfsmannaskort sé greinilegt að fyrirtækin lifi vel af. „Væntanlega er staðan sú hjá þeim sem svara könnununum að þeir telja betra að hafa fleiri hendur til þess að vinna verkin. En svo er ekki raunin. Það þýðir að vinnutíminn verður lengri og í mörgum tilfellum er meira að gera. Það er kannski ekki alltaf hentugasta lausnin. Hún væri sú að hafa fleiri hendur til að vinna verkin, en það er ekki alltaf hægt.“ Dregur úr spennunni Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar fyrir annan fjórð- ung ársins hægði nokkuð á þeim kröftuga vexti sem hefur verið á vinnumarkaði undanfarin misseri. Heildarvinnustundum fjölgaði um 2,1 prósent sem er töluvert minni vöxtur en Seðlabankinn hafði búist við. Að teknu tilliti til árstíðar minnkaði atvinnuþátttaka og hlut- fall starfandi var lægra en á fyrsta fjórðungi ársins, en þá voru hlut- föllin við eða nálægt hæstu gildum frá því fyrir efnahagsáfallið 2008. Eftir sem áður er atvinnuþátt- takan nálægt sögulegum hæðum, en um 84 prósent af heildarmann- fjölda á vinnualdri hafa verið virk á vinnumarkaði síðustu tólf mánuði, og atvinnuleysi sögulega lágt eða um 2 prósent samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Ari segist eiga von á því að það dragi nokkuð úr spennunni á vinnumarkaði á næstunni. Undir það hafa greiningardeildir bank- anna sem og fleiri sérfræðingar tekið. „Hagvöxtur var verulegur Hagvöxtur var verulegur í fyrra og verður mikill í ár en við reiknum síðan með því að hann minnki og þá mun draga úr spennunni sam- hliða því. Ari Skúlason, hag- fræðingur í hagfræðideild Landsbankans Hægari vöxtur er í sjálfu sér það sem hagkerfið og vinnumarkað- urinn þurfa til þess að forðast ofhitnun. Ingólfur Bender, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins Ef ekki hefði verið fyrir erlenda vinnu- aflið værum við í allt annarri stöðu. Launaskrið og verð- bólga hefðu þá gert vart við sig og okkur hefði ekki tekist að þjóna öllum þeim ferða- mönnum sem hér eru. Katrín Ólafsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík Tölur um erlent vinnuafl líklega vanmetnar Katrín Ólafsdóttir segir ýmislegt benda til þess að fjöldi erlendra starfsmanna, sem komi hingað til lands til að vinna, sé vanmetinn í opinberum tölum. Svo virðist sem margir þeirra séu ekki skráðir í þjóðskrá, en úrtak vinnumark- aðskönnunar Hagstofunnar nær aðeins til þeirra sem skráðir eru í þjóðskrá. Hún bendir meðal annars á að samkvæmt opinberum hagtölum hafi framleiðni vinnuafls aukist um ríflega 4 prósent í fyrra sem sé langt umfram framleiðnivöxt síðustu ára og „út úr kortinu“. Seðlabankinn hefur tekið undir þetta, en í hausthefti Peninga- mála kom meðal annars fram að líklegt væri að vöxturinn væri ofmetinn vegna vanmats á fjölda erlendra starfsmanna sem hafa komið til landsins undanfarin misseri. Er talið að framleiðni vinnuafls aukist um 1,5 prósent í ár. „Það virðist vera sem svo að við náum ekki utan um skráningar á erlendu vinnuafli. Kannski er það vegna þess að við erum ekki að mæla rétt en einnig er mögulegt að eitthvað ólöglegt sé í gangi. Það er engin leið að segja til um það,“ nefnir Katrín. í fyrra og verður mikill í ár en við reiknum síðan með því að hann minnki og þá mun draga úr spenn- unni samhliða því. Fer hún þá að nálgast eðlilegt langtímajafnvægi,“ nefnir Ari. Hann segir fyrst og fremst tvær atvinnugreinar, ferðaþjónustuna og byggingariðnaðinn, hafa borið aukningu vinnuaflsins uppi. „Við sjáum fram á að vöxtur ferða- þjónustunnar verði minni en verið hefur og það sama má segja um byggingariðnaðinn. Það hefur mikið verið byggt af hótelum og atvinnuhúsnæði og sú þörf, sem var fyrir hendi, fer væntanlega að verða betur uppfyllt en áður. Þannig að við nálgumst nú betra jafnvægi.“ Ingólfur segir að af gögnum Hag- stofunnar megi ráða að farið sé að draga úr vexti eftirspurnar eftir vinnuafli samfara því að hægst hafi á vexti hagkerfisins. „Hægari vöxtur er í sjálfu sér það sem hagkerfið og vinnumarkaður- inn þurfa til þess að forðast ofhitn- un,“ segir hann. Enn sem komið er segir Ing- ólfur hagvöxtinn vera hraðan og spennuna talsverða í hagkerfinu. Það sé sérstaklega sýnilegt á vinnu- markaði þar sem atvinnuleysi sé mjög lítið og atvinnuþátttaka með því hæsta sem mælst hefur. „Ef maður rýnir í þá hagvísa sem geta veitt okkur vísbendingar um hver þróunin verður á næstu misserum, þá reikna ég með að við munum sjá snúningspunktinn tiltölulega fljótt, á næsta eða þar næsta ári, og mun þá atvinnuleysið sennilega rísa aftur og atvinnuþátt- takan minnka. Við erum að nálgast hápunktinn.“ Hagvöxtur komandi missera verði ekki það mikill að hann geti haldið atvinnuleysinu áfram eins lágu og verið hefur. 25 20 15 10 5 0 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2017 júní Aldrei fleiri útlendingar á vinnumarkaði Heimild: Vinnumálastofnun 7. 25 9 8. 87 7 1 2. 46 3 16 .3 95 18 .1 67 16 .5 90 15 .1 93 14 .6 27 14 .5 21 15 .3 66 16 .3 72 18 .0 08 2 0. 60 5 2 4. 17 8 24 .4 09 TÍMA RIT VIÐ PRENTUM ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA SUÐURHRAUNI 1, 210 GARÐABÆ PRENTUN Í 140 ÁR Ísafoldarprentsmiðja er umhverfisvottuð prentsmiðja af Svaninum, norræna umhverfismerkinu. Við erum aðilar að rammasamningi Ríkiskaupa og rammasamningi Reykjavíkurborgar. Við framleiðum dagblöð, bækur, tímarit, bæklinga, umbúðir, veggspjöld, bréfsefni, umslög, nafnspjöld, fjölpóst og margt fleira. Hafðu samband við viðskiptastjóra okkar í síma 5 950 300 og við komum þínum hugmyndum í framkvæmd. WWW.ISAFOLD.IS 1 3 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D B 9 -A E 4 8 1 D B 9 -A D 0 C 1 D B 9 -A B D 0 1 D B 9 -A A 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 1 2 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.