Fréttablaðið - 07.10.2017, Page 40

Fréttablaðið - 07.10.2017, Page 40
Erindið mitt mun fjalla um líðan starfsmanna á vinnu-stað. Hvernig mikil streita og vanlíðan getur að lokum leitt til kulnunar sem er alvarlegt geðheil- brigðisvandamál. Skoðað verður hvaða þættir í umhverfinu geta leitt til kulnunar og hvernig er hægt að bregðast við, bæði stjórnendur sem og starfsmenn. Það er ekki bara mikil- vægt að einstaklingurinn sé meðvit- aður um eigin líðan og geðheilbrigði heldur er mikilvægt að stjórnendur séu vakandi fyrir þessu hjá sínum starfsmönnum,“ útskýrir Linda Bára Lýðsdóttir, sálfræðingur og sviðsstjóri mats og þjálfunar hjá Virk en hún flytur erindið Ertu komin/n í þrot? á morgunverðarfundi Virk og Geð- hjálpar næstkomandi þriðjudag. Linda segir að hlúa þurfi að vinnuumhverfinu, bæði af hálfu stjórnenda og starfsfólks, til að skapa geðheilbrigðan vinnustað. „Það að vinna getur verið mikil- vægur þáttur í vellíðan fólks og því skiptir gríðarlega miklu máli að okkur líði vel í vinnu. Geðheilbrigður vinnustaður er staður þar sem stjórn- endur og starfsmenn vinna markvisst að því að hlúa að vinnuumhverfi sínu þannig að öllum líði vel. Þar sem reynt er að draga úr vægi þátta sem geta ýtt undir vanlíðan, unnið að því að styrkja starfsmenn í starfi og þar sem tekist er á við vandamál tengd líðan þegar þau koma upp. Geðheil- brigður vinnustaður er staður sem rúmar einstaklingsbundna þætti og aðstoðar einstaklinga þegar þeim líður illa.“ Hvernig má koma í veg fyrir að fólk veikist vegna aðstæðna á vinnustað? „Ýmsa þætti er hægt að skoða til að koma í veg fyrir vinnutengd veikindi. Huga þarf að álagi og að einstaklingar skynji að þeir hafi stjórn á aðstæðum sínum, að traust og stuðningur sé hluti af menningu vinnustaðarins, að komið sér fram við einstaklinga af sanngirni og þeim umbunað á sanngjarnan hátt. Stjórnendur jafnt sem starfsmenn geta unnið að þessu í sameiningu en auðvitað leika stjórn- endur stórt hlutverk og þurfa að hafa færi á að sinna þessum þáttum. Undirmannaður vinnustaður með langvarandi álagi veitir til dæmis lítil tækifæri til þess,“ segir Linda. Starfsendurhæfing hjá Virk Þegar einstaklingur þarf að hætta eða draga tímabundið úr vinnu vegna heilubrests getur hann í samráði við lækni leitað eftir aðstoð hjá Virk starfsendurhæfingarsjóði. Hjá Virk er metið hvort og hvernig megi aðstoða. „Hjá sumum getur það tekið stutt- an tíma en öðrum lengri. Þá er mikil- vægt að einstaklingur hafi möguleika á að koma til baka í vinnuumhverfi sitt í skrefum,“ segir Linda „Ef starfsendurhæfing er talin tíma- bær og einstaklingur vill vinna að því að komast aftur til starfa hittir hann ráðgjafa sem fylgir honum gegnum ferlið. Hlutverk ráðgjafans felst í því að gera áætlun í samstarfi við ein- staklinginn sem stuðlar að endur- komu til vinnu, hvetja hann áfram og hlúa að honum þegar hlutirnir eru ekki að ganga sem skyldi. Virk styður einstaklinginn í að sækja sér úrræði, til dæmis í formi hreyfingar, sjúkra- þjálfunar og sálfræðiaðstoðar en úrræðin eru valin með það í huga að þau auki líkur á endurkomu til vinnu. Markmiðið er alltaf að einstaklingur verði virkur á ný, að hann geti tekið þátt í atvinnulífinu og því samfélagi sem hann býr í. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir geðheilbrigði að ein- staklingi finnist hann gildur þegn. Samfélagið, þar með talinn vinnu- markaðurinn, þarf að axla ábyrgð í að skapa tækifæri til þátttöku fyrir einstaklinga, sem eru að kljást við ýmis vandamál. Linda Bára Lýðsdóttir, sál- fræðingur og sviðsstjóri mats og þjálfunar hjá Virk, fjallar um geðheilbrigði á vinnustað á morgunverðar- fundi Virk og Geðhjálpar. Ertu komin/n í þrot? Erindi um vellíðan á vinnustað Linda Bára Lýðsdóttir fjallar um geðheilbrigði á vinnustað á morgunverðarfundi Virk og Geðhjálpar á Alþjóða geðheilbrigðisdaginn. Yfirskriftin er: Ertu kominn í þrot? Allt frá því að Alþjóða geð-heilbrigðisdagurinn 10. október