Fréttablaðið - 07.10.2017, Side 76

Fréttablaðið - 07.10.2017, Side 76
Mig hafði lengi dreymt um að læra hönnun og það var einhvern veginn alveg eðlilegt framhald af því sem ég hafði verið að gera. Ég hef unnið víða um heim, svo sem í Rúmeníu og Svíþjóð en það er í raun hægt að vinna hvar sem er svo lengi sem maður hefur tölvu og nettengingu. Samt er auðvitað alltaf best að hitta fólk í eigin persónu. Natalía Stewart Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@365.is Natalía Stewart býr í London en vinnur að verkefnum vítt og breitt um heiminn. Þessa dagana er hún önnum kafin við að leggja lokahönd á búninga fyrir uppfærsluna á Toscu sem verður í Hörpu seinna í þessum mánuði. „Ég er mjög hrifin af Íslandi og finnst gaman að koma hingað. Hér er allt svo rólegt, umhverfið fallegt og það tekur stuttan tíma að komast á milli staða. Í London er miklu meira stress og þar tekur allt miklu lengri tíma,“ segir Natalía glaðlega þar sem við sitjum og drekkum kaffi á Kjarvalsstöðum á rigningarlegum haustdegi. Hún segist ekki hafa hugsað sig lengi um þegar henni bauðst að hanna búninga fyrir Íslensku óperuna. „Fyrsti vinnufundurinn vegna Toscu var haldinn í Hörpu en þaðan er útsýnið svo fagurt að ég gleymdi mér alveg við að horfa á skýin, sjóinn og fjöllin. Mér skilst að það sé frekar algengt þegar fólk kemur þangað í fyrsta sinn,“ rifjar hún hlæjandi upp. Natalía stefnir að því að skoða meira af Íslandi þegar hún fær tækifæri til þess en eins og stendur hefur hún í mörg Ballerína í búningahönnun Natalía Stewart er rússnesk ballerína sem sneri sér að búningahönnun. Hún hannar búninga fyrir uppfærslu Íslensku óperunnar á ítölsku óperunni Tosca sem verður frumsýnd 21. október. „Eins og stendur vil ég einbeita mér að Toscu áður en ég fer að plana lengra fram í tímann,“ segir Natalía. MYND/ANTON BRINK horn á líta, enda stutt í frumsýningu á Tosca. „Hingað til hefur allur minn tími á Íslandi farið í að vinna en það er líka gaman því Tosca er svo spennandi verkefni,“ segir hún. Hönnun eðlilegt framhald af ballett Líf Natalíu snerist um klassískan ballett í mörg ár en hún útskrifaðist sem ballerína frá Bolshoi akademí- unni í Moskvu á sínum tíma. Þaðan lá leiðin á ballettsviðið eða þar til hún ákvað að flytja til London og læra hönnun. „Mig hafði lengi dreymt um að læra hönnun og það var einhvern veginn alveg eðlilegt framhald af því sem ég hafði verið að gera. Ég hef unnið víða um heim, svo sem í Rúmeníu og Svíþjóð, en það er í raun hægt að vinna hvar sem er svo lengi sem maður hefur tölvu og nettengingu. Samt er auð- vitað alltaf best að hitta fólk í eigin persónu,“ segir hún. Spurð hvort reynsla hennar af ballettsviðinu komi sér vel við búningahönnun segir hún svo vera. „Ég veit nákvæmlega hvernig það er að vera klæddur í búning á sviði og hvernig manni líður með það. En stundum langar mig líka að hanna búninga sem ég veit að geta verið óþægilegir fyrir þann sem klæðist þeim og það getur aftrað mér við sköpunina. Sennilega hjálpar einna mest að ég þekki leikhúsið fram og til baka,“ segir hún. Hvert land hefur sérstöðu Þegar talið berst að hönnun og leikhúsi í öðrum löndum en Íslandi segir Natalía að hvert land hafi sína sérstöðu. „Það sem er sameiginlegt er að allir eru alltaf jafnspenntir fyrir verