Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.09.2017, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 13.09.2017, Qupperneq 16
– Tengir þig við framtíðina! Sjónvarpsdreifikerfi fyrir hótel, gistiheimili og skip. Auðbrekku 3 • Kópavogur • s. 564 1660 oreind@oreind.is • www.oreind.is Ferðaþjónustutekjur á hvern Íslend­ ing nema um 8.800 dölum og eru þær hæstu í heiminum, að Lúxem­ borg undanskilinni. Sem dæmi eru tekjur á hvern Íslending um sex sinnum hærri en á hvern Spánverja. Er þá ekki tekið tillit til farþega­ flutninga. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri ferðaþjónustu­ úttekt greiningardeildar Arion banka sem kynnt verður í dag. Konráð S. Guðjónsson, hagfræð­ ingur í greiningardeild bankans, segir vægast sagt fáheyrt að ríki, hvað þá myntsvæði, sé jafn háð ferðaþjónustu og Ísland. „Það er mjög óalgengt að ferða­ þjónusta hafi eins mikil áhrif á hag­ kerfið og gengi gjaldmiðils og hér. Yfirleitt spyrja menn hvaða áhrif gengið hafi á ferðaþjónustuna, en færri velta því fyrir sér hvaða áhrif ferðaþjónustan hefur á gengið. Það eru nokkuð skýrar vísbendingar um að einn af stærstu – ef ekki sá stærsti – drifkröftunum í gengis­ styrkingu krónunnar síðustu miss­ eri hafi verið ferðaþjónustan sjálf. Hún hefur verið aðaldrifkrafturinn í hagkerfinu.“ Greiningardeildin gerir ráð fyrir áframhaldandi fjölgun ferðamanna á næstu árum, en að hægja taki á vextinum. Í grunnsviðsmynd sér­ fræðinga bankans er gert ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi um 11 prósent á næsta ári, og að alls 2,5 milljónir ferðamanna heimsæki landið, og 8 prósent árið 2019. Til samanburðar var vöxturinn 38 prósent í fyrra. Að mati greiningardeildarinnar ræður flugframboð meira um fjölg­ un ferðamanna á næstu árum en gengisstyrking krónunnar. Bendir deildin á að árið 2005 hafi tvö flug­ félög flogið allan ársins hring til landsins en í ár eru þau fimmtán talsins. Samkvæmt grunnsviðsmynd greiningardeildarinnar má áætla að tekjur af erlendum ferðamönnum á árunum 2017 til 2020 nemi tæpum 2.400 milljörðum króna eða sem nemur allri landsframleiðslu Íslands í fyrra. Auk þess kemur fram í úttekt greiningardeildarinnar að hag­ vöxtur í fyrra hefði verið nær 4 prósentum, en ekki 7,4 prósent, ef ekki hefði verið fyrir aukin umsvif í ferðaþjónustunni. Var vægi ferða­ þjónustunnar í útflutningi um 42 prósent í fyrra sem er um helmingi meira en sjávarútvegur og áliðnaður samanlagt. – kij Ekkert ríki jafn háð ferðaþjónustu Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur í greiningardeild Arion banka Miklar gengissveiflur ættu ekki að koma á óvart Á aðeins fáeinum mánuðum hefur krónan farið frá því að vera stöðug­ asta mynt heims í eina þá óstöðug­ ustu, að sögn Friðriks Más Baldurs­ sonar, prófessors í hagfræði og efnahagsráðgjafa GAMMA. Hann segir að líta þurfi til gjald­ miðla þróunarríkja til þess að finna viðlíka sveiflur og hafa verið á gengi krónunnar eftir að losað var um fjár­ magnshöftin í mars síðastliðnum. Æskilegra væri ef gjaldeyrismarkað­ urinn færðist hraðar í átt að eðlilegra ástandi. Friðrik Már fjallaði um gengis­ þróun krónunnar á  málstofu sem GAMMA stóð fyrir í Tjarnarbíói síð­ degis í gær. Hann segir í samtali við Markaðinn að það hafi ekki átt að koma á óvart að flökt krónunnar ykist við afnám hafta. „Þegar opnað var fyrir fjár­ magnsviðskipti fóru þau að verða ráðandi í skammtímasveiflum á genginu. Gjaldeyrismarkaðir eru almennt mun kvikari en vöru­ og þjónustumarkaðir. Þó svo að við séum með við­ skiptaafgang sem styður við gengið skiptir það ekki máli til skemmri tíma því fjár­ magnshreyfingar virðast hafa meiri áhrif á gengissveifl­ urnar heldur en gjald­ eyrisinnflæði sem stafar af vöru­ og þjónustuvið­ skiptum,“ segir hann. Hann bendir meðal annars á að sveiflur á gengi krónunnar hafi undanfarið verið þrisvar til fjórum sinnum meiri en til dæmis á gengi sænsku krónunnar. Sveiflurnar komi ekki á óvart í ljósi þess hve lítil velta sé á millibankamarkaði með gjaldeyri. „Hér er velta á millibanka­ markaði um helmingur af utan­ ríkisviðskiptum en í öðrum saman­ burðarlöndum eru viðskipti á gjaldeyrismarkaði margfalt meiri en utanríkisviðskipti. Þetta þýðir að hér geta tiltölulega litlar fjár­ magnshreyfingar haft mikil áhrif á gengið þannig að það sveiflist um allt að þrjú til fjögur prósent á einum degi. Slíkar sveiflur eru mjög óheppilegar og skapa mikla óvissu.