Fréttablaðið - 07.10.2017, Síða 39

Fréttablaðið - 07.10.2017, Síða 39
Hvað eru nýjustu rannsóknir um áhrif aðstæðna og áfalla í æsku á geðheilsu fullorðinna að leiða í ljós? Alþjóðlegar rannsóknir sýna í æ ríkari mæli að áföll í bernsku eru einn stærsti áhrifaþátturinn á and- lega vanheilsu bæði hjá börnum og fullorðnum. Vanræksla, ofbeldi, misnotkun og önnur erfið reynsla getur haft áhrif á hvernig heili og líkami þroskast, hvernig við- brögð verða við áreiti og streitu og hæfnina til að hafa stjórn á til- finningum, leysa vandamál, treysta fólki og hafa samskipti í gegnum ævina. Því meiri áföll sem barn verður fyrir í uppvextinum því líklegra er að það glími við and- lega vanheilsu á fullorðinsárum. Í raun má segja að manneskjur læri í bernsku á umhverfi sitt. Ef það umhverfi er óáreiðanlegt og hættu- legt þá læra þær að lifa í hættulegu umhverfi sem setur upplifun þeirra seinna í mótsögn við raunveru- leika friðsæls samfélags. Hvers konar áföll er verið að skoða? Yfirleitt er verið að kanna áhrif illrar meðferðar og slæmra fjölskylduaðstæðna í bernsku. Ill meðferð er líkamleg, kynferðisleg og sálræn misnotkun sem og líkamleg og tilfinningaleg van- ræksla. Slæmar fjölskylduaðstæður fela í sér að verða vitni að heim- ilisofbeldi, fjölskylda eða heimili liðast í sundur, eða foreldri sem er í neyslu, haldið geðsjúkdómi eða stundar glæpi. Rannsóknir sem hafa verið gerðar í Bretlandi og á fleiri stöðum í Evrópu sýna fram á að í kringum helmingur fullorðinna hefur orðið fyrir að minnsta kosti einni neikvæðri reynslu í bernsku og kringum tíu prósent hafa upplifað það fjórum sinnum eða oftar. En börn geta líka upplifað aðrar tegundir áfalla í uppvextinum eins og stríð, ofbeldi í samfélagi, einelti og heimilisleysi. Allt getur þetta skaðað andlega heilsu þeirra gegnum ævina og því fleiri neikvæðar upplifanir því meiri áhrif hafa þær. Hvaða geðraskanir eru tengdar við áföll í æsku? Áföll í æsku geta haft áhrif á allar tegundir geðsjúk- dóma. Rannsóknir sem gerðar voru nýlega á heimsvísu sýna að börn sem hafa orðið fyrir fjórum eða fleiri áföllum eru um það bil fjórum sinnum líklegri til að þjást af kvíða, þunglyndi eða lífsleiða; sex sinnum líklegri til að eiga við áfengisvanda að stríða; átta sinnum líklegri til að komast í ofbeldisaðstæður; tíu sinnum lík- legri til að eiga við eiturlyfjavanda að etja og þrjátíu sinnum líklegri til að að reyna sjálfsvíg. Aðrar rannsóknir hafa leitt í ljós sam- band milli áfalla í æsku og fjölda annarra geðsjúkdóma. Hvernig byrgjum við brunninn? Rannsóknir sýna að styrkjandi inngrip í bernsku eins og að bjóða upp á traust sam- band við einhvern fullorðinn og þjálfa hæfni einstaklingsins geta vegið upp á móti þeim skaða sem áföll í æsku geta valdið. En þessar aðferðir munu aldrei ná til allra barna sem verða fyrir áföllum og því eru forvarnir svo mikilvægar. Áföll í æsku hafa ekki bara áhrif á andlega heilsu heldur líka neikvæð áhrif á menntun, atvinnu, almenna heilsu og heilsuáhættuhegðun, glæpi og ótímabær dauðsföll. Samfélagið allt græðir því á fyrir- byggjandi aðgerðum og ætti að standa saman í því að grípa inn í með stuðningi fyrir foreldra, inni í skólakerfinu og viðurkenna áhrif áfalla í æsku og mikilvægi þess að koma í veg fyrir þau. Því meiri áföll sem barn verður fyrir í upp- vextinum því líklegra er að það glími við andlega van- heilsu á fullorðinsárum. Karen Hughes, sérfræðingur í heilsu- gæslu. Áföll í æsku geta haft varanleg áhrif á líðan og lífsgæði á fullorðinsárum. Áföll í æsku einn stærsti áhrifaþáttur geðsjúkdóma Karen Hughes, sérfræðingur í heilsugæslu hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, fjallar um samspil erfiðra uppvaxtarskilyrða og áfalla í æsku og geðheilsu á fullorðinsárum á ráðstefnu Geðhjálpar undir yfirskriftinni Börnin okkar! sem haldin verður á Grand Hótel 17. október næstkomandi. „Við tókum strax þá ákvörðun að Asperger væri hvorki sjúkdómur né vanda- mál, heldur bara eðlilegur hluti af lífinu en það þurfa ekki allir að vera eins,“ segja þeir feðgar Einar og Styrmir. MYND/ERNIR Styrmir var greindur með Asperger-heilkennið þegar hann var sjö ára. Við höfum alltaf litið á það sem hluta af því hvernig persóna hann er og útskýra hvernig hann hugsar. Við vorum í viðtölum hjá sálfræðingi í tvö ár og tókum strax þá ákvörðun að Asperger væri hvorki sjúk- dómur né vandamál, heldur bara eðlilegur hluti af lífinu en það