Fréttablaðið - 13.09.2017, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 13.09.2017, Blaðsíða 28
Yfirleitt hafa vinnufélagar mínir verið yndislegir í allri framkomu. Það ganga allir í sín störf, jafnt konur sem karlar og engum hlíft. Elín Albertsdóttir elin@365.is „Við leitumst við að veita sjófarendum fyrsta flokks netþjónustu til sjós, sem eykur öryggi og lífs- gæði um borð,“ segir Svanur R. Jónsson hjá fyrirtækjasölu Vodafone. Vodafone hefur unnið ötullega að því að koma upp öflugu 4G háhraðanetsambandi á öllum fiskimiðum við Ísland. Við leitumst við að veita sjófarendum fyrsta flokks netþjónustu til sjós, sem eykur öryggi og lífsgæði um borð,“ segir Svanur R. Jónsson hjá fyrirtækjasölu Vodafone. Hérlendis er Vodafone leiðandi í notkun á langdrægu 4G tíðnibandi á 800MHz sem gefur viðskiptavinum félagsins framúrskarandi upplifun í notkun á gagnaflutningi í farsíma- kerfum. „Þessi þjónusta hefur mælst afar vel fyrir hjá útgerðum af mismun- andi stærð. Mörg af stærstu sjávarút- vegsfyrirtækjum landsins hafa bæst í hóp viðskiptavina Vodafone eftir að uppbygging sjósambandanna fór af stað af fullum krafti,“ segir Svanur og bætir við: „Uppbygging á 4G og 3G sjósamböndum félagsins hefur að hluta til verið unnin í samstarfi við mörg helstu sjávarútvegsfyrir- tæki landsins. Kerfið gagnast þó ekki einungis stærri útgerðum, heldur geta allir sem sækja sjóinn nýtt sér þessa þjónustu.“ Björgunarsveitir með Vodafone Björgunarsveitirnar hafa tekið þessu fagnandi en 4G búnaður hefur verið settur upp í björgunarbátum þeirra. „Engum dylst að það getur skipt sköpum að vera í góðu sambandi í björgunarleiðangri upp á að koma upplýsingum hratt á milli og vera í beinu sambandi við stjórnstöðvar, sem nú geta einnig verið færanlegar þar sem þessi búnaður er líka not- aður í bíla,“ upplýsir Svanur. 4G sambönd eru öðru fremur nefnd í sambandi við uppbyggingu þjónustusvæðis. En hvers vegna þau frekar en einhver önnur? „4G tæknin bætir gæði og upplifun net- sambands úti á miðunum og er hag- kvæmari fyrir sjávarútvegsfyrirtæki en aðrar lausnir sem hafa verið í boði á sömu svæðum,“ segir Svanur. Háhraðanet fyrir hetjur hafsins Vodafone hefur byggt upp öflugt sjósamband út á miðin í kringum landið. Það auðveldar sjó- mönnum að vera í góðu sambandi heim um leið og öryggi og lífsgæði aukast um borð í skipum. Útheimtir lausnin mikla yfir- byggingu eða flókinn tækjabúnað á skipum? „Sjósambandslausnum Vodafone fylgir fyrsta flokks 4G netbúnaður sem er tengdur við loftnet til að tryggja hámarksgæði tengingar. Hægt er að tengja fjölda tækja á borð við snjallsíma og spjaldtölvur við búnaðinn og þann- ig deila sambandinu milli margra í einu. Ef þess er óskað er einnig hægt að stilla tengingu þannig að hún mæli sérstaklega notkun niður á einstaka skipverja um borð. Fjöldi gagnamagnspakka er síðan í boði sem hægt er að velja í samræmi við áætlaða notkun,“ segir Svanur og hvetur fólk til að hafa samband við Vodafone. „Það er hægt að senda tölvupóst á sjosamband@vodafone.is og við skoðum hvað við getum gert fyrir viðkomandi. Vodafone er leiðandi í 4G uppbyggingu bæði á landi og sjó en 4G Vodafone nær nú til 96 pró- senta landsmanna.