Fréttablaðið - 13.09.2017, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 13.09.2017, Blaðsíða 14
Tæki Nýir pallahitarar frá Solamagic Hitarar fyrir pallinn, sólhúsið, svalirnar eða partítjaldið. Fáanlegir í hvítu, svörtu og títaníumlit. Hægt að fá þrífót til að hafa þá standandi. 1400, 2000 og 2500 W. Innfelldir eða utanáliggjandi. Nánari upplýsingar hjá sölumönnum. Rafbúnaðardeild Smith & Norland er opin alla virka daga frá kl. 8 til 17. 20% kynningarafsláttur. Pallahitarar frá Solamagic Tækifæri Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is A-riðill Man. Utd. - Basel 3-0 1-0 Maraoune Fellaini (35.), 2-0 Romelu Lukaku (53.), 3-0 Marcus Rashford (84.). Benfica - CSKA Moskva 1-2 B-riðill Celtic - PSG 0-5 B. München - Anderlecht 3-0 C-riðill Chelsea - Qarabag 6-0 1-0 Pedro Rodríguez (5.), 2-0 Davide Zappa- costa (30.), 3-0 Cesar Azpilicueta (55.), 4-0 Tiémoué Bakayoko (71.), 5-0 Michy Batshuayi (76.), 6-0 Maksim Medvedev, sjálfsmark (82.). Roma - Atl. Madrid 0-0 D-riðill Barcelona - Juventus 3-0 Olympiacos - Sporting 2-3 Nýjast Meistaradeild Evrópu Olís-deild kvenna Fram - Grótta 24-24 Markahæstar: Ragnheiður Júlíusdóttir 7, Þórey Rósa Stefánsdóttir 6, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 5/2 - Lovísa Thompson 6, Unnur Ómarsdóttir 5/1, Kristjana Björk Steinarsdóttir 5. Selfoss - Stjarnan 32-31 Markahæstar: Perla Ruth Albertsdóttir 10, Kristrún Steinþórsdóttir 9, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 4 - Brynhildur Kjartansdóttir 7, Rakel Dögg Bragadóttir 6. Í dag 18.15 Meistarad.messan Sport 18.40 Liverpool - Sevilla Sport 2 18.40 Spurs - Dortmund Sport 3 18.40 Feyenoord - M. City Sport 4 18.40 R. Madrid - APOEL Sport 5 20.45 Meistarad.mörkin Sport Magnaður Messi Óstöðvandi Lionel Messi fór mikinn og skoraði tvö mörk þegar Barce- lona vann Juventus, 3-0, í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi. Messi er kominn með átta mörk á tímabilinu. nORDiCPhOtOS/GEtty FótbOlti Alfreð Finnbogason er markahæsti leikmaður Bundes- ligunnar eftir þrjár umferðir með fjögur mörk. Ekki ónýtt í einni sterkustu deild í heimi en lands- liðsmaðurinn skoraði þrennu í 3-0 sigri Augsburg á Köln um helgina, hrjáður af flensu. „Ég tók þessa flensu með mér frá Íslandi og út,“ segir Alfreð sem var örlítið farinn að finna fyrir ein- kennum daginn sem Ísland mætti Úkraínu í undankeppni HM þriðju- daginn 5. september. „Á fimmtudeginum æfði ég eigin- lega ekkert og var bara mjög slapp- ur,“ segir framherjinn sem fór á fund læknisins. „Ég fékk góðan skammt af vítamínum og lyfjum, allt innan leyfilegra marka, og gat æft með liðinu á föstudaginn,“ segir Alfreð. Leikurinn var daginn eftir en hann var mjög mikilvægur, leikur tveggja liða á botni deildarinnar. „Ég var ekkert hrikalega vel stemmdur fyrir leikinn,“ segir Alfreð sem skoraði með skalla og úr víta- spyrnu í fyrri hálfleik áður en hann fullkomnaði þrennuna undir lokin með marki úr þröngri stöðu af stuttu færi. Mikið hefur verið gert úr þeirri staðreynd að þrenna Alfreðs hafi verið „fullkomin þrenna“. Mark með vinstri fæti, hægri fæti og höfði. Sjálf- ur var hann ekkert að spá í þetta fyrr en honum var bent á það eftir leik. „Það eru margar útgáfur af þessu. Til dæmis svokölluð þýsk þrenna þegar einhver skorar þrjú mörk í einum hálfleik og enginn annar skorar í millitíðinni.