Fréttablaðið - 13.09.2017, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 13.09.2017, Blaðsíða 24
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: Visir.isÁbyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumaður auglýsinga: Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433 Marianne Rasmussen-Coulling þekkir vel til í íslenskum sjávarútvegi. Hún hefur starfað við sjávarútvegssýninguna frá árinu 1996 og verið framkvæmdastjóri hennar frá 2008. Mynd/HaRalduR guðjÓnSSon yfir 500 fyrirtæki og vöruflokkar eru til sýnis á IceFish. Íslenska sjávarútvegssýningin hefur eflst og vaxið með hverju ári og endurspeglar vel hina öru þróun sem orðið hefur í greininni. Sýningin hefur frá upphafi opnað mikilvægan glugga til umheimsins, bæði hafa íslensk fyrirtæki getað kynnt vörur sínar fyrir áhuga- sömum aðilum í sjávarútvegi erlendis, og erlend fyrirtæki komið sinni framleiðslu á framfæri. En stærsta breytingin er kannski sú að þegar ég kom hér fyrst til starfa voru íslensk fyrirtæki ekki með jafn breitt og framúrskarandi úrval af vörum og þau eru nú og jafn framarlega á sínu sviði og raun ber vitni í nútímanum,“ segir Mari- anne Rasmussen-Coulling sem hefur starfað við Íslensku sjávar- útvegssýninguna frá árinu 1996 og verið framkvæmdastjóri hennar frá 2008. Sýningin sjálf hefur verið haldin á þriggja ára fresti frá árinu 1984. Vekur athygli umheimsins „Á síðustu tuttugu árum hafa mörg íslensk fyrirtæki orðið leiðandi á heimsvísu í framleiðslu og þjónustu fyrir sjávarútveginn og veita ekki aðeins erlendum fyrir- tækjum harða samkeppni heldur eru í sumum tilvikum fyrirmyndir hvað varðar þróun tækjabúnaðar og vöruhönnunar. Þetta er mjög jákvæð breyting og endurspeglar vel hvað íslenskur sjávarútvegur hefur sterka stöðu og er nútíma- væddur,“ segir Marianne og bendir á að frá síðustu sýningu fyrir þremur árum hafi íslensk sjávar- útvegsfyrirtæki fjárfest í sextán nýjum skipum fyrir rúmlega 35 milljarða króna og sömuleiðis hafi mikið verið fjárfest í öðrum búnaði, bæði á landi og sjó. „Svo mikil fjárfesting í nýjum búnaði vekur athygli umheimsins og sýnir vel hvað Íslendingar fylgjast vel með tækninýjungum í greininni. Íslendingar hafa einnig með nýsköpun og frumkvöðlastarfi tekið forystu í að endur- og full- vinna þá hluta sjávarafurða sem áður var kastað á glæ, og á þeim sviðum liggja spennandi tækifæri til mikillar verðmætasköpunar og þróunar." afar spennandi sýning í ár Marianne segist afskaplega stolt af sýningunni í ár þar sem yfir 500 fyrirtæki og vöruflokkar eru til sýnis. „Ekki aðeins er umgerð hennar hin glæsilegasta heldur eru fjölmörg fyrirtæki einnig að sýna búnað sem vísar til framtíðarinnar í sjósókn og fiskvinnslu,“ segir hún og nefnir sem dæmi þrívíddar- matarprentara, sem mótar eða prentar rétti úr íslensku sjávar- fangi. „Einnig geta gestir skoðað hátæknivinnslulausnir Marels með hjálp sýndarveruleika, sem virkar þannig að notandinn setur upp sérstök sýndarveruleikagler- augu sem sýna honum 360° endur- sköpun á nútíma fiskvinnslustöð.“ Meðal annarra nýjunga á sýningunni má nefna nýtt fjölhliða samfélagsmiðlaprógramm sem styðst við Twitter, Facebook og LinkedIn og nýja IceFish-appið sem er fáanlegt bæði á ensku og íslensku. Þetta snjallsímaforrit var hannað til að auðvelda gestum að feta sig í gegnum sýninguna. Ráðstefna og verðlaun Í tengslum við sýninguna verður í annað sinn boðið upp á ráðstefn- una „Fiskúrgangur skilar hagnaði“ sem stofnuð var af skipuleggj- endum IceFish árið 2014 og endur- speglar að þessu sinni þann mikla árangur sem íslenskir frumkvöðlar hafa náð við að hagnýta fiskinn í heild sinni. Þá verða í fyrsta sinn veittir námsstyrkir Íslensku sjávarútvegs- sýningarinnar. „IceFish- námssjóð- urinn veitir tvær milljónir króna til að styrkja fjóra nemendur til sérhæfingar í tækni við veiðar og vinnslu hjá Fisktækniskóla Íslands í Grindavík,“ upplýsir Marianne en fjárstuðningur upp á samtals hálfa milljón króna við tvo styrk- þega þessa árs verður kynntur á föstudag. Þá verða Íslensku sjávarút- vegsverðlaunin afhent í sjöunda sinn. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1999, til að heiðra og verð- launa það besta á sviði fiskveiða og fiskvinnslu, bæði á Íslandi og á alþjóðavettvangi. Fleiri erlendir sýnendur Erlendum sýnendum hefur fjölgað mikið á milli sýninga að sögn Mari- anne. „Við erum með sýnendur frá 22 löndum sem er rúmlega 40 prósent fjölgun á milli sýninga. Þeir koma meðal annars frá Banda- ríkjunum og frá Evrópulöndum á borð við Frakkland, Þýskaland, Bretland, Danmörku, Noreg, Hol- land og Portúgal. Einnig koma sýnendur lengra að, til dæmis frá Indlandi, Bangladess, Singapúr og Perú. Það er mjög ánægjulegt að bjóða velkomna kaupendur að vörum íslenskra framleiðenda frá Austurlöndum fjær, Ameríku og Afríku, enda fjársterkir aðilar sem stefna á fjárfestingar fyrir útgerðir sínar og vinnslur ytra. Skráðir gestir á sýningunni eru síðan frá um 40 löndum, meðal annars frá jafn fjarlægum löndum og Brasilíu, Malasíu og Filippseyjum, svo fátt eitt sé nefnt.“ Á vefsíðu IceFish www.icefish. is er að finna nýjustu fréttir af sýningunni, sýnendum og sjávarút­ veginum. Sólveig Gísladóttir solveig@365.is Áhugaverðar nýjungar á IceFish Íslenska sjávarútvegssýningin, IceFish, verður haldin í Fífunni í Kópavogi 13. til 15. september. Ice­ Fish er alþjóðleg fagsýning helguð Íslandi. Fyrirtæki frá 22 löndum taka þátt en erlendum sýnend­ um hefur fjölgað um rúm fjörutíu prósent frá síðustu sýningu. Gestir koma frá um 40 löndum. Sýningin hefur frá upphafi opnað mikilvægan glugga til umheimsins. 2 KynnIngaRBlað 1 3 . S e p t e M B e R 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U RSjÁVaRÚtVegSSýnIng 2017 1 3 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D B 9 -D 0 D 8 1 D B 9 -C F 9 C 1 D B 9 -C E 6 0 1 D B 9 -C D 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 1 2 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.