Fréttablaðið - 13.09.2017, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 13.09.2017, Blaðsíða 18
1 3 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 m I Ð V I K U D A G U r4 markaðurinn A ldrei hafa fleiri útlendingar starfað hér á landi en um þ e s s a r m u n d i r . 2 4 . 4 0 9 e r l e n d i r ríkisborgarar voru starfandi í lok júnímánaðar, sam- kvæmt áætlunum Vinnumálastofn- unar, og hefur þeim fjölgað um rúm 17 prósent á undanförnum tólf mánuðum. Sé litið til síðustu fimm ára nemur fjölgunin hátt í 65 pró- sentum. Á sama tíma er viðvarandi skort- ur á vinnuafli í flestum atvinnu- greinum, sér í lagi byggingariðnaði og ferðaþjónustu, atvinnuleysi hefur ekki mælst lægra frá því að Hagstofa Íslands hóf mælingar árið 2003, atvinnuþátttakan nálgast sögulegar hæðir og æ fleiri fyrirtæki segjast starfa við fulla framleiðslu- getu. Spennan á vinnumarkaðinum er með öðrum orðum afar mikil og hefur sjaldan verið eins áþreifanleg, að sögn viðmælenda Markaðarins. „Við erum að nálgast hápunkt- inn,“ segir Ingólfur Bender, hag- fræðingur Samtaka iðnaðarins. Katrín Ólafsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík og nefndar- maður í peningastefnunefnd Seðla- banka Íslands, segir vissulega mikla spennu ríkja á vinnumarkaði. Á móti vegi hins vegar mikil aukn- ing á innfluttu vinnuafli. „Ef ekki hefði verið fyrir erlenda vinnuafl- ið værum við í allt annarri stöðu. Launaskrið og verðbólga hefðu þá gert vart við sig og okkur hefði ekki tekist að þjóna öllum þeim ferða- mönnum sem hér eru,“ segir hún. Undir þetta taka fleiri sérfræð- ingar sem Markaðurinn ræddi við og benda á að mikil eftirspurn eftir vinnuafli hafi – enn sem komið er – ekki skilað sér í auknum verð- bólguþrýstingi. Fyrr á árum hafi slík eftirspurn að jafnaði leitt til launaskriðs en svo virðist sem mikill innflutningur á vinnuafli á umliðnum árum haldi nú aftur af þeirri þróun. Þannig kom fram í hausthefti Peningamála Seðla- banka Íslands að launaskrið virðist enn lítið miðað við þá spennu sem er fyrir hendi á vinnumarkaði og „skýrist líklega af því að atvinnu- rekendur velja að flytja inn starfs- fólk frekar en að keppa sín á milli um það vinnuafl sem er til staðar með yfirboðum í launum“. Mikil umsvif starfsmannaleiga Viðmælandi Markaðarins segir ekki óvarlegt að álykta sem svo að flytja þurfi inn þúsundir starfs- manna til viðbótar til þess að mæta eftirspurninni eftir vinnuafli. Vísar hann til þess að forsvarsmenn um 41 prósents fyrirtækja töldu sig búa við skort á starfsfólki samkvæmt sumarkönnun Gallups á meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins. Þrátt fyrir stóraukinn innflutning á vinnuafli hefur hlutfallið lítið breyst í rúmt ár. Ein birtingarmynd þessarar stórauknu hlutdeildar erlends vinnuafls eru vaxandi umsvif starfs- mannaleiga hér á landi. Erlendir starfsmenn á vegum slíkra leiga, bæði erlendra og innlendra, voru 1.879 í júlímánuði og fjölgaði um 311 á milli mánaða. Hefur fjöldinn liðlega tífaldast á einu og hálfu ári. Á sama tíma hefur starfsmanna- leigunum fjölgað um 17 en þær eru nú 30 talsins, 12 erlendar og 18 innlendar. Ef fram heldur sem horfir verða 2.500 manns starfandi á vegum starfsmannaleiganna í októbermánuði að sögn Vinnu- málastofnunar. Eins og áður sagði hefur erlend- um starfsmönnum á hérlendum vinnumarkaði fjölgað hratt undan- farin ár. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að þeir hafi verið rétt yfir 24 þúsund í júnímánuði síðast- liðnum, ríflega 14 þúsund karlar og um 10 þúsund konur. Voru erlendir ríkisborgarar þá um 12 prósent af vinnuaflinu. Bæði fjöldi starfandi útlendinga hér á landi og hlutfall þeirra af heildarvinnu- afli landsins er í sögulegu hámarki. Sem dæmi voru á bilinu 17.000 til 18.600 útlendingar við vinnu hér á landi í síðasta þensluskeiði vinnu- markaðarins á árunum fyrir efna- hagsáfallið 2008. Náði þá hlutfall þeirra af vinnuaflinu hæst 11,8 prósentum. Vinnumálastofnun hefur bent á að flestir útlendingar sem hér starfa komi frá ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu, ráðnir beint af fyrirtækjum og þurfa ekki sérstök atvinnuleyfi. Einnig hafi