“ Með sigrinum komst Augsburg í fjögur stig í deildinni eftir þrjá leiki og skildi Köln eftir á botn- inum stigalaust. Augsburg var stigi frá fallsæti í lok leiktíðar í fyrra og þekkir því fallbaráttuna vel. „Augsburg hefur oftar en ekki byrjað deildina illa. Nokkrum sinn- um verið með mjög fá stig eftir sjö til átta leiki og með bakið upp við vegg. Þá er eins og einhvern veginn kvikni á þeim oft og tíðum.“ Hann bendir á að allir viti hvað góð byrjun geti gefið mikinn með- byr. Það gefi þjálfaranum ró og allir geti einbeitt sér betur á æfingum, áhyggjulausir. Alfreð er á sínu þriðja tímabili með Augsburg í Bundesligunni en hann kom til liðsins frá Real Soci- edad í febrúar í fyrra. Upphaflega að láni en var svo keyptur á 3,6 millj- ónir punda, andvirði, rúmlega hálfs milljarðs króna. Hann segir þýsku deildina yfir- leitt spilast eins. Þrjú til fjögur lið stingi af en svo muni bara sjö til átta stigum á liðinu í fimmta sæti og því í fimmtánda. Komist lið á góðan skrið sé mögulegt að stefna hærra. Deildin sé þó afar sterk í ár en forn- frægir klúbbar á borð við Stuttgart og Hannover 96 eru aftur á meðal þeirra bestu á kostnað minni liða sem féllu. „Þetta eru stærri félög með meiri peninga á milli handanna og miklar væntingar. Það verður ekkert auð- velt að halda sér í deildinni, sem er alltaf fyrsta markmiðið hjá Augs- burg.“ Það er ekki ónýtt að skoða lista yfir markahæstu menn í Bundes- ligunni eftir þrjár umferðir. Alfreð á toppnum með fjögur mörk og svo fylgja ekki minni spámenn en Robert Lewandowski hjá Bayern München og Timo Werner hjá Leip- zig sem orðaður er við Real Madrid og Liverpool þessa dagana. „Þetta er náttúrulega mjög verðug samkeppni, framherjar í heims- klassa. En ég ætla fyrst og fremst að njóta þess á meðan maður er þarna uppi. Maður setur sér samt alltaf háleit markmið fyrir tímabilið,“ segir Alfreð og svalar forvitni blaða- manns með því að útskýra nánar. „Ég hef alltaf skrifað markmiðin niður hjá mér. Kannski ekki upp á hvern einasta dag en viðmiðunar- punkta, og hvernig maður ætlar að ná þeim. Það er miklu mikilvægara. Ekki bara skrifa niður til að skrifa niður. Það hefur virkað mjög vel fyrir mig og eitthvað sem ég ætla ekki að breyta.“ kolbeinntumi@365.is Með markmiðin sín á hreinu Alfreð Finnbogason skoraði öll þrjú mörk Augsburg þegar liðið vann Köln um helgina. Hann er á sínu þriðja tímabili hjá Augsburg sem hefur byrjað betur en oft áður. Alfreð er alltaf með skýr markmið. Alfreð Finnbogason fagnar einu þriggja marka sinna gegn Köln. Íslenski lands- liðsmaðurinn hefur skorað fjögur mörk alls á tímabilinu. nORDiCPhOtOS/GEtty Ég hef alltaf skrifað markmiðin niður hjá mér. Kannski ekki upp á hvern einasta dag en viðmið- unarpunkta, og hvernig maður ætlar að ná þeim. Alfreð Finnbogason 1 3 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 m i Ð V i K U D A G U r14 s p O r t ∙ F r É t t A b l A Ð i Ð sport 1 3 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :1 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D B 9 -9 F 7 8 1 D B 9 -9 E 3 C 1 D B 9 -9 D 0 0 1 D B 9 -9 B C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 5 6 s _ 1 2 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.