Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.2015, Qupperneq 28

Skinfaxi - 01.11.2015, Qupperneq 28
28 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands S igríður Dóra Sigurgeirsdóttir tók nýver-ið við tómstundastarfinu hjá UMSB af Sigurði Guðmundssyni. Sigga Dóra er ekki ókunnug þessum málaflokki en hún hef- ur meðal annars starfað í félagsmiðstöðinni Óðali, Mími ungmennahúsi og vinnuskóla Borgarbyggðar. Einnig skipulagði hún og stýrði sumarfjöri fyrir börn í 1.–7. bekk í Borgarnesi sumarið 2014. Sigga Dóra hefur lokið einu ári í tómstunda- og flagsmála- fræði við HÍ. Hún er með BA-gráðu í félags- ráðgjöf og er í mastersnámi í sálfræði í upp- eldis- og menntavísindum með áherslu á áhættuhegðun, forvarnir og lífssýn, auk þess sem hún hefur setið í ýmsum stjórnum og tekið virkan þátt í félagsstörfum undanfarin ár. „Ég er mjög spennt og hlakka mikið til að takast á við þetta nýja starf. Ég hef alltaf verið með annan fótinn í ungmennafélagsstarfinu. Ég hef unnið á frístundaheimili, unnið með öldruðum og vonandi kemur reynsla mín að góðum notum í nýja starfinu. Fyrstu skref mín verða að heimsækja staði og kynnast fólkinu og sjá hvað er að gerast og taka stöðuna í framhaldinu. Svo er Unglingalandsmót í Borgarnesi fram undan og ég kem örugg- lega til með að hjálpa eitthvað til í kringum það. Það eru bara skemmtilegir tímar sem bíða manns,“ sagði Sigríður Dóra. E lísabet Kristín Kristmundsdóttir hóf störf sem fram-kvæmdastjóri Héraðssambands Strandamanna í lok október sl. og mun gegna starfinu til 15. ágúst 2016 að minnsta kosti. Elísabet tekur við því starfi sem tómstunda- fulltrúi Strandabyggðar gegndi áður samkvæmt sérstökum samningi milli HSS og Strandabyggðar sem rann út um ára- mótin 2014 og 2015. Elísabet starfar einnig sem stuðningsfulltrúi við Grunnskól- ann á Hólmavík og er ennfremur þjálfari hjá Umf. Geislanum á Hólmavík sem býður upp á knattspyrnu, frjálsar íþróttir, körfubolta og íþróttaskóla fyrir 1.–4. bekk. „Mér líst vel á starfið og sýnist að ég muni hafa alveg nóg fyrir stafni. Það er skrítið að koma inn alveg ný manneskja í svona rótgróið samfélag en ég er uppalinn Húnvetningur. Ég keppti á ungmennafélagsmótum heima fyrir þegar ég var yngri og svo einnig í knattspyrnu. Nú er kominn snjór og fólk byrjað að fara til fjalla en er búið að byggja upp skíðaskála sem heldur betur var komin þörf á. Það er mikil spenna hjá börnum og full- orðnum að geta farið að nýta sér þessar aðstæður. Við tökum virkan þátt í SamVest og krakkar héðan eru virkilega duglegir að taka þátt í mótum sem í boði eru,“ sagði Elísabet Kristín. VERIÐ VELKOMIN! Á vefnum www.vjp.is má finna allar helstu upplýsingar um Vatnajökulsþjóðgarð PO RT h ön nu n Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir nýr tómstundafulltrúi UMSB: Mjög spennt og hlakka mikið til að takast á við starfið Mér líst vel á starfið Elísabet Kristín Kristmundsdóttir. Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir, tómstundafulltrúi UMSB, ásamt fjölskyldu sinni. Gísli Steinar Jóhannesson, nýr framkvæmdastjóri USVS: Mikið af tækifærum hér á svæðinu G ísli Steinar Jóhannesson var ráðinn framkvæmdastjóri Ungmenna-sambands Vestur-Skaftafellssýslu, USVS, nú á haust- dögum. Gísli Steinar tekur við starfinu af Birgi Erni Sigurðssyni. „Ég er tekinn við starfi sem mér líst vel á og er spennandi. Það er mikið af tækifærum hér á svæðinu og vonandi tekst okk- ur að gera starfið enn betra. Ég er smám saman að koma mér betur inn í hlutina en mér líst vel á framhaldið,“ sagði Gísli Steinn. Gísli Steinn Jóhanns- son, framkvæmda- stjóri USVS. Elísabet Kristín Kristmundsdóttir nýr framkvæmdastjóri HSS:

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.