Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.10.2017, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 07.10.2017, Qupperneq 30
Leikararnir Jónmundur Grétarsson, Tinna Björt Guðjónsdóttir og Haf-steinn Vilhelmsson eru sammála um að mark-miðið með að setja leik- verkið Smán upp á Íslandi sé meðal annars að vekja fólk til umhugsunar um fordóma sem fela sig gjarnan í undirmeðvitundinni. Það var Jónmundur sem fékk hugmyndina að því að setja Smán, sem á ensku heitir Disgraced, upp í íslensku leikhúsi. „Verkið sat svo í mér eftir fyrsta lestur og ég var kominn með nóg af öllu sem var að gerast í samfélaginu. Sem lista- mönnum ber okkur einfaldlega skylda til þess að setja upp verk eins og Smán. Maður vill bara leggja sitt af mörkum,“ segir Jónmundur, alltaf kallaður Jonni. „Ég sá strax að þetta er verk sem getur haft áhrif. Það lætur fólk hugsa um ástandið í heiminum og sömuleiðis líta inn á við og kannski opna augun fyrir leyndum fordómum.“ „Það hefur verið gaman að taka þátt í þessu ferli í kringum verkið. Líka pínu persónulegt fyrir okkur sem erum dökk og höfum fengið að kynnast fordómum, meðal annars í formi þess að vera svo oft „type- cöstuð“ í hlutverk,“ segir Tinna sem notar orðið „type-cast“ til að vísa í þegar leikari er endurtekið ráðinn í hlutverk af sömu tegund vegna einhverrar sérstöðu, í þeirra tilfelli vegna húðlitar. Spurð nánar út í hvernig sé að vera dökkur leikari á Íslandi hafa þau frá mörgu að segja. „Það er gaman að fá að taka þátt í þessari sýningu með Þjóðleikhúsinu því þau eru að fara nýja leið. Ég veit ekki um aðra sýningu þar sem eru eins margir dökkir leikarar á sviði,“ segir Tinna. Jonni tekur undir. „Það er líka gaman að karakterarnir sem við leikum eru vel stætt fólk. Það er svolítið ólíkt því sem við erum vön. Þegar við fáum hlutverk þá erum við yfirleitt „type-cöstuð“ og einhverra hluta vegna þá eru þau hlutverk oft fórnarlömb, glæpamenn, dópistar, útlendingar og svo framvegis. En í Smán erum við að leika fólk sem hefur náð langt og hefur barist fyrir sínu.“ „Við erum sjö eða átta leikarar á Íslandi sem erum af öðrum kyn- þætti og við erum vanalega „type- cöstuð“. Við erum bara svolítið á eftir hérna á Íslandi hvað þetta varðar, miðað við til dæmis önnur Norðurlönd,“ útskýrir Jonni. Hann segist vera búinn að átta sig á að það sé enginn að fara að berjast fyrir því að koma fjölbreyttari leikara- hóp að í íslensku leikhúslífi, nema þau sjálf. „Það er enginn að fara að gera þetta fyrir okkur. En þetta er það sem við erum að vinna að. Við ætlum að sýna að við getum leikið venjulegt fólk. Hlutirnir þurfa ekki alltaf að snúast um dökk hlutverk og hvít hlutverk. Annars staðar í Evrópu eru hlutirnir komnir lengra. Dökkir leikarar eru að leika Hamlet eða hvað sem er. Við erum íslensk og þetta á ekki að skipta máli.“ Tinna tekur í sama streng. „Algjör- lega. Eins og í Bretlandi, þegar það var verið að setja upp Harry Potter, þá var Hermione orðin dökk. Þó við séum komin svona stutt á Íslandi þá er samt gaman að vera partur af leiksýningu þar sem verið er að taka þessi fyrstu skref.“ Jonni bendir líka á að þegar fólk sér dökka leikara endurtekið í hlut- verkum glæpamanna og ógæfufólks þá geti villandi hugmyndir læðst inn í undirmeðvitundina. „Fólk gleymir gjarnan að þessir miðlar eru svo gríðarlega sterkir og öflugir. Þeir hafa mikil áhrif á hvernig menning- in mótast og fólk gerir sér kannski ekki grein fyrir því.“ Hafsteinn kannast við að hafa fengið nokkuð einsleit hlutverk vegna útlitsins. „Sammála. Og þess vegna er alltaf svo gaman að sjá verk þar sem það skiptir ekki máli hvernig leikararnir eru á litinn. Ég man bara eftir að þegar ég var í Kvikmyndaskólanum var ég oft látinn leika ofbeldismann, fíkni- efnasala eða eitthvað álíka. En einu sinni sagði ég: „Hey, núna vil ég leika eitthvað annað er vondan gaur.“ Fordómar að verða áþreifanlegri Jómundur, Tinna og Hafsteinn hafa það að markmiði að vekja fólk til umhugsunar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Leikararnir Jón- mundur Grétarsson, Tinna Björt Guðjóns- dóttir og Hafsteinn Vilhelmsson fara með hlutverk í leik- ritinu Smán. Verkið fjallar um fordóma af ýmsu tagi og það viðfangsefni snertir við þeim persónu- lega þar sem þau eru dökkir Íslendingar og hafa reglulega í gegnum tíðina rekið sig á hindranir vegna húðlitar, ekki síst í heimi leiklistarinnar. ÉG Trúi þVí innileGa að Við þrJú GæTum ein- HVern Tímann Verið í uppseTninGu á nJálu Til dæmis. það Væri sJúk- leGa Gaman Tinna ↣ Guðný Hrönn gudnyhronn@365.is 7 . o k t ó b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r30 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 0 7 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 1 2 0 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E C -2 A 3 0 1 D E C -2 8 F 4 1 D E C -2 7 B 8 1 D E C -2 6 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 2 0 s _ 6 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.