Fréttablaðið - 27.09.2017, Qupperneq 14
markaðurinn
Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5000 | Fax 512 5301
Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is
Eignarhaldsfélagið Lindarhvoll, sem
heldur utan um stöðugleikaeignir
sem voru framseldar til ríkisins í
ársbyrjun 2016, keypti þjónustu af
lögmannsstofu Steinars Þórs Guð-
geirssonar, hæstaréttarlögmanns
og ráðgjafa Lindarhvols, fyrir sam-
tals um 39 milljónir án virðisauka-
skatts á síðustu átta mánuðum
ársins 2016.
Þetta kemur fram í nýbirtum árs-
reikningi Lindarhvols. Þar segir að
stjórn félagsins hafi gert samning
við lögmannsstofuna Íslög, sem er
í eigu Steinars Þórs, þann 28. apríl
2016 um að annast „þjónustu vegna
umsýslu, fullnustu og sölu, á þeim
stöðugleikaeignum sem voru umsjá
félagsins“. Samtals nam rekstrar-
kostnaður Lindarhvols 56,5 millj-
ónum í fyrra.
Steinar Þór, sem var formaður
skilanefndar slitabús Kaupþings á
árunum 2008 til 2012, hefur meðal
annars haft það hlutverk að gæta
hagsmuna íslenska ríkisins við sölu-
ferli á hlut Kaupþings í Arion banka
á undanförnum misserum. Þannig
situr Steinar, sem sérstakur eftirlits-
maður fyrir hönd stjórnvalda, alla
fundi stjórnar Kaupþings þar sem
söluferli bankans er til umræðu.
Þá hefur Steinar einnig átt sæti í
stjórnum fjölmargra félaga sem
voru framseld til Lindarhvols sem
hluti af stöðugleikaframlagi gömlu
bankanna.
Við upphaf starfsemi Lindarhvols
nam bókfært virði stöðugleika-
eigna ríflega 162 milljörðum en
helmingur þeirra eigna var skulda-
bréf útgefið af Kaupþingi til íslenska
ríkisins. Í greinargerð um starfsemi
Lindarhvols, sem fjármála- og efna-
hagsráðuneytið sendi frá sér í síð-
ustu viku, kom fram að frá framsali
stöðugleikaeigna og fram til ágúst-
loka 2017 hafa greiðslur inn á stöð-
ugleikareikning ríkissjóðs, ásamt
greiðslum inn á reikninga dóttur-
félaga, numið samtals um 140 millj-
örðum. Enn eru umtalsverðar eignir
í umsýslu Lindarhvols, að stærstum
hluta lánaeignir, en áætlað er að
unnt verði að slíta starfsemi félags-
ins á fyrri hluta næsta árs. – hae
Steinar fékk 39 milljónir frá Lindarhvoli
Steinar Þór Guðgeirsson, ráðgjafi
Lindarhvols.
Frá framsali stöðug
leikaeigna til Lindarhvols í
upphafi árs 2016 og fram til
ágústloka á þessu ári hafa
greiðslur inn á stöðugleika
reikning ríkissjóðs, ásamt
greiðslum inn á reikninga
dótturfélaga, numið samtals
um 140 milljörðum króna.
Hópur fjárfesta hefur lagt íslenska
hugbúnaðarfyrirtækinu Teatime til
jafnvirði um 200 milljónir króna.
Index Ventures, alþjóðlegur fjár-
festingarsjóður, sem fjárfesti meðal
annars í Facebook, Skype, Candy
Crush og Clash of Clans, leiðir fjár-
festinguna.
Teatime, sem var stofnað í sumar
af stofnendum og fyrrverandi lykil-
starfsmönnum Plain Vanilla, hyggst
þróa tölvuleiki fyrir farsíma sem
tengja fólk saman í rauntíma á áður
óþekktan hátt.
Um er að ræða eina stærstu frum-
fjárfestingu í hugbúnaðarfyrirtæki
hér á landi, en Teatime var aðeins
formlega stofnað fyrir þremur mán-
uðum.
„Það er ótrúlega gaman að vera
kominn aftur af stað. Ég held að við
séum með vöru sem hefur ótrúlega
mikla möguleika,“ segir Þorsteinn
Baldur Friðriksson, einn stofnend-
anna.
Guzman Diaz, yfirmaður leikja-
fjárfestinga Index Ventures, segir
að í tækni Teatime felist tækifæri
til þess að koma með algerlega nýja
hugmynd á markað. Index Vent-
ures leiðir fjárfestahópinn með um
75 milljónir króna en alls leggja
fjárfestarnir jafnvirði um 200
milljóna króna til stofnunar
Teatime.
