Fréttablaðið - 13.09.2017, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 13.09.2017, Blaðsíða 26
Við erum í sam- starfi við íslensk rannsóknarfyrirtæki sem gerir okkur kleift að nýta áratuga rannsóknar- vinnu til þess að setja á markað hágæðavörur. Þar horfum við aðallega á hráefni sem koma úr hafinu umhverfis Ísland. Starri Freyr Jónsson starri@365.is „Ég tel líka mikilvægt að gera störf í sjávarútveginum aðlaðandi fyrir ungt og efnilegt fólk til þess að fá ný sjónarhorn og hugmyndir sem munu ýta undir frekari vöxt,“ segir Hrönn Margrét Magnús- dóttir, einn af stofnendum og forstjóri Ankra – Feel Iceland. MYND/ERNIR Spennandi tímar fram undan Nýting aukaafurða úr íslensku sjávarfangi hefur stóraukist á síðastliðnum árum. Mikil tækifæri eru fyrir íslensk fyrirtæki til að þróa og selja vörur á borð við fæðubótarefni, húðvörur og lyf. Mikil og ánægjuleg þróun hefur orðið á nýtingu aukaafurða úr íslensku sjávarfangi á síðastliðnum árum og hefur þessi nýting þróast töluvert á skömmum tíma, frá því að þurrka þorskhausa og selja til Afríku í það að framleiða fæðubótarefni, hágæðahúðvörur, sáraumbúðir og lyf segir Hrönn Margrét Magnús- dóttir einn af stofnendum og forstjóri Ankra – Feel Iceland. „Við höfum horft upp á megnið af fisk- inum okkar selt erlendis sem hrá- efni undanfarin ár og þar eru búnar til vörur fyrir neytendur. Það er því mikil verðmætasköpun sem hefur átt sér stað erlendis en ekki hérna á Íslandi. Nú er þetta vonandi að snúast við að einhverju leyti því að við erum að sjá flottar íslenskar vörur á markaðnum sem eru fram- leiddar úr besta fiski í heimi og flestar þessar vörur eru framleiddar úr hráefni sem áður var hent eða lítið fékkst fyrir. Það verður því spennandi að sjá hvernig við eigum eftir að finna nýjar leiðir til að nýta hreina sjávarfangið okkar á næstu tíu árum.“ Mikil vaxtartækifæri Aðspurð segist hún vonast til þess að Ísland nái enn frekar á næstu árum að gera íslenskar sjávar afurðir að hágæðavörum og hráefni í huga erlendra neytenda og þar séu klárlega mikil vaxtar- tækifæri. „Við erum með takmark- aða auðlind af einum hreinustu sjávarafurðum sem völ er á og því þurfum við að koma á fram- færi erlendis. Ég tel líka mikilvægt að gera störf í sjávarútveginum aðlaðandi fyrir ungt og efnilegt fólk til þess að fá ný sjónarhorn og hugmyndir sem munu ýta undir frekari vöxt.“ Vörur Ankra, sem seldar eru undir vörumerkinu Feel Iceland, samanstanda af fæðubótarefnum og húðvörum sem eru unnar úr aukaafurðum íslenska þorsksins. „Þar erum við aðallega að nýta kollagen sem er unnið úr fisk- roðinu. Rannsóknir hafa sýnt fram á að upptaka líkamans á fiskikolla- geni sé mun betri heldur en á kolla- geni unnu úr til að mynda svínum. Varan okkar, Joint Rewind, inni- heldur utan kollagens, chondroitin sulf ate sem er unnið úr laxi og hefur reynst vel við að minnka liðverki. Við bjóðum svo líka upp á vörutvennuna Age Rewind sem samanstendur af kollageni til inntöku og andlitsserumi sem inni- heldur bæði kollagen og meltingar- ensím úr þorski. Ensímin klippa í sundur prótein sem hvetur húðina til að endurnýja sig hraðar. Vörur okkar eru mjög náttúrulegar og við notum engin aukefni eða rot- varnarefni. Það má meira að segja borða andlitsserumið.“ Mikil þróun í gangi Hrönn segir margt spennandi fram undan hjá fyrirtækinu varðandi frekari vöruþróun. „Við erum í samstarfi við íslensk rannsóknar- fyrirtæki sem gerir okkur kleift að nýta áratuga rannsóknarvinnu til þess að setja á markað hágæða- vörur. Þar horfum við aðallega á hráefni sem koma úr hafinu umhverfis Ísland. Við leggjum ekki bara mikið upp úr því að nota íslenskt hráefni heldur einnig íslenskt hugvit.“ Í dag eru vörur fyrirtækisins seldar í Magasin du Nord í Dan- mörku, hjá dönskum húðlæknum og einnig í nokkrum verslunum hér á landi. „Við finnum fyrir mikilli eftirspurn erlendis og vinnum nú í því að svara henni. Þar munum við aðallega horfa til Bandaríkjanna og Asíu á næstu árum.“ Hrönn heldur fyrirlestur á Íslensku sjávarútvegssýningunni sem henni finnst vera frábær vett- vangur til að efla tengslanet bæði við innlenda og erlenda aðila. „Þarna eru samankomnir stærstu aðilarnir á markaðnum að kynna starfsemi sína sem getur gefið manni góða yfirsýn yfir hvað koma skal á næstunni.“ Japanskir hágæða utanborðsmótorar sem hafa reynst mjög vel við Íslenskar aðstæður. Sterkir,eyðslugrannir og á mjög hagstæðu verði. Stærð frá 2,5 upp í 250hö. Tvígengis og fjórgengis mótorar fáanlegir. Harðbotna rib bátar í hæsta gæðaflokki. Rómaðir fyrir stöðugleika og hæfni í úthafssiglingu. Fáanlegir í mörgum stærðum og útfærslum. Miðhrauni 13 - 210 Garðabæ Sími: 555 6444 - www.maras.is 4 KYNNINGARBLAÐ 1 3 . S E p t E M B E R 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U RSjávARútvEGSSýNING 2017 1 3 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D B 9 -B D 1 8 1 D B 9 -B B D C 1 D B 9 -B A A 0 1 D B 9 -B 9 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 1 2 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.