þurfa ekki allir að vera eins,“ segir Einar og Styrmir kinkar kolli til samþykkis. „Ég hef aldrei litið á mig sem eitthvað öðruvísi en aðra krakka. Ég var miklu hræddari við að vera með Asperger þegar ég var yngri en mér hefur farnast vel. Ég er hluti af hópnum, á góða vini og er félagslega virkur,“ segir Styrmir, sem er í 9. bekk og hefur mikinn áhuga á fótbolta, sögu og stjórn- málum. Eftir að Styrmir fékk greiningu var Einar strax staðráðinn í að leita eftir úrræðum og fá aðstoð fyrir hann. „Það var allt svart eða hvítt hjá Styrmi, hann átti erfitt með að taka mótlæti, sýndi mjög sterkar tilfinningar og gat orðið mjög reiður. Ég þekkti þetta allt saman og vissi hvernig hann hugsaði því ég var sjálfur svona sem barn. Hins vegar fékk ég enga aðstoð. Ég tel að það hafi átt þátt í að ég veiktist seinna á lífsleiðinni en ég var greindur með geðhvarfasýki aðeins 25 ára gamall eftir að hafa gengið í gegnum mikla erfiðleika. Mín hugsun varðandi Styrmi var að gera allt til að koma í veg fyrir að hann lenti í svipaðri stöðu og ég var í sem krakki. Ég tel að það hjálpi okkur að ég bý að þessari reynslu.“ Rútína mikilvæg Þeir feðgar hittu sálfræðing með reglulegu millibili í tvö ár og eru sammála um að það hafi verið mjög gagnlegt. „Mikilvægt er að hjálpa bæði börnum og foreldrum í þessari stöðu. Stundum þarf að breyta einhverju í umhverfinu og taka á ákveðnum hlutum. Smá- atriði geta t.d. skipt miklu máli til að auðvelda samskiptin. Það fyrsta sem Styrmir spurði um á morgnana var hvað væri í matinn svo við settum upp matarplan fyrir vikuna og ákveðinn strúktúr í sambandi við skólann og íþróttir,“ segir Einar og Styrmir bætir við að sér finnist gott að hafa allt í föstum skorðum. „Mér finnst það veita mér ákveðið öryggi,“ segir hann brosandi. Fjölskyldan býr í Hveragerði en þar var boðið upp á námskeið sem kallast Fjölskyldu ART sem er hugræn atferlismeðferð og snýst um félagsfærni, sjálfsstjórnun/ reiðistjórnun og siðferðisþjálfun. „Fólki er m.a. kennt að bregðast við tilfinningum eins og reiði og sorg og hvernig gott er að ræða saman á skynsamlegum nótum. Námskeið- ið hjálpaði okkur heilmikið við að takast á við daglegt líf og virkaði vel fyrir okkur,“ segir Einar. Stimpill getur valdið van- líðan Þegar talið berst að geðheilbrigðis- kerfinu segist Einar vera þeirrar skoðunar að sjúkdómsvæðing sé þar alls ráðandi. „Ég veit að þess er krafist að börn fái greiningu áður en þau fá aðstoð, sem mér finnst rangt því greining getur verið ákveðinn stimpill. Þessi stimpill getur valdið fólki van- líðan og vandræðum seinna meir í lífinu. Svo finnst mér við verða að stíga varlega til jarðar hvað varðar lyfjagjöf. Við erum við farin að gefa börnum lyf allt niður í sex, sjö ára aldur sem ég tel að ætti að vera óþarfi og leita frekar annarra leiða.“ Spurður hvort eða hvernig hann myndi vilja breyta kerfinu segist Einar telja að í mörgum tilfellum þurfi að sýna fólki meiri umhyggju og umburðarlyndi. „Við eigum að geta tekið utan um einstaklinginn og spurt hvað kom fyrir hann en ekki hvað sé að honum. Það væri líka til bóta að hafa greiðari aðgang að sálfræðingum,“ segir Einar. „Svo má kenna börnum þegar þau eru lítil að það er allt í lagi að vera öðruvísi. Ef ég hefði átt annan eða öðruvísi vinahóp væri ég kannski einn og vinalaus í dag. Stundum má skólinn bregðast við og grípa inn í aðstæður hjá krökkum sem líður illa. Ef þau draga sig skyndilega í hlé, vilja ekki taka þátt í félagsstarfi eða íþróttum getur verið að þeim líði illa andlega og það þurfi að hjálpa þeim,“ nefnir Styrmir ákveðinn. „Þótt það eigi að vera hlutverk foreldranna að fylgjast með líðan barna sinna getur samband þeirra oft verið þannig að for- eldrar vita ekki hvað er að gerast hjá krökkum eða hvernig þeim líður. Þess vegna er mikilvægt að allt umhverfið sé vakandi,“ segir Styrmir að lokum. Er ekkert öðruvísi en aðrir Feðgarnir Styrmir Einarsson og Einar Björnsson þekkja báðir Asperger-heilkennið af eigin reynslu. Þeir líta hvorki á það sem vandamál né sjúkdóm heldur sem eðlilegan hluta af lífinu. GEÐHJÁLP 3 L AU G A R DAG U R 7 . O K TÓ B E R 2 0 1 7 0 7 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 1 2 0 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D E C -9 6 D 0 1 D E C -9 5 9 4 1 D E C -9 4 5 8 1 D E C -9 3 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 0 s _ 6 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.