Stofnendur Teatime eru
þeir Þorsteinn Baldur, Ýmir
Örn Finnbogason, Gunn-
ar Hólmsteinn Guðmunds-
son og Jóhann Þorvaldur
Bergþórsson en allir
voru þeir, eins og
áður sagði, stjórn-
endur hjá Plain
Vanilla sem gaf
ú t Q u i z U p -
spurningaleikinn
vinsæla.
Í f j á r f e st a -
h ó p n u m e r u
margir sömu
f j á r f e s t a r n i r
og komu að
Plain Vanilla
og Quiz Up. Þar
má nefna David
Wa l l e r s t e i n ,
forstjóra Ten-
cent í Banda-
r í k j u n u m ,
sjöunda stærsta
fyrirtækis heims
miðað við mark-
aðsvirði. Fyrir-
tækið á mörg stór tæknifyrirtæki
í Kína og var jafnframt á meðal
stærstu fjárfesta í leigubílaþjónust-
unni Uber og bílaframleiðandanum
Tesla. Einnig eru á meðal fjárfesta
Davíð Helgason, stofnandi Unity,
og íslenski fjárfestingarsjóðurinn
Investa auk annarra.
Þorsteinn Baldur segir hlutina
hafa gerst hratt í sumar. „Eftir að
QuizUp var selt til Bandaríkjanna
í byrjun þessa árs tók við kær-
komið frí, en eftir nokkra mánuði
fann maður að löngunin til þess að
skapa eitthvað nýtt var orðin sterk.
Það var svo í sumar sem fjórir af
fyrrverandi stjórnendum Plain Van-
illa hittust og úr varð ný hugmynd
sem við urðum strax mjög spenntir
fyrir. Við ákváðum því að stofna nýtt
fyrirtæki og byrjuðum að bera hug-
myndina undir ýmsa fjárfesta sem
við þekktum og höfðu verið með
okkur í Plain Vanilla.
Móttökurnar voru vægast sagt
góðar og ég er ótrúlega þakklátur
fyrir þá trú sem fjárfestarnir hafa
haft á hugmyndinni og það traust
sem þeir sýna teyminu okkar.“
Það að safna svo miklu fjármagni
strax við stofnun hjálpi þeim að
vinna hraðar í átt að mark-
miðinu, sem sé að bylta því
hvernig fólk spilar farsíma-
leiki.
Aðspurður segir Þor-
steinn næstu skref að
stækka félagið og ráða
hæfileikaríkt fólk til starfa.
„Við erum komnir með
fjármagn sem gerir
okkur kleift að
hraða þróun-
inni á fyrstu
útgáfu Tea-
time. Við
getum von-
andi aðeins
s v i p t
hulunni af
v ö r u n n i
fyrir jól.
Þ a ð e r
planið.“
– kij
Fjárfesta 200 milljónir í næstu
hugmynd stofnenda Plain Vanilla
Þorsteinn
Baldur Frið-
riksson, einn
stofnenda
Teatime
– Tengir þig við framtíðina!
Sjónvarpsdreifikerfi
fyrir hótel, gistiheimili og skip.
Auðbrekku 3 • Kópavogur • s. 564 1660
oreind@oreind.is • www.oreind.is
Breski vogunarsjóðurinn Attestor
Capital hefur bætt við sig tæplega
hálfs prósents eignarhlut í Arion
banka fyrir rúmlega 800 millj-
ónir króna en seljandi bréfanna
var Kaupþing. Sjóðurinn nýtti sér
lítinn hluta kaupréttar sem hann
átti í bankanum en eftir kaupin á
Attestor Capital rúmlega 10,4 pró-
senta hlut í Arion banka. Kaup
vogunarsjóðsins voru gerð daginn
áður en kauprétturinn rann út um
miðjan þennan mánuð, samkvæmt
heimildum Markaðarins.
Attestor Capital og Goldman
Sachs, en bæði sjóðurinn og banda-
ríski fjárfestingarbankinn fara nú
með atkvæðarétt í Arion banka,
eiga í dag samanlagt um 13,01 pró-
sents hlut í bankanum. Kaup Att-
estor Capital á um 0,44 prósenta
hlut til viðbótar í Arion banka
voru gerð í því skyni, samkvæmt
heimildum Markaðarins, að vog-
unarsjóðurinn og Goldman Sachs
ættu í sameiningu lítillega stærri
hlut í bankanum en Bankasýsla
ríkisins. Stofnunin heldur á 13 pró-
senta hlut í Arion banka fyrir hönd
íslenska ríkisins.
