Fréttablaðið - 13.09.2017, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 13.09.2017, Blaðsíða 13
1. september birtust í Morgun-blaðinu athyg lisverðar greinar um mygluskemmdir í opinberum byggingum og áhrif þeirra á heilsu starfsmanna. Raka- skemmdir í húsum eru angi af því sem kallað hefur verið húsasótt á íslensku (sick building syndrome), en mygla er fylgifiskur rakans. Skaðsemi myglu hefur verið þekkt hér á landi í hundruð ára, og orðið heysótt, sem tengist vinnu í mygluðu heyi, er þekkt í málinu frá því um aldamótin sextán hundruð. Læknum hættir til, eins og Tómasi forðum, að trúa aðeins því sem þeir geta þreifað á eða mælt í tilrauna- glösum. Einkenni vegna raka- skemmda geta brugðið sér í allra kvikinda líki, og því telja sumir læknar jafnvel enn að þetta sé angi af taugaveiklun eða jafnvel geðveiki. Sama átti við um óþol fyrir rok- gjörnum, ilmandi efnum, sem sumt fólk þolir ekki, þar til sýnt var fram á eðli þess. Einkennum af völdum raka og mygluskemmda er lýst í nýrri grein eftir Finnann Valtonen. Ekki eru til viðtekin greiningarskilmerki né rannsóknir sem hægt er að byggja á greiningu. Einkennin geta komið eftir fáeina mánuði eða jafnvel mörg ár. Einkenni byrja oft í slímhúðum í nefi og lungum, en svipuð einkenni geta komið vegna annarra slæmra loftgæða og einnig við venjulegt kvef. Einkenni af rakaskemmdum í húsum lagast í fyrstu fljótt þegar skipt er um umhverfi, en koma jafn- harðan aftur þegar komið er í gamla umhverfið eða í annað rakaskemmt umhverfi. Meðal einkenna sem Valtonen nefnir eru endurteknar bólgur í afholum nefsins, berkjubólga, lungnabólga, mæði og úthaldsleysi, langvarandi hiti, þreyta, vöðva- og liðverkir, drungi, minnisleysi, ein- beitingarskortur og útbrot. Forstjóri Íslenskrar erfðagrein- ingar skrifaði grein í Fréttablaðið 5. september um þetta efni. Þar heldur hann því fram að trúin á heilsuspill- andi áhrif rakaskemmda og myglu í húsnæði sé sama eðlis og draugatrú og hafi leyst hana af hólmi hér á landi. Allt sé þetta bull og vitleysa, sem heltekið hafi þjóðina, en ekki aðrar þjóðir, og óþarfi að henda milljörðum í viðhald og viðgerðir á húsum sem svona sé ástatt um. Hann segir þetta að vísu með öðru orðalagi. Þrátt fyrir vandlega leit í læknis- fræðibókmenntum hafi hann ekki fundið sannanir fyrir því að myglu- sveppir í húsum vegi að heilsu manna. Alþjóða heilbrigðismála- stofnunin (WHO) hefur látið sig málið varða og dregur ekki í efa sam- bandið milli rakaskemmda og sjúk- dóma í öndunarfærum. Við eigum líka ágæta norræna rannsókn sem sýnir skaðleg áhrif raka í íbúðar- húsum á lungnastarfsemina (María Gunnbjörnsdóttir o.fl. Thorax 2006;61(3):221–225.). Þótt það séu ekki vísindi langar mig að segja sögu úr 40 ára reynslu- banka um tíu ára dreng. Hann hafði fengið einkenni um astma nokkru áður en hann kom til mín. Móður hans þótti þetta skrítið. Einni eða tveimur vikum áður en einkennin byrjuðu höfðu foreldrarnir keypt veggklæðningu, sem hlaðið var upp í stofunni og beið nú eftir smið. Það skyldi nú vera að drengurinn þyldi ekki útgufun úr spónlögðum viðnum? Foreldrarnir báru klæðn- inguna út í bílskúr við húsið og loft- uðu vel út í stofunni. Pilturinn hætti að finna fyrir