Fréttablaðið - 27.09.2017, Page 21

Fréttablaðið - 27.09.2017, Page 21
bara það sem ég þarf að læra ef mig langar að gera eitthvað,“ segir hún en flestar sínar hugmyndir segist hún fá hjá sjálfri sér. „Ég bara sé fyrir mér hvernig hlutirnir eiga að vera.“ Gert upp á hagkvæman hátt Elsa og Þórður keyptu húsið sitt við Ásbúð í Garðabæ í febrúar og fluttu inn í byrjun maí. Tímann þar á milli nýttu þau til að láta mála, skipta um einhver gólfefni og laga það sem nauðsynlega þurfti að laga. Í sumar hafa þau haldið áfram að koma sér fyrir og eru nú orðin nokkuð sátt við árangurinn. Eldhúsið fékk hvað mesta yfir- halningu en þó án þess að skipta um skápa. „Okkur langaði að gera eitthvað flott án þess að það kostaði of mikið enda langar okkur síðar meir að opna eldhúsið inn í stofu sem verður meiri framkvæmd,“ segir Elsa en þau máluðu innrétt- inguna svarta, tóku niður efri skápa, settu nýjar borðplötur, höldur, vask og tæki. „Fólk trúir því ekki að þetta sé gamla innréttingin.“ Skipt var um gólfefni í svefnher- bergjum og skipt um hurðir. Stofan var aðeins máluð en svo hefur Elsa dundað sér við að raða saman fal- legum hlutum, gömlum og nýjum. „Ég hef gaman af því að blanda saman nýju og gömlu,“ segir hún og tekur sem dæmi fallegan sófa. „Þennan keyptum við notaðan, lökkuðum viðinn svartan og létum yfirdekkja með svörtu leðri.“ Hannaði herbergið 12 ára Saman eiga þau Þórður tvær dætur, þriggja ára og níu mánaða, og fyrir átti Elsa dóttur, Laufeyju Líf, 12 ára, sem hefur erft næmt auga móður sinnar. „Hún hefur mjög sterkar skoðanir á hvernig hlutirnir eigi að vera í herberginu hennar. Hún útbjó lista yfir hvernig hún vildi skipuleggja það, valdi liti, húsgögn og skraut og ég fékk engu að ráða,“ segir Elsa og hlær. Hún er afar stolt af dótturinni enda útkoman afar flott. Sérleikherbergi er snilld Tvær yngri dæturnar deila svefnher- bergi. „Þar var markmiðið að hafa allt sem krúttlegast og prinsessuleg- ast. Ég vildi hafa smá ævintýraþema og fékk því málarann til að útbúa fjöll með snjó á veggina,“ segir Elsa en barnaherbergin eru tvö, í öðru er sofið en í hinu leikið. „Þetta er sniðugt fyrirkomulag því þá er alltaf fínt í svefnherberginu og ekki verið að leika sér eins mikið uppi í rúmi.“ Skemmtilegt eilífðarverkefni Þó ýmislegt sé búið að framkvæma er margt eftir. „Nú er verið að mála húsið að utan. Næsta sumar skiptum við um þakkant og tökum garðinn í gegn hjá okkur. Svo langar mig að taka svefnherbergið mitt í gegn og skipta um teppi á stigapalli. Verkefnin eru endalaus en maður verður að forgangsraða,“ segir Elsa sem hlakkar til að takast á við þetta skemmtilega eilífðarverkefni. KLÆDDU ÞIG UPP FYRIR VETURINN YFIRHAFNIR - PEYSUR - KULDASKÓR Svefnherbergi yngri stelpnanna er ævintýralegt. Skreytingar á veggjum minna á snæviþakin fjöll en bleikir prinsessulitir ráða ríkjum. Litlu stelpurnar eru með sérleikherbergi þar sem þær geta ruslað til eins og þær vilja. Heimasætan Laufey Líf 12 ára hannaði sjálf herbergið sitt. Eldhússkáparnir eru gamlir en voru málaðir svartir. Höldurnar eru nýjar líkt og tækin og borðplatan. Elsa hefur gaman af því að finna skrautmuni sem passa vel inn í rýmið. Prinsessur og ævintýri fá sinn sess í barnaher- bergjunum. FÓLK KYNNINGARBLAÐ 5 M I ÐV I KU DAG U R 2 7 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 2 7 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D D B -B D E 8 1 D D B -B C A C 1 D D B -B B 7 0 1 D D B -B A 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.