Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.2015, Page 15

Skinfaxi - 01.11.2015, Page 15
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 15 „Við vissum að við ættum möguleika“ „Við stelpurnar bjuggumst ekki við að sigra en stefndum hins vegar að því að komast á verðlaunapall. Við vissum að við ættum möguleika en draumamarkmiðið var samt innst inni fyrsta sætið. Við vorum ekkert að ræða þetta okkar á milli en ég fann samt á fólki í kringum okkur að við myndum jafnvel fara alla leið. Þegar upp var staðið kom þessi sigur mér verulega á óvart, hann var æðis- legur og ofsalega sætur. Þetta verður svo skemmtilegt þegar að maður var ekkert far- inn að búast við þessu,“ sagði Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði Norðurlandameistara Stjörnunnar, í samtali við Skinfaxa. „Nánast allur tími er lagður undir“ Andrea Sif sagði gríðarlega vinnu að baki svona árangri. Nánast allur tími er lagður undir til að ná þessum árangri en það er þess virði þegar þú stendur á efsta palli sem sigurvegari. „Þetta eru fórnir en þú átt valið. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt í boði sem þú verður að hafna til að komast á æfingu. Það eru allir mjög sáttir eftir á og finnst það þess virði að hafa lagt þetta allt á sig. Þetta sýnir okkur að ef þú fórnar einhverju ertu að fá eitthvað betra í staðinn. Við stelpurnar höf- um aldrei æft jafnt stíft fyrir mót og þetta. Allir virkir dagar vikunnar voru undirlagðir og allar helgar fyrir æfingar, aukaæfingar og hópefli. Það var bara lagt gífurlega á sig til að ná þessum árangri. Það var alveg þess virði,“ sagði Andrea Sif Pétursdóttir. Vikufrí var gefið eftir mótið en verkefnin eru næg fram undan. Nokkur mót eru á dag- skrá í vetur og fram á vorið. Næsta mót á erlendum vettvangi hjá nýkrýndum Norður- landameisturum er Evrópumót í október á næsta ári.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.