Fréttablaðið - 27.09.2017, Side 42

Fréttablaðið - 27.09.2017, Side 42
Olíuverð hækkar á nýSkotsilfur Áhrif nýrra tæknilausna á fjármálamarkaði eru mikil og fyrirtæki sem nýta sér svokallaða fjártækni og trygginga- tækni (e. Fintech, Insurtech) veita nú hefðbundnum bönkum og fjár- málafyrirtækjum samkeppni þegar kemur að lánastarfsemi, verðbréfa- viðskiptum og tryggingaþjónustu. Margir spá að straumhvörf séu fram undan vegna þessarar þróunar og fjármálakerfið muni taka stakka- skiptum á næstu árum. Þróunin er knúin áfram af fyrir- tækjum sem nýta sér tækni á borð við bálkakeðjur (e. blockchain) og aðra umbreytingatækni til að svara kalli um aðgengilegri og hraðari þjónustu frá hinum stafrænu kyn- slóðum. Þetta eru sjaldnast fjár- málafyrirtæki í lagalegum skilningi og fæst því eftirlitsskyld: samt sem áður bjóða þau oft á tíðum sömu þjónustu og eiginleg fjármálafyrir- tæki og eru í beinni samkeppni við þau. Samkeppni og skilvirkni Grundvallarhlutverk fjármála- fyrirtækja er að sinna miðlunar- hlutverki í hagkerfinu: umbreyta sparnaði í fjárfestingu og dreifa áhættu. Sú staðreynd að fjárfest hefur verið í fjártæknifyrirtækj- um fyrir meira en 100 milljarða Bandaríkjadala á undanförnum árum bendir sterklega til að þessu grundvallarhlutverki verði ekki eingöngu sinnt af bönkum, verð- bréfafyrirtækjum og -sjóðum og tryggingafélögum í framtíðinni. Þeirri þróun ber að fagna, enda mun hún að öllum líkindum gera fjármálamarkað skilvirkari, lækka viðskiptakostnað og auka hagræði fyrir viðskiptavinina. Hefðbundin fjármálafyrirtæki taka virkan þátt í þessari þróun og eiga annaðhvort í samstarfi við fjártæknifyrirtæki og/eða eru að þróast sem slík sjálf. En það er kostnaðarsamt. Talið er að evrópskir bankar muni verja um 50 milljörðum dala í nýja fjárfest- ingu í upplýsingatækni til að laga sig að samkeppni úr nýjum áttum. Þjónusta þvert á landamæri Vísbendingar eru um að fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins geri sér grein fyrir að fjártækni muni umbreyta hinum sameigin- lega markaði og að nauðsynlegt sé að gera bönkum kleift að nýta sér þau tækifæri sem hún kemur til með að skapa, til dæmis þegar kemur að auknu aðgengi fólks að fjármálaþjónustu þvert á landa- mæri. Það kunni að vera nauð- synleg forsenda þess að markmið ESB um sameiginlegan fjármagns- markað náist (e. Capital Markets Union). Þannig hefur framkvæmdastjórn- in tekið til skoðunar breytingar á reglum í þá veru að kaup fjár- málafyrirtækja á hugbúnaði skil- greinist sem fjárfesting fremur en rekstrarkostnaður. Um helmingur kostnaðar evrópskra banka vegna upplýsingatækni er tilkominn vegna kaupa á hugbúnaði og slík breyting myndi leiða til þess að fjár- binding þeirra myndi minnka um 20 milljarða evra á ári hverju. Slík breyting myndi efla samkeppni á fjármálamarkaði enn frekar og gera fjármálafyrirtæki betur í stakk búin til að nýta möguleika fjármálatækn- innar neytendum til hagsbóta. Þá er einnig rætt um að endur- skoða þurfi reglur um breytileg starfskjör. Engar takmarkanir eru á slíkum greiðslum hjá starfsmönn- um fjártæknifyrirtækja á meðan strangar reglur gilda um slíkt hjá fjármálafyrirtækjum. Framtíðarskipan fjármálakerfisins Miklar breytingar eru að eiga sér stað á fjármálamarkaði og vafalaust verður þróunin það hröð að umhverfi fjármálaþjónustu taki stakkaskiptum næsta áratuginn. Íslensk fjármála- fyrirtæki starfa á hinum sameiginlega evrópska markaði og þessar breyting- ar munu einnig hafa mikil áhrif hér á landi. Framtíðarskipan fjármála- kerfisins er reglulega rædd á hinum pólitíska vettvangi. Það er ekki síst tilkomið vegna þeirrar staðreyndar að umsvif ríkisins á fjármálamark- aði hér á landi eru verulega mikil í hinu evrópska samhengi. En það er ekki nóg að ræða einungis um stærð eignarhluta ríkisins til framtíðar litið. Þessi umræða verður að byggja á grunni þeirra breytinga sem eru að eiga sér stað á fjármálamörkuðum og leitast verður við að svara spurn- ingum um; hvað þurfi að gera til þess að íslensk fjármálafyrirtæki fullnýti þau tækifæri sem eru að skapast með örum tæknibreytingum og íslenskir neytendur fái þannig aðgang að hagkvæmari fjármálaþjónustu sem þessar breytingar geta leitt af sér. Stafræn straumhvörf Heimsmarkaðsverð á olíu hefur um þessar mundir ekki verið hærra í liðlega tvö ár. Aukin eftirspurn og áhyggjur fjárfesta af þróun