Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2015, Síða 39

Skinfaxi - 01.11.2015, Síða 39
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 39 Sagnagarður Landgræðslunnar Saga landgræðslu í máli og myndum. Fróðleg og lifandi fræðsla um gróðursögu, landeyðingu og endurheimt landgæða á Íslandi. Upplýsingar um opnunartíma í síma 488-3000 og á land.is Landgræðsla ríkisins V ígsla á nýju fimleikahúsi Fjölnis við Egilshöllina í Grafarvogi fór fram 31. október sl. Húsið er hið glæsilegasta, fullbúið áhöldum fyrir áhaldafim- leika og hópfimleika. Tilkoma nýja fimleika- hússins mun stuðla að enn frekari uppbygg- ingu félagsins og því óhætt að segja að fram- tíðin sé bjöt fyrir fimleikaleikadeild Fjölnis. Fjölmenni var við vígsluna og mikil stemning. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var við- staddur vígslu fimleikahússins sem er í eigu fasteignafélagins Regins hf. en Reykjavíkur- borg leigir aðstöðuna fyrir Fjölni. Aðstaðan í húsinu er frábær og fylltu Grafarvogsbúar húsið ásamt dugmiklu fimleikafólki Fjölnis. Um 700 börn og ungmenni stunda fim- leika hjá fimleikadeild Fjölnis. Húsið er um 2.300 m2 að stærð. Hófst bygging þess 2014 og var það því rúmlega eitt ár í byggingu. „Með tilkomu þessa húss verður algjör bylting innan fimleikadeildar Fjölnis. Það er varla hægt að lýsa þessu með orðum og við erum agalega spennt. Iðkendur hjá okkur í dag eru um 700 talsins og við höfum þurft að æfa fram að þessu í pínulitlum sölum. Það eru spennandi tímar fram undan,“ sagði Halla Karí Hjaltested, rekstrarstjóri fimleika- deildar Fjölnis. Spennandi tímar fram undan hjá fimleikadeild Fjölnis í nýju húsnæði

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.