astmanum. Móðir drengsins hugsaði sem svo að þetta væri kannski tilviljun og fór, þegar enginn vissi til, út í bílskúrinn, sótti eitt borð og laumaði undir rúmið hjá drengnum. Morguninn eftir vaknaði hann með astma. Þessi saga sýnir að fólk er mis- jafnt að upplagi og sumir þola mikið áreiti af pestarlofti þar sem aðrir þola miklu minna. Ég tel að í rakaskemmdu húsnæði geti losnað úr læðingi ertandi rokgjörn efni, þar með talin eiturefni frá myglu. Komið hefur fram að húsnæði velferðarráðuneytisins var rýmt um það leyti sem núverandi heil- brigðisráðherra kom til starfa. Í Morgunblaðinu var viðtal við líf- eindafræðing, sem starfað hefur við Landspítalann í 25 ár í hússkrifli sem dæmt er ónýtt vegna rakaskemmda. Hann er orðinn veikur vegna þess- ara aðstæðna, og nú er starfsfólkinu boðið að flytja í annað rakaskemmt húsnæði. Þetta virðist talsvert kald- ranaleg ráðstöfun á þeim tíma þegar ráðuneytið flýr rakaskemmdir. Ef yfirgefa þarf skip í sjávarháska er það skipstjórinn sem fer síðastur frá borði. Ráðherrann virðist ekki taka þessa reglu sér til fyrirmyndar. visir.is Lengri útgáfa af greininni er á Vísi. Enn um rakaskemmdir í húsnæði Skaðsemi myglu hefur verið þekkt hér á landi í hundruð ára, og orðið heysótt, sem tengist vinnu í mygluðu heyi, er þekkt í málinu frá því um aldamótin sextán hundruð. Í Morgunblaðinu var við­ tal við lífeindafræðing, sem starfað hefur við Land­ spítalann í 25 ár í hússkrifli sem dæmt er ónýtt vegna rakaskemmda. Hann er orðinn veikur vegna þessara aðstæðna, og nú er starfs­ fólkinu boðið að flytja í annað rakaskemmt húsnæði. Þetta virðist talsvert kald­ ranaleg ráðstöfun á þeim tíma þegar ráðuneytið flýr rakaskemmdir. Davíð Gíslason læknir, sér- fræðingur í lyflækningum og ofnæmis- sjúkdómum STAÐALBÚNAÐUR Í NISSAN PULSAR ACENTA ER MEÐAL ANNARS: LED dagljósabúnaður, NissanConnect upplýsingakerfi með 7" snertiskjá, íslenskt leiðsögukerfi og samþætting við snjallsíma fyrir Facebook og Google leit, Bluetooth handfrjáls síma- og hljómtækjabúnaður, leðurklætt stýri með aðgerðahnöppum, bakkmyndavél, aðalljós með birtuskynjun, upplýsingatölva með 5" litaskjá, sjálfvirkur regnskynjari á rúðuþurrkum, tvískipt sjálfvirk loftkæling, 16" álfelgur, lykillaust aðgengi og ræsing. VISIA DÍSIL EYÐSLA 3,6 L/100 KM* 2.850.000 KR. ACENTA DÍSIL EYÐSLA 3,6 L/100 KM* 3.050.000 KR. NISSAN PULSAR EINN BEST ÚTBÚNI BÍLLINN Í SÍNUM FLOKKI Þú færð EXTRA búnað á nýjan NISSAN ef þú pantar fyrir 30. september Þú færð EXTRA búnað á nýjan Pulsar að verðmæti 250.000 kr. Don't enlarge the this template. The size of this template can be reduced. BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 E N N E M M / S ÍA / N M 8 3 9 5 5 N is s a n P u ls a r 5 x 2 0 E X T R A s e p t *M ið að v ið u pp ge fn ar tö lu r f ra m le ið an da u m e ld sn ey tis no tk un í bl ön du ðu m a ks tr i. S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 13M i ð V i k u D A G u R 1 3 . S e p T e M B e R 2 0 1 7 1 3 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D B 9 -A 4 6 8 1 D B 9 -A 3 2 C 1 D B 9 -A 1 F 0 1 D B 9 -A 0 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 1 2 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.