alþjóða- stjórnmála skýra hækkanirnar að mati greinenda, en auk þess eru vísbendingar um að áhrifa af samkomulagi ríkja innan OPEC, samtaka stærstu olíuframleiðsluríkja heims, um að draga úr framleiðslu sé farið að gæta í verði. Búast má við frekari verðhækkunum. Fréttablaðið/EPa Umheimurinn er að fara í gegnum eitt magnaðasta og hraðasta breyt- ingaskeið sögunnar. Nýsköpun og tækni eru og verða lykilorð þessa umbreytingatímabils. Í þessu sam- hengi er oft talað um fjórðu iðn- byltinguna sem mun bylta vinnu- markaðnum eins og við þekkjum hann á komandi árum. Stór hluti þeirra starfa sem við þekkjum í dag mun breytast, jafnvel hverfa, og ný störf verða til. Tækifærin sem munu skapast við þessa umbreytingu eru mikil, en erum við sem samfélag tilbúin til að takast á við þessa áskorun? Við þessi tímamót sannast hið fornkveðna að „mennt er máttur“. Í menntun felast tækifæri til að bregðast við hinu óþekkta og skapa ný tækifæri. Menntun í tækni og nýsköpun þarf að færast ofar á for- gangslistann á öllum menntastig- um og áhugavert væri að sjá meira samstarf og gegnsæi á milli ólíkra menntastiga. Forskot sem skiptir sköpum Nýsköpun felst í hnotskurn í að skapa eitthvað nýtt eða endurbæta eitthvað sem þegar er til staðar. Á þetta jafnt við menntastofn- anir og atvinnulífið í heild. Geta skipulagsheilda til nýsköpunar er mikilvægt samkeppnisforskot og skiptir sköpum í því hvort fyrirtæki og stofnanir lifi af í síbreytilegu umhverfi. Þverfagleiki, sköpunar- gleði og hæfni til að starfa í teymi með ólíkum einstaklingum eru jafnframt veigamikil atriði í þessu samhengi. Mikilvægt er að áhersla á tækni og nýsköpun verði samofin í menntakerfið frá upphafi skóla- göngu og í gegnum allt lífið. Lærdómur og skapandi hugsun ætti að verða lífsstíll, eitthvað sem endar aldrei þannig að við séum sífellt í stakk búin til þess að aðlagast breyttu umhverfi og takast á við nýjar áskoranir í lífi og starfi. Umheimur á hröðu breytingaskeiði Guðmunda Smáradóttir formaður Opna háskólans í HR og FKA-félags- kona Menntun í tækni og nýsköpun þarf að færast ofar á forgangslistann á öllum menntastigum og áhugavert væri að sjá meira samstarf og gegnsæi á milli ólíkra menntastiga. Katrín Júlíusdóttir framkvæmda- stjóri Samtaka fjármálafyrir- tækja Stokkað upp Sigurður Hannes- son var ekki lengi að láta til sín taka hjá Samtökum iðnaðarins (SI). Tæplega tveimur mán- uðum eftir að Sigurður tók við starfi framkvæmdastjóra hefur hann hrundið af stað verulegum skipulags- og áherslubreytingum í starfsemi samtakanna. Allir sem til þekkja vita að þær voru nauð- synlegar – og þó fyrr hefði verið. Breytingar hafa orðið á starfsliði SI vegna þessa og talsvert af nýju fólki mun bætast við á næstunni í stað þeirra sem eru á útleið. Með þessu þykir Sigurður hafa sýnt að hann muni láta verkin tala og ekki veigra sér við að taka erfiðar ákvarðanir í því skyni að styrkja samtökin. Minnka hlut sinn Litlar breyt- ingar urðu á hluthafa- hópi Kviku eftir að hlutafé bankans var aukið um daginn. Eignarhaldsfélagið Brimgarðar, sem er í eigu Guðnýjar, Eggerts, Halldórs og Gunnars Þórs Gísla- barna, minnkaði hlut sinn í bank- anum úr 5 í 4,12 prósent, en fyrr í sumar seldi félagið 3,3 prósenta hlut til Hjörleifs Jakobssonar, fjárfestis og fyrrverandi stjórnar- manns í Kaupþingi. Þá bætti VÍS lítillega við hlut sinn í bankanum og á nú 25,11 prósenta hlut og er sem fyrr stærsti hluthafi Kviku. Eftirlitsstjórnvöld lögðu nýverið blessun sína yfir kaup Kviku á Virðingu. Ekki norður Steve Pappas, aðstoðarfor- stjóri Costco í Evrópu, þvertók fyrir það á fjármálaþingi Íslands- banka í gær að heildsölurisinn hefði hug á því að opna verslun á Akureyri. Þrálátur orðrómur hefur verið uppi síðustu vikur um að Costco sé að íhuga að opna versl- un nyrðra og var Pappas sérstak- lega spurður út í þennan orðróm. Hann tók fram að markaðurinn á Akureyri væri afar smár í sniðum og eins og sakir stæðu væru afar litlar líkur á því að Costco legði leið sína þangað. Fyrirtækið myndi frekar skoða aðrar leiðir til þess að koma vörum sínum til Akureyrar. 2 7 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 m I Ð V I K U D A G U r6 Markaðurinn 2 7 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D D B -8 2 A 8 1 D D B -8 1 6 C 1 D D B -8 0 3 0 1 D D B -7 E F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.