Fréttablaðið - 07.10.2017, Side 36

Fréttablaðið - 07.10.2017, Side 36
þurfa ekki endilega að kosta mikið.“ Hann segir að fótboltamönnum finnist leiðinlegt að koma inn í klefa sem er skítugur og utanumhald um fatnað ekki í lagi. Það geti skilað sér í töpuðum stigum og því verði þessir hlutir að vera í lagi. „Fótboltamenn eru þannig að þeir vilja hafa hlut- ina í lagi og þeir vilja hafa snyrtilegt í kringum sig. Fótboltamönnum finnst leiðinlegt að koma inn í klefa þar sem grasið er enn á gólfinu og skítur úti um allt. Auðvitað eiga þeir hlut að máli og þeir eru ekki alltaf þeir allra þrifalegustu. En, þó að leikmenn geri sitt þá vilja þeir að það sé þrifið af sér, fötin séu klár þegar mætt er á æfingu, vestin hrein og sumum kann að finnast þetta ómögulegt en svona er þetta alls staðar í heiminum. Ef smáatriðin eru ekki í lagi – eins og ef það vantar einn bol hjá einhverjum sem dæmi, eða nærbuxurnar sem settar voru í þvott daginn áður skila sér ekki – þá myndast pirringur og það þarf oft lítið til að slá menn út af laginu. Þá fara menn að kvarta og þegar það gerist inni í klefa þá er það fljótt að breiðast út. Bara það getur getur gert það að verkum að stig tapast. Við getum gert ýmislegt hér í KR sem bætir umgjörðina og ég er ekki að segja að við þurfum að vera eins og hjá Manchester City, bara eftir okkar fremsta megni. Strákarnir vita hvað við getum gert og hvað við getum ekki gert. Þau atriði sem kosta okkur ekkert þurfa að vera í lagi.“ Þjálfarateymi KR er nú fullmann- að en Rúnar hefur fengið þá Bjarna Guðjónsson og Kristján Finnboga- son til liðsins. Báðir þekkja þeir vel til hjá félaginu og annað eins saman- safn af sigurvegurum er vandfundið í íslenskum fótbolta. Alls hafa þeir unnið ansi marga Íslandsmeistara- titla. „Við förum varlega af stað inn í veturinn. Ég þarf að fara yfir leik- mannahópinn og fylla í eyðurnar. Auðvitað byrjum við að skoða hvað er til í félaginu og gefa þeim, sem eru það góðir og hafa unnið fyrir því, sénsinn. Það eru fullt af efnilegum strákum í félaginu. Það má ekki gleyma að KR varð Íslandsmeistari í öðrum flokki, A og B. Það er efniviður til í Frostaskjóli og ég segi að séu menn nógu góðir þá spila menn. Ef það vantar eitt- hvað upp á þá þarf að bæta það og laga. Það er rómantík í því að ala upp leikmann og láta hann spila fyrir félagið og ég skil hana. Mér finnst hún frábær. Fólkinu í hverf- inu myndi finnast það yndislegt ef það væru aðeins uppaldir leikmenn í KR. En staðreyndin er sú að þá væri KR ekki í efri hlutanum. Það koma einn til tveir á ári upp úr öðrum flokki og inn í meistara- flokk. Svo eru undantekningarár þar sem gullkynslóð kemur inn og þrír eða fjórir koma upp.“ Hann segir að hann muni eftir fremsta megni gefa ungum strákum séns. Enda nægur tími til að skoða þá og fyrir guttana að sýna sig og sanna. „Maður reynir eftir fremsta megni að gefa leikmönnum séns og ég mun gera það áfram. Sérstaklega yfir vetrarmánuðina þar sem við höfum tækifæri til að gefa strákum heilu leikina og margar mínútur. Maður sér fljótt hvort þeir hafi eitt- hvað í þetta að gera. Það er hag- kvæmt fyrir klúbbinn á allan hátt að taka þessa stráka inn. Og það er mín ósk og ósk allra í KR að ala hér upp góða drengi og meistaraflokks- leikmenn.