“ Friðrik Már segir það stinga í augun hve mikið Íslendingar fjár­ festa hér á landi og lítið erlendis og eins hve lítið sé um erlendar fjárfest­ ingar hér á landi. „Það væri mjög æskilegt, ekki einungis til þess að efla gjaldeyrismarkaðinn og draga úr sveiflum á honum, heldur einnig til þess að ná fram betri áhættudreifingu fyrir þjóðar búið, að það næðist betra jafnvægi þarna á milli. Til lengri tíma litið væri ákjósanlegt að aflétta öllum höftum, einnig á innflæði fjármagns, og styrkja þannig tengsl markaðarins hér við erlenda markaði.“ – kij Friðrik Már Baldurs- son, efnahagsráð- gjafi GAMMA Félagið ET Sjón ehf., í eigu Eiríks Ingvars Þorgeirssonar, krefst þess að fá greiddar liðlega 300 milljónir króna í skaðabætur vegna meintrar ófullnægjandi ráðgjafar af hálfu Auðar Capital, sem síðar sameinað­ ist verðbréfafyrirtækinu Virðingu. Hefur félagið höfðað mál á hendur Virðingu, en aðalmeðferð fer fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun næsta árs. ET Sjón er einn þriggja hluthafa eignarhaldsfélagsins Þorgerðar sem seldi 45 prósenta hlut sinn í Ölgerð­ inni síðasta haust. Félagið fór fram á að sýslumaðurinn á höfuðborgar­ svæðinu legði lögbann á söluna, en því var hafnað. Skömmu síðar var tilkynnt um sölu á 69 prósenta hlut í Ölgerðinni. Félagið Þorgerður var stofnað í október 2010 utan um kaup á hlut í Ölgerðinni. Fjárfestingarsjóðurinn Auður 1, í stýringu Auðar Capital, fór fyrir kaupendahópnum og á meirihluta hlutafjár í Þorgerði. ET Sjón á tæplega 30 prósenta hlut í félaginu. Samkvæmt heimildum Markað­ arins tengist óánægja Eiríks með ráðgjöf Auðar Capital því að hann hafi þurft að bera kostnað vegna rúmlega milljarðs króna endur­ álagningar ríkisskattstjóra á Ölgerð­ ina árið 2013 vegna öfugs samruna félagsins frá árinu 2007. Virðing telur málssóknina með öllu tilhæfulausa og hefur krafist sýknu. – kij Vill 300 milljónir vegna ófullnægjandi ráðgjafar Samkvæmt heimildum tengist óánægja Eiríks því að hann hafi þurft að bera kostnað vegna milljarðs króna endurálagningar ríkisskattstjóra á Ölgerðina. Vogunarsjóðirnir Taconic Capital og Attestor Capital, sem hvor um sig eignuðust 9,99 prósenta hlut í Arion banka fyrr á árinu, munu teljast hæfir til að fara með virkan eignar­ hlut í bankanum. Fjármálaeftirlitið (FME) er að leggja lokahönd á hæfis­ mat sitt á sjóðunum en niðurstaða þess, sem ætti að birtast í þessari eða næstu viku, verður sú að þeim sé heimilt að eiga beint og óbeint saman lagt meira en tíu prósenta hlut í Arion banka, samkvæmt heimild­ um Markaðarins. Sjóðirnir eru jafn­ framt stærstu hluthafar Kaupþings sem á 58 prósenta hlut í bankanum. Samhliða því að þeir verða metnir hæfir eigendur að bankanum munu sjóðirnir í kjölfarið fá atkvæðarétt í samræmi við hlutafjáreign sína í Arion banka. Þegar vogunarsjóðirnir þrír – Taconic Capital, Attestor Capi­ tal og Och­Ziff Capital – og Goldman Sachs keyptu rúmlega 29 prósenta hlut í Arion banka af Kaupþingi fyrir samtals um 49 milljarða þá féllust sjóðirnir á að hlutum þeirra myndi ekki fylgja atkvæðaréttur þar til þeir yrðu metnir hæfir til að fara með virkan eignarhlut eða að bankinn yrði skráður á markað. Taconic og Attestor sendu upp­ haflega tilkynningu til FME í apríl síðastliðnum þar sem þeir fóru þess á leit að hefja formlega hæfismats­ ferli um að eiga meira en tíu pró­ senta hlut í Arion banka en sé einn­ ig litið til óbeins eignarhalds þeirra í gegnum Kaupþing fara þeir