“ Fast mánaðargjald á gervi- hnattaþjónustu Þá nefnir Svanur að gervihnatta- þjónusta Vodafone bjóði upp á öfluga internet-tenginu gegn föstu mánaðargjaldi. „Búnaður um borð velur sjálfvirkt besta netsambandið (4G, VSAT, Iridium), þjappar og geymir gögn og tryggir þannig sem hraðvirkust netsamskipti. Með sjó- sendum Vodafone, með milligöngu gervihnattasambands hringir þú og sendir SMS án krókaleiða og notar GSM-símann alveg eins og venju- lega. Þetta er þægilegasta leiðin til að vera í sambandi frá sjó,“ segir Svanur að lokum. Jónína Hansen er með sjó- mannsblóð í æðum og hefur langa reynslu af sjómanns- störfum. MYND/ VILHELM Sjórinn hefur alltaf heillað Jónínu. „Ég ólst upp í Höfða-borginni við Borgartún og þar hafði maður útsýni yfir hafið,“ segir Jónína sem lauk námi við Stýrimannaskólann og náði sér í skipstjórnarréttindi. Hún hefur þó ekki enn starfað sem skipstjóri en segist vel geta hugsað sér það í framtíðinni. Jónína hefur gegnt ýmsum störfum um borð sem háseti, kokkur, vélavörður, vél- stjóri og stýrimaður. Ég hef verið á alls kyns skipum, meðal annars á línu, trolli og frakt. Öll störf til sjós eru skemmtileg. Þægilegast fannst mér kokkastarfið, að vera í eldhús- inu og matreiða. Stýrimennskan var sömuleiðis fín. Ég fór fyrst á sjó sem unglingur með pabba, hef aldrei verið sjóveik eða sjóhrædd,“ segir Jónína sem hóf störf sem veiðieftirlitsmaður hjá Fiskistofu á 25 ára afmæli stofnunarinnar núna 1. september. „Ég er í starfsþjálfun þessa dagana en starfið fer fram á sjó og í landi. Ég verð einn mánuð á sjó og hinn í landi. Ég er aðeins að breyta til núna og finnst það spennandi. Ég fæ áfram að vera á sjó og finna lyktina af hafinu.“ Jónína segist ekki hafa siglt um á skemmtiferðaskipum en getur vel hugsað sér það. „Það væri ekki amalegt að sigla um Karíbahafið. Ég myndi alveg vilja prófa að vinna um borð á slíku skipi.“ Það kom engum í fjölskyldu hennar á óvart þegar hún ákvað að verða sjómaður. Það lá nokkuð í loftinu. „Ég er búin að vera á sjónum nánast stöðugt núna frá árinu 2006. Íslenskir karlar eru vanir því að konur séu að vinna um borð. Ég mætti hins vegar oft undrunaraugum þegar ég kom á land í erlendum höfnum. Þar- lendum karlmönnum þótti skrítið að sjá konu í vinnu á dekkinu. Þegar maður kom oftar fóru þeir að venjast þessu,“ segir Jónína sem aðeins einu sinni hefur unnið með annarri konu um borð. „Ég er alltaf eina konan. Yfirleitt hafa vinnufélagar mínir verið yndislegir í allri framkomu. Það ganga allir í sín störf, jafnt konur sem karlar og engum hlíft. Starfið getur verið erfitt og stundum eru langar vaktir, sérstaklega í veiðiferðum.“ Áhugamál Jónínu eru ekki síður karllæg því hún geysist um á mótorfák í frístundum. Hún er auk þess í björgunarsveit og er varafor- maður Sigurvonar í Sandgerði. Svo finnst henni ótrúlega skemmtilegt að elda góðan mat. Annað áhuga- mál hennar er kvenlægara, Jónínu finnst einstaklega gaman að sauma ameríska jólasokka. „Vinkonur mínar grenja oft úr hlátri þegar þær sjá mig sitja og sauma. Þeim finnst að ég eigi frekar að vera í aksjón,“ segir Jónína sem á eigin- mann, fjögur börn og tvö barna- börn. „Ég er mikil fjölskyldukona,“ segir sjóarinn. Sjómennskan er heillandi Jónína Hansen er alin upp í sjómannafjölskyldu í Reykjavík. Bæði faðir hennar, bræður og yngri systir voru sjómenn. Það kom ekkert annað til greina hjá henni en að feta sömu braut. 6 KYNNINGARBLAÐ 1 3 . S E p t E M B E R 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U Rxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx 1 3 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D B 9 -A 9 5 8 1 D B 9 -A 8 1 C 1 D B 9 -A 6 E 0 1 D B 9 -A 5 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 1 2 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.