leit fyrst dagsins ljós hefur ákveðið þema verið til umfjöllunar ár hvert. Þemað í ár er ,,Geðheilbrigði á vinnustað. „Vinnan er í flestum tilfellum stór hluti af lífi fólks og þegar staðan er sú að um 300 milljónir manna hér á jörðu þjást af þunglyndi og um 260 milljónir af kvíða er ljóst að vekja þarf athygli á mikilvægi þess að vel sé búið að fólki á vinnu- staðnum. Þetta er ákaflega brýnt mál,“ segir Tryggvi Garðarsson, formaður Styrktarfélags Alþjóða geðheilbrigðisdagsins. Vinna með einum hætti eða öðrum er öllum nauðsynleg. Markmið með vinnu skapar betri velmegun og vellíðan hjá okkur sjálfum, fjölskyldum okkar og fyrirtækjunum sem við vinnum hjá. En til þess að geta skilað fullum afköstum þarf heilsan að vera í lagi og þar leikur geðheilsan stórt hlutverk. Ef vinnuumhverfið er ekki í lagi getur það haft alvarleg og niðurdrepandi áhrif á vinnu- getuna og lífsgæði fólks. Streita, einelti og annað neikvætt áreiti getur dregið enn frekar úr einstakl- ingum sem þá getur valdið mikilli vanlíðan og frekari vangetu til þess að inna störf sín af hendi svo vel sé. Einelti er viðvarandi þrátt fyrir að löggjafinn hafi undirstrikað að tekið skuli á einelti og öðru ótil- hlýðilegu athæfi á vinnustöðum. Ef vinnan skapar ekki velmegun og vellíðan, heldur veldur tapi og vanlíðan, þá hættum við að stunda slíka vinnu og leitum verkefna sem uppfylla grundvallarmark- mið vinnu. Áframhaldandi og síendurteknir erfiðleikar geta valdið kulnun í starfi sem má líta á sem félagslegt fyrirbrigði en það kemur fram á vinnustað og hefur áhrif á framleiðni, samskipti og þróun en spillir einnig starfsanda vinnustaðar. Kulnun er í grunninn atvinnutengd. „Á Íslandi höfum við nokkur geðúrræði til þess að endurhæfa einstaklinga sem með geðraskanir, sem geta komið þeim til góða á brautinni til betra lífs,“ segir Tryggvi „Á Alþjóða geðheilbrigðisdeginum komum við saman og gerum okkur glaðan dag í bland við fyrirlestra leikra sem lærðra. Að þessu sinni ætlum við að bjóða fólk velkomið í Tjarnarbíó klukkan 16.15 þar sem forsetafrúin, Elíza Reid, heiðrar okkur með nærveru sinni og segir nokkur orð í tilefni dagsins. Ari Eldjárn verður með uppistand og leikhópur úr Hlutverkasetri flytur gjörning, ljóðalestur, á vegum Hlut- verkaseturs og brot úr leikritinu ,,Fyrirlestur um eitthvað fallegt“ sem er leikverk á vegum Smartilab. Við munum síðan gæða okkur á kaffi og góðgæti,“ upplýsir hann. Í tengslum við Alþjóða geðheil- brigðisdaginn 10. október verður Geðhjálp með ráðstefnu sem nefnist ,,Geðheilbrigði á vinnustað. Hún verður á Grand Hótel og byrjar með morgunverði kl. 8.30 þennan sama dag. Heimild: Kristinn Tómasson. Geð- heilbrigði á vinnustöðum. Mögu- leikar til forvarna og ráðgjafa. Geðvernd. 1. tbl. 2006. Mikilvægt að búa vel að fólki á vinnustað Tryggvi Garðarsson, formaður Styrktarfélags Alþjóða geðheil- brigðisdagsins. DAGSKRÁ F ÁVARP Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra F ERTU KOMINN Í ÞROT? Linda Bára Lýðsdóttir, sviðstjóri hjá VIRK F HÚMOR OG GLEÐI Í VINNUNNI ERU DAUÐANS ALVARA Edda Björgvinsdóttir, leikkona og fyrirlesari F REYNSLUSAGA Sveinn Þorsteinsson F VERT ÞÚ FYRIRMYND Bára Hildur Jóhannsdóttir, deildarstjóri á mannauðssviði Landsspítala F REYNSLUSAGA Margrét Marteinsdóttir F SAMANTEKT FUNDARSTJÓRA AÐGANGUR ÓKEYPIS en skrá skal þátttöku á virk.is HVERNIG LÍÐUR ÞÉR Í VINNUNNI? Morgunfundur VIRK og Geðhjálpar um geðheilbrigði á vinnustöðum Grand Hótel 10. október kl. 8.30-10.30 FUNDARSTJÓRI Sirrý Arnardóttir Ábyrgð stjórnenda og starfsfólks á andlegri líðan á vinnustað 4 GEÐHJÁLP 7 . O K TÓ B E R 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 0 7 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 1 2 0 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D E C -9 B C 0 1 D E C -9 A 8 4 1 D E C -9 9 4 8 1 D E C -9 8 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 0 s _ 6 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.