Fréttablaðið - 13.09.2017, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 13.09.2017, Blaðsíða 30
Sjómaðurinn og athafna- maðurinn Hans Kristjánsson var upphafsmaður Sjóklæðagerðar- innar 66°N. MYND/ÚR EINKA- SAFNI FJÖLSKYLDU HANS Síður sjó- stakkur og sjó- hattur voru lengi vinnuklæðn- aður íslenskra sjómanna. Nútíminn um borð. Hér má sjá nýjustu útfærslur sjóklæðnaðar 66°N. MYND/KJARTAN HREINSSON Hans fór ungur til sjós og skynjaði að íslenskir sjómenn þyrftu dugandi sjóklæði í glímu sinni við óblíð náttúruöflin. Meðfram sjó- mennskunni fetaði hann sig áfram við gerð sjófatnaðar og árið 1924 hlaut Hans styrk frá Fiskifélagi Íslands til að nema sjóklæða- gerð í Noregi. Tveimur árum síðar stofnaði Hans Sjóklæðagerð Íslands í bakhúsi við Laugaveg 42, þar sem hann framleiddi sterkan og endingargóðan sjófatnað sem var að öllu leyti samkeppnisfær við innfluttan sjófatnað þess tíma. Á þeim tíma klæddust flestir sjómenn skósíðum sjóstökkum og báru sjóhatta. Við framleiðslu sjóhatta og sjóstakka notaði Hans í fyrstu olíuborna og þurrkaða dúka sem unnir voru í Skotlandi, en fljótlega var farið að olíubera dúkana hér heima. Léttari og meðfærilegri pólývínýl-efni, sem enn eru notuð í regnfatnað, komu til sögunnar eftir síðari heims- styrjöld og gjörbyltu framleiðslu sjófatnaðar. Árið 1929 stofnaði Hans hluta- félag um starfsemina. Gríðarleg breyting varð á framleiðslu fyrir- tækisins 1958 þegar fyrirtækið keypti hátíðnisuðuvél sem bræddi saman sauma á pvc-húðuðum Dugandi umhyggja í 91 ár Fyrir áræðni sjómannsins Hans Kristjánssonar frá Suðureyri við Súgandafjörð fengu íslenskir sjó- menn loks dugandi sjóklæðnað á 3. áratug síðustu aldar. Framtak Hans markaði upphaf 66°N. 2017 Hugmyndin þarf að vera framúrstefnuleg Hugmyndin þarf að vera raunhæf Frestur til að skila inn framúrstefnuhugmynd er 10. október 2017. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Sjávarútvegsráð stefn­ unnar www.sjavarutvegsradstefnan.is KALLAÐ ER EFTIR HUGMYNDUM SEM EFLA ÍSLENSKAN SJÁVARÚTVEG OG TENGDAR ATVINNUGREINAR Markmið samkeppninnar er að finna framsæknar og frumlegar hug­ myndir sem skapa umræðugrundvöll eða nýja hugsun í sjávar útveg­ inum. Við mat á hugmyndum verður m.a. litið til eftirfarandi þátta: Frumleika, virðisauka, sjálfbærni og ímyndar greinarinnar út á við Verðlaunaféð er kr. 500.000 en auk þess fá hugmyndirnar kynningu og sérstaka viðurkenningu á Sjávarútvegsráðstefnunni 16.­17. nóvember í Hörpu. Í umsókn þarf að lýsa hugmynd á hnitmiðaðan hátt, koma með tillögu að fram kvæmd og geta til um væntanlegan afrakstur og góð áhrif á ímynd íslenskra afurða (hámark 2 bls.). Skilyrðin eru tvö: Sjávarútvegsráðstefnunnar 2017 Svifaldan, verðlaunagripur Framúrstefnuhugmyndar Sjávarútvegsráðstefnunnar. Framúrstefnuhugmynd Aðal styrktaraðilar Sjávarútvegsráðstefnunnar 2017 efnum. Útflutningur á vörum fyrir- tækisins hófst 1984 og í lok níunda áratugarins hóf 66°N framleiðslu á flotvinnugöllum, sem kröfuharðir sjómenn kunnu vel að meta. Frá 1970 og næstu áratugi runnu mörg umsvifamestu fyrirtæki í fataiðn- aði á Íslandi inn í fyrirtækið, eins og Belgjagerðin, Verksmiðjan Max og Vinnufatagerð Íslands. Nafnið 66°N kom til sögunnar löngu síðar og á rætur að rekja til þess að Súgandafjörður stendur rétt sunnan við heimskautsbaug, á breiddargráðu 66°N. Sjóklæða- gerðin 66°N hefur frá upphafi verið brautryðjandi í framleiðslu sjóvinnufatnaðar og þjónað þörfum sjávarútvegsins, aukið öryggi íslenskra sjómanna og gert þeim vistina á hafinu bæri- legri. Hinn klassíski sjóstakkur, stíg vélasíður og stór um sig, með sjóhatt í stíl, hélt velli fram undir lok fimmta áratugarins en arftakar hans, sjóbuxurnar, anórakkarnir og jakkarnir eru enn í notkun, dag og nótt, á fiskimiðunum. 8 KYNNINGARBLAÐ 1 3 . S E p T E M B E R 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U RSJávARÚTvEGSSýNINGIN 2017 1 3 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D B 9 -A E 4 8 1 D B 9 -A D 0 C 1 D B 9 -A B D 0 1 D B 9 -A A 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 1 2 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.