yfir þau mörk. FME hefur 60 virka daga til að afgreiða umsókn sjóðanna frá stað­ festingu fullbúinnar tilkynningar en samkvæmt heimildum Markaðarins var það ekki fyrr en í byrjun júlí sem stofnunin taldi að slík tilkynning hefði borist frá báðum sjóðunum. Frestur FME til að ljúka hæfismati sínu á sjóðunum mun því brátt renna út. Á meðal þeirra atriða sem hafa komið til skoðunar í hæfismats­ ferlinu er orðspor sjóðanna til að fara með virkan eignarhlut og eins fjárhagslegur styrkur þeirra til að styðja við Arion banka. Breski vog­ unarsjóðurinn Attestor Capital hefur áður verið metinn hæfur af fjármála­ yfirvöldum í Evrópu til að vera virkur eigandi að fjármálafyrirtæki en sjóð­ urinn fékk slíka heimild í tengslum við kaup á austurríska bankanum Kommunalkredit árið 2015. Þá hefur FME einnig til skoðunar hæfi Kaupþings til að fara beint með virkan eignarhlut í Arion banka en frá árinu 2010 hefur það verið í gegnum dótturfélag þess, Kaupskil. Það fyrirkomulag verður hins vegar brátt fellt niður og því er nauðsynlegt fyrir Kaupþing að fá samþykki FME til fara með meira en tíu prósenta hlut í bankanum. Að öðrum kosti þyrfti eignarhaldsfélagið að losa um að lágmarki um 48 prósenta hlut í Arion banka – félagið á núna 57,9 prósent í bankanum – í fyrirhug­ uðu hlutafjárútboði. Það er talsvert meiri hlutur en áformað er að selja í útboðinu. Ekki liggur fyrir um niður­ stöðu FME um hæfi Kaupþings en væntingar eru um að hún liggi fyrir síðar í þessum mánuði. Fundað með stjórnvöldum Hvenær – og hvort – af hlutafjár­ útboði Arion banka verður ræðst meðal annars af því hvenær FME lýkur mati sínu á hæfi vogunar­ sjóðanna og Kaupþings og eins að samkomulag náist við íslensk stjórn­ völd um að þau ætli ekki að nýta sér mögulegan forkaupsrétt á bank­ anum ef hann yrði seldur á genginu 0,8 eða lægra miðað við eigið fé. Samkvæmt þeim stöðugleikaskil­ yrðum sem kröfuhafar Kaupþings samþykktu 2015 er gert ráð fyrir því að ákvæði um forkaupsrétt ríkisins sé endurskoðað við opið hlutafjárút­ boð. Að öðrum kosti er talið ófram­ kvæmanlegt að halda slíkt útboð þar sem forkaupsrétturinn myndi skapa óvissu og aftra fjárfestum frá þátt­ töku í útboðinu. Fulltrúar Kaupþings hafa á undanförnum tveimur vikum, samkvæmt heimildum Markaðarins, átt fjölmarga fundi með forystu­ mönnum stjórnvalda og embættis­ mönnum í fjármálaráðuneytinu og Seðlabankanum þar sem unnið er að því að ná samkomulagi um endur­ skoðun ákvæðisins um forkaupsrétt ríkisins. Vogunarsjóðirnir þrír og Goldman Sachs hafa kauprétt að 22 prósenta hlut í viðbót í bankanum, sem gildir til 19. september næstkomandi, en hvorki sjóðirnir né bandaríski fjár­ festingabankinn áforma að nýta sér þann rétt, eins og upplýst var um í Markaðnum í síðasta mánuði. Sá kaupréttur er á nokkuð hærra sölu­ gengi en þegar þeir keyptu hlut í Arion banka fyrr á árinu. Hins vegar er fastlega gert ráð fyrir því, að sögn þeirra sem þekkja vel til stöðu mála, að einhverjir sjóðanna muni bæta við hlut sinn í bankanum með því að taka þátt í væntanlegu útboði enda sé ekki ólíklegt að þar muni bjóðast hlutur í bankanum á hagstæðara gengi heldur en kauprétturinn hljóð­ aði upp á. hordur@frettabladid.is Fá heimild fyrir virkum hlut í Arion Vogunarsjóðunum Taconic og Attestor verður heimilað að eiga beint og óbeint meira en tíu prósent í Arion banka. FME mun brátt ljúka hæfismati sínu. Kaupþing og stjórnvöld vinna að því að endurskoða ákvæði um forkaupsrétt. Stefnt er að skráninu Arion banka síðar á árinu. FréttABlAðið/Anton 49 milljarða greiddu sjóðirnir og Goldman fyrir 29 pró- senta hlut í Arion banka. 1 3 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 m I Ð V I K U D A G U r2 mArkAðurinn 1 3 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D B 9 -9 A 8 8 1 D B 9 -9 9 4 C 1 D B 9 -9 8 1 0 1 D B 9 -9 6 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 1 2 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.