“ Hann bendir á að KR sé ekki aðeins að ala upp leikmenn sem séu á leið í atvinnumennsku og stefni á landsliðið í knattspyrnu. Nálaraugað sé lítið og það þurfi að huga að öllum. „Við erum líka að ala upp góða menn og einstaklinga. Sinnum öllum sem hafa áhuga. Það eru ekki allir sem hafa það að mark- miði að enda í Barcelona, Liverpool eða Juventus. Þetta er spurning um lífsstíl, vera í íþróttum og vera með vinum sínum. Það þarf að skilja á milli hverjir eru að njóta þess að hugsa um félags- lega þáttinn en svo eru kannski ein- hverjir sem eru metnaðarfullir og sjá í hillingum að verða atvinnumaður. Við þurfum að hlúa að öllum og nálaraugað er lítið þegar leikmenn koma upp í meistaraflokk. Mark- mið félagsins er ávallt og hefur alltaf verið að spila á sem flestum uppöldum. En á sama tíma vilja allir vinna. Það er allt vitlaust því félag- ið endaði í fjórða sæti. Fyrir því eru trúlega margar ástæður en það má ekki gleymast að það er stutt á milli. Ef KR hefði unnið Fjölni í næst- síðustu umferð þá hefðu þeir farið í úrslitaleik um annað sætið gegn Stjörnunni í síðustu umferðinni. Það voru margir búnir að dæma KR úr leik þegar 5-6 umferðir voru eftir og sjálfsagt margir leikmenn búnir að missa trúna. En samt fengu þeir séns á að ná Evrópusæti fram á næstsíðustu umferð og það sýnir manni að maður má aldrei missa trú á verkefninu eða gefast upp.“ Íslenskir þjálfarar geta þjálfað erlendis Rúnar segir að íslenskir þjálfarar geti vel þjálfað erlendis en fáir íslenskir þjálfarar hafa reynt fyrir sér á erlendri grundu. Teitur Þórðarson, Guðjón Þórðarson, Rúnar og Ólafur Kristjánsson hafa verið fánaberar á hliðarlínunni erlendis. „Sam- böndin skipta máli. Það er erfitt fyrir íslenskan þjálfara sem hefur aldrei spilað erlendis og þekkir enga erlendis að ætla að þjálfa þar. Lið í Noregi og Svíþjóð eru ekki að skoða þjálfara sem eru að standa sig vel á Íslandi. Framboðið er svo gríðarlegt. Umboðsmenn liggja í félögunum og dæla inn nöfnum. Eini möguleikinn er að umboðsmenn setji nafn þeirra í pottinn og eitthvert lið ákveði að taka sénsinn en það er lítill sem enginn möguleiki. Ástæðan fyrir því að ég komst út og hugsanlega Óli Kristjáns er að við spiluðum í deildunum. Við þekkjum fólk og það þekkir okkur. En það er ekki bara það. Það þarf auðvitað að sýna árangur. Ef ég hefði alltaf lent í fimmta sæti með KR þá væri enginn að spá í mér. Það þarf líka að skilja eftir eitthvað úti. Karakter, eða hafa staðið sig vel eða eitthvað álíka. Ef ég hefði verið skíthaus eða enginn hefði fílað mig í félag- inu þá hefði aldrei verið hringt.“ Árangurinn með KR kom Rúnari út til Lille ström þar sem hann vann við erfiðar aðstæður. Þegar búið var að reyna allt annað var ákveðið að skipta um þjálfara enda liðið í fall- baráttu. Hann ákvað að taka sénsinn í Belgíu og taka við Lokeren, jafnvel þótt hann þekkti vel til forsetans sem hafði rekið 22 þjálfara á 21 ári sem eigandi liðsins. „Ég hafði alltaf verið í sambandi við bæði félögin. Það er ástæða fyrir því að maður fékk sénsinn, og að ég náði góðum árangri hér á Íslandi með KR. Það gekk vel með Lokeren og forsetinn gaf mér nýjan samning í mars og var ánægður með mig. Við náðum þeim markmiðum sem við settum okkur. Í upphafi tímabilsins gerðum við gríðarlegar breytingar. Við Arnar Þór Viðarsson, aðstoðar- þjálfari minn, gerðum nýjan lyft- ingarsal frá grunni. Unnum í honum sjálfir því forsetinn, þrátt fyrir alla sína peninga, tímdi ekki neinu. Við bættum aðstöðuna mikið og keyptum tæki og tól, GPS-vesti og fleira og byrjuðum að nota verk- færi sem önnur lið voru að nota. Svo var þetta bara skyndilega búið. Öll þessi vinna og metnaður sem ég var búinn að leggja í þetta, þessu var bara kippt undan manni.“ Hann hefur áður minnst á að brottrekstur- inn frá Lokeren var erfiður og kom honum algjörlega í opna skjöldu. Hann er einnig sannfærður um að hefði hann haldið áfram með Loke- ren hefði hann ekki verið með lakari árangur. „Ég átti 23 mánuði eftir af samn- ingum mínum við Lokeren. Það myndast pólitík og þrýstingur bak við tjöldin. Forseti og eigandi félags- ins vildi bara fá til baka þjálfara sem nokkrum árum áður hafði náð frá- bærum árangri með félagið og var á lausu. Einhver setti pressu á for- setann og ef það gerðist ekki þennan dag væri hann farinn í annað félag og því fórnaði hann mér bara … Ég var með æfingu á miðviku- dagsmorgni og við vorum að vinna