Fréttablaðið - 07.10.2017, Page 24

Fréttablaðið - 07.10.2017, Page 24
7 . o k t ó b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r24 S p o r t ∙ F r É t t A b L A ð i ð sport FótboLti Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta eru einu skrefi frá því að komast beint á HM 2018 eftir magnaðan 3-0 sigur gegn Tyrkj- um í Eskisehir í gærkvöldi. Þökk sé jafntefli Finnlands og Króatíu er Ísland nú efst í riðlinum og er öruggt með farseðil til Rússlands vinni það Kósóvó á mánudaginn í Laugar- dalnum. Hverjum hefði dottið í hug að þetta yrði staðan eftir tapið gegn Finnlandi? Sigur strákanna í gærkvöldi var algjörlega magnaður. Enn eina ferð- ina gekk Tyrkjum ekkert að brjóta niður fastmótað og vel útfært leik- skipulag Íslands og fljótlega fór það að fara í taugarnar á þeim. Í síðustu fjórum leikjum gegn Tyrklandi er íslenska liðið aðeins búið að fá á sig eitt mark og það var draumamark, beint úr aukaspyrnu. Ísland hélt sig við grunngildi sín og skipulag. Undirbúningurinn fyrir leikinn var augljóslega fullkominn bæði er varðar fótboltafræðin og eins varðandi undirbúninginn fyrir stemninguna sem var búist við að myndi ríkja á leiknum. Hún var svakaleg til að byrja með; ærandi læti og baul svo enginn heyrði mannsins mál. Það er ekki nema mánuður síðan króatíska landsliðið mætti til Tyrk- lands og bognaði undan þessu and- rúmslofti. Það gerðu okkar strákar ekki. Hetjur nefnilega óttast ekkert og þessir drengir eru ekkert annað en hetjur. Alltaf þegar maður heldur að þeir séu búnir að toppa sig draga þeir svona frammistöðu fram úr erminni og kemur íslensku þjóð- inni, sem er nú þegar búin að fá að fagna með þeim, á óvart. Hver einn og einasti maður vissi hvað hann átti að gera inn á vell- inum og gerði það vel. Eins og alltaf er þó ein stjarna sem skín aðeins skærar og að þessu sinni var það Jón Daði Böðvarsson sem átti sviðið. Þó honum gangi illa að skora fyrir landsliðið er hann þyngdar sinnar virði í gulli með vinnusemi sinni og baráttu. En í gær lagði hann upp fyrstu tvö mörkin og var óskabarn þjóðarinnar í nokkrar klukku- stundir. Það er skammur tími fyrir Heimi til að vinna með strákana fyrir leik- inn á mánudaginn en við vitum að þeir eru klárir. Kósóvó er klisja; sýnd veiði en ekki gefin. Við erum samt með betra lið og ef menn spila svona eins og í Tyrklandi verður mánudagurinn 9. október rauður dagur á dagatölum framtíðarinnar. HM-dagurinn. Hetjur sem óttast ekkert Brjáluðu lætin og óvinveitta andrúmsloftið hafði engin áhrif á strákana okkar sem pökkuðu Tyrkjum saman enn og aftur. Ísland er einum sigri frá HM. Birkir Bjarnason býr sig undir að þruma boltanum í þaknetið á marki Tyrklands og koma Íslandi í 0-2, sex mínútum fyrir hálfleik. FréTTaBlaðið/ernir Skrifar frá eskisehir Tómas Þór Þórðarson tomas@365.is Tyrkl. 0 – 3 Ísl. 0-1 Jóhann Berg Guðmundsson (32.), 0-2 Birkir Bjarnason (39.), 0-3 Kári Árnason (49.). Frammistaða Íslands (4-4-2) Hannes Þór Halldórsson 9 Birkir Már Sævarsson 9 Kári Árnason 9 Ragnar Sigurðsson 9 Hörður Björgvin Magnússon 9 Jóhann Berg Guðmundsson 9 (82. Ari Freyr Skúlason -) Aron Einar Gunnarsson 9 (65. Sverrir Ingi Ingason 7) Gylfi Þór Sigurðsson 9 Birkir Bjarnason 9 Alfreð Finnbogason 9 (78. Ólafur Ingi Skúlason -) Jón Daði Böðvarsson 10 Maður leiksins Jón Daði Böðvarsson lék einn sinn besta landsleik. Afar vinnu- samur og lagði fyrstu tvö mörkin upp. Úrslit og staða í riðli Íslands Króatía - Finnland 1-1 Kósovó - Úkraína 0-2 efri Ísland 19 Króatía 17 Úkraína 17 neðri Tyrkland 14 Finnland 8 Kósovó 1 Olís er stoltur styrktaraðili úrvalsdeildar karla og kvenna á Íslandsmótinu í handbolta. KOMDU Á VÖLLINN! 8. okt. 10. okt. 10. okt. 12. okt. OLÍSDEILD KVENNA Stjarnan - Valur Selfoss - Fram Fjölnir - Haukar ÍBV - Grótta 8. okt. 8. okt. 9. okt. 10. okt. 11. okt. 12. okt. OLÍSDEILD KARLA Fjölnir - ÍBV Grótta - Stjarnan Haukar - Fram Afturelding - Selfoss Víkingur - FH Valur - ÍR Ef Ísland vinnur Kósovó á mánudaginn er liðið komið á HM í fyrsta sinn í sögunni. Breytir þá engu hvernig aðrir leikir í riðlinum fara. 0 7 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 1 2 0 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E C -5 6 A 0 1 D E C -5 5 6 4 1 D E C -5 4 2 8 1 D E C -5 2 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 2 0 s _ 6 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.