mikil aukning orðið í útgáfu atvinnuleyfa til starfsmanna sem koma utan EES-svæðisins sem og ör fjölgun starfsmanna sem koma hingað til lands í gegnum starfsmannaleigur og á vegum erlendra þjónustufyrir- tækja, líkt og áður var minnst á. Keyrt hagvöxtinn áfram Það er kunnara en frá þurfi að segja að aukinni eftirspurn eftir vinnu- afli hefur að töluverðu leyti verið mætt með innflutningi á vinnuafli. Í hausthefti Peningamála Seðla- bankans var til að mynda bent á að fjölgun erlendra ríkisborgara hefði átt ríkari þátt í fjölgun íbúa á fyrri hluta þessa árs en á öllu síðasta ári. Á öðrum fjórðungi ársins fjölgaði erlendum ríkisborgurum um 5.600 talsins eða 19 prósent á milli ára, samkvæmt upplýsingum frá hag- fræðideild Landsbankans. Var þá fjöldi aðfluttra útlendinga umfram brottflutta 3.130. Eru erlendir ríkis- borgarar samtals orðnir um 35.500 hérlendis sem jafngildir um 10 pró- sentum af landsmönnum. Hafa þeir aldrei verið fleiri. Til samanburðar voru þeir mest um 7,6 prósent af mannfjölda í síðustu uppsveiflu árið 2007. Þessi mikla fjölgun útlendinga á innlendum vinnumarkaði er að sögn viðmælanda Markaðarins til marks um hve sveigjanlegur markaðurinn er. Er til dæmis ljóst að hraður vöxtur ferðaþjónust- unnar, sem og hagkerfisins í heild, á umliðnum árum, hefði ekki verið mögulegur nema fyrir verulegan vöxt í innfluttu vinnuafli. Vinnuafl- ið hefur „keyrt hagvöxtinn áfram“ líkt og greinandi sem Markaðurinn ræddi við orðar það. „Ef við hefðum ekki getað flutt inn vinnuafl á síðustu árum værum við í mjög alvarlegri stöðu. Við hefðum til dæmis ekki getað full- nægt vinnuaflsþörf hagvaxtarins sem við höfum séð. Að sama skapi hefði launaskrið, og þar með verð- bólguþrýstingur, sennilega verið umtalsvert meira í hagkerfinu ef ekki hefði komið til þessarar aukningar á innfluttu vinnuafli,“ segir Ingólfur. Katrín tekur jafnframt fram að mikil gengisstyrking krónunnar á síðustu árum skýri að miklu leyti af hverju „við höfum ekki séð þetta launaskrið sem hefur yfirleitt í gegnum tíðina gert vart við sig í ástandi sem þessu“. Gengisstyrk- ingin hafi þýtt að kaupmáttur hafi aukist, Íslendingum til góða. Katrín bendir meðal annars á að í kjölfar efnahagsáfallsins 2008 hafi margir Íslendingar flutt til Noregs, þar sem hærri laun stóðu til boða, en sú þróun hafi hins vegar snúist við. „Það er mjög athyglisvert. En maður veit ekki alveg hvað fram- tíðin ber í skauti sér,“ segir hún. Viðvarandi vinnuaflsskortur Ingólfur segir aðspurður að við- varandi skortur sé á vinnuafli. Skorturinn hamli meðal annars uppbyggingu, ekki síst í bygg- ingariðnaðinum, sem hafi vaxið hratt undanfarið. Reynt hafi verið að mæta skortinum að hluta með því að flytja inn erlent vinnuafl, en það hafi ekki dugað til. Niðurstöður sumarkönnunar Gallups á meðal 400 stærstu fyrir- tækja landsins, sem áður var fjallað um, endurspegla þennan tilfinnan- lega skort á vinnuafli. Til upprifj- Spenna á vinnumarkaði að ná hámarki Þrátt fyrir að atvinnuleysi sé í sögulegu lágmarki, atvinnuþátttaka sjaldan verið meiri og aldrei hafi fleiri útlendingar starfað hér á landi er viðvarandi skortur á vinnuafli. Spennan á vinnumarkaði er að ná hámarki, að sögn viðmælenda Markaðarins. Innflutt vinnuafl hefur komið í veg fyrir launaskrið og keyrt hagvöxtinn áfram á umliðnum árum. Flytja þarf inn þúsundir starfsmanna til viðbótar. Stóraukinni eftirspurn eftir vinnuafli að undanförnu hefur að töluverðu leyti verið mætt með innflutningi á vinnuafli. Í hausthefti Peningamála Seðlabanka Íslands var til að mynda bent á að fjölgun erlendra ríkisborgara hefði átt ríkari þátt í fjölgun íbúa á fyrri hluta þessa árs en á öllu síðasta ári. Ein birtingarmynd aukins innflutts vinnuafls er vaxandi umsvif starfsmannaleiga. Fréttablaðið/VilhElM 65% er fjölgun erlendra ríkis- borgara á innlendum vinnu- markaði síðustu fimm árin. Kristinn Ingi Jónsson kristinningi@frettabladid.is 1 3 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D B 9 -A E 4 8 1 D B 9 -A D 0 C 1 D B 9 -A B D 0 1 D B 9 -A A 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 1 2 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.