inni á skrifstofu þegar ég er beðinn að koma til framkvæmdastjórans. Hann sendi mig til forseta félagsins sem sagði mér þetta og tilkynnti um ákvörðunina og það var ekkert hægt að hagga henni. Lokeren er núna með 1,1 stig að meðaltali í leik. Ég hefði náð því leikandi – ég er sann- færður um það. “ Það var því lítið annað að gera en að setja allt í kassa upp á nýtt og flytja til Íslands þar sem hlýr armur KR tók á móti honum. Hann segir að stelpurnar hans, Thelma og Tanja, hafi komið reynslunni ríkari frá þessu ævintýri enda tali þær nú tvö tungumál til viðbótar reiprennandi. „Þessi tvö skipti hafa verið þægileg. En ég ætlaði að vera í þrjú ár í Nor- egi en var í tæp tvö. Þetta hefur verið frábær skóli fyrir þær. Það var pínu erfitt í byrjun og alls ekki auðvelt. Það er ekki auðvelt að flytja og þetta er álag á fjölskylduna en það voru allir til í að fara til Belgíu þegar það bauðst. Þegar maður fer út í slíkt verkefni þá býst maður við að vera lengur. Við vorum þar í tíu mánuði og dætur mínar rétt komnar í ensku- skóla og græddu gríðarlega mikið á því. Ég gat ekki verið að bíða eftir öðru tækifæri upp á von og óvon. Stelpurnar fara nú í sitt umhverfi en þær eru tveimur tungumálum ríkari. Það er yndislegt að búa á Íslandi og við erum búin að búa 15 ár erlendis en það eru plúsar og mínusar alls staðar.“ Hvatning Ernu ómetanleg Hann segir að eiginkona hans, Erna María Jónsdóttir, hafi verið stoð hans og stytta, ekki aðeins í gegnum þetta ferli heldur einnig frá því að hann var leikmaður. „Ég er gríðar- lega heppinn og Erna hefur fylgt mér frá því ég flutti til Svíþjóðar að spila 1995. Hún hefur tekið á móti mér í alls konar ástandi eftir leiki. Hún hefur verið minn besti gagn- rýnandi og er dugleg að benda mér á en einnig hvetur hún mig áfram þegar ég þarf á því að halda. Hún er ekki bara já-manneskja heldur segir það sem henni býr í brjósti og lætur mig vita. Hún hefur stutt mig alveg gríðarlega og það er oft ágætt að ein- hver bendi manni á að kannski var vandamálið bara manni sjálfum að kenna.“ Rúnar segir að þau Erna hafi allt- af búið sér til heimili hvar sem þau stigu niður fæti. Leigðu ekki bara eitthvert hús með mublum. „Við höfum alltaf tekið allt með okkur og látið okkur líða vel í okkar eigin húsnæði. Við vorum í tíu mánuði í Belgíu og rétt að koma okkur fyrir. Við fluttum allt frá Íslandi til Nor- egs, frá Noregi til Belgíu og nú aftur til Íslands. Á aðeins nokkrum árum. Það er því komið nóg af flutningum. Þetta er orðið ágætt. Nú er mið- punkturinn í Frostaskjólinu,“ segir hann en bendir á að það sé ævin- týraþrá í þeim og því aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Koma Rúnars aftur í KR hefur vakið von í brjósti Vesturbæinga og annarra KR-inga enda hefur gengi liðsins verið dapurt að undanförnu og tekur KR ekki þátt í Evrópukeppni í fyrsta sinn í áratug. Hann er spenntur fyrir að takast á við komandi verkefni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK ↣ EF VIÐ ÆTLUM AÐ ÞRÓA FÓT- BOLTANN ÁFRAM ÞÁ ÞURFA FÉLÖGIN AÐ FARA Í ÞETTA SAMAN. AÐEINS AÐ SETJA MEIRA PÚÐUR Í UM- GJÖRÐ. ÞVÍ MIÐUR NÁÐI ÉG EKKI AÐ FESTA MIG Í SESSI ÞARNA ÚTI. HLUTIRNIR GENGU BARA EKKI ALVEG UPP OG ÉG VAR LÁTINN FARA. ÞAÐ VAR SÁRT AÐ MISSA STARFIÐ ÞVÍ ÉG HEFÐI ÉG VILJAÐ VERA AÐEINS LENGUR ÚTI OG BÚA MÉR TIL MEIRA NAFN ÞARNA ÚTI. KOMDU Í – dásamleg deild samfélagsins OPIÐ UM HELGAR FRÁ KL. 11 – 17 K V IK A 7 . O K T Ó B E R 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R36 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 7 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 1 2 0 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E C -7 4 4 0 1 D E C -7 3 0 4 1 D E C -7 1 C 8 1 D E C -7 0 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 0 s _ 6 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.