Fjármálaeftirlitið (FME) komst
nýlega að þeirri ákvörðun að Att-
estor Capital og tengdir aðilar væru
hæfir til að fara með virkan eignar-
hlut í Arion banka en í kjölfarið fékk
sjóðurinn atkvæðarétt í samræmi
við hlutafjáreign sína í bankanum.
Í lok síðustu viku komst FME að
sömu niðurstöðu í tilfelli vogunar-
sjóðsins Taconic Capital og Kaup-
þings með þeirri undantekningu að
sú ákvörðun tekur ekki gildi fyrr en
Arion banki verður skráður á hluta-
bréfamarkað. Fram að því munu
hvorki bandaríski sjóðurinn né
Kaupþing fara beint með atkvæða-
rétt í bankanum heldur verður hann
í höndum Kaupskila, dótturfélags
Kaupþings.
Samkvæmt ákvörðun FME teljast
Taconic og Kaupþing vera í sam-
starfi í skilningi laga um fjármála-
fyrirtæki. Vogunarsjóðurinn er
langsamlega stærsti einstaki hlut-
hafi Kaupþings með rúmlega 40
prósenta hlut en í gegnum dóttur-
félag sitt á Kaupþing um 57,4 pró-
sent í Arion banka. Taconic eignað-
ist sem kunnugt er fyrr á árinu 9,99
prósenta hlut í Arion banka og á því
samanlangt – beint og óbeint – lið-
lega þriðjungshlut í bankanum.
Þegar vogunarsjóðirnir þrír –
Attestor, Taconic og Och-Ziff Capi-
tal – ásamt Goldman Sachs keyptu
samtals rúmlega 29 prósenta hlut
af Kaupþingi í Arion banka í mars
á þessu ári fyrir 49 milljarða var
einnig um það samið að fjárfesta-
hópurinn hefði kauprétt að um
22 prósenta hlut til viðbótar. Sá
kaupréttur rann út 19. septem-
ber án þess að nokkur fjárfestanna
nýtti sér hann fyrir utan Attestor en
sjóðurinn ákvað sem fyrr segir að
bæta aðeins við sig 0,44 prósentum
í bankanum. Kauprétturinn var á
hærra gengi en sjóðirnir og Gold-
man keyptu hlut sinn á fyrr á árinu
sem var á genginu 0,81 miðað við
bókfært eigið fé í lok þriðja fjórð-
ungs 2016. Samkvæmt heimildum
Markaðarins þurfti Attestor því að
greiða rúmlega 800 milljónir króna
fyrir tæplega hálfs prósents hlut í
Arion banka en eigið fé bankans
var liðlega 222 milljarðar í lok júní
á þessu ári.
Ekkert verður af fyrirhuguðu
útboði og skráningu Arion banka
á þessu ári, eins og Markaðurinn
greindi fyrst frá síðastliðinn mið-
vikudag, vegna stjórnarslita og boð-
aðra kosninga til Alþingis í næsta
mánuði. Kaupþing staðfesti þetta
í tilkynningu sem félagið sendi frá
sér í lok síðustu viku. Stefnir Kaup-
þing nú að því að losa um hlut sinn
í bankanum í gegnum opið hluta-
fjárútboð á fyrsta fjórðungi næsta
árs þegar væntingar eru um að ný
ríkisstjórn hafi tekið til starfa eftir
kosningar. hordur@frettabladid.is
Attestor eykur við hlut
sinn fyrir 800 milljónir
Vogunarsjóður nýtti sér kauprétt og bætti við sig 0,44 prósenta hlut. Kaupin
gerð svo Attestor Capital og Goldman Sachs færu sameiginlega með meiri at-
kvæðarétt í Arion banka en sem nemur 13 prósenta hlut Bankasýslu ríkisins.
Hluthafar Arion banka
Kaupskil 57,4%
Bankasýslan 13%
Attestor 10,4%
Taconic 9,99%
Och-Ziff 6,6%
Goldman 2,6%
Hlutafjárboð og skráning Arion frestast fram á næsta ár. FréTTABLAðið/STeFán
2 7 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 m I Ð V I K u D a g u r2 markaðurinn
2
7
-0
9
-2
0
1
7
0
4
:3
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
D
B
-8
C
8
8
1
D
D
B
-8
B
4
C
1
D
D
B
-8
A
1
0
1
D
D
B
-8
8
D
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
5
6
s
_
2
6
_
9
_
2
0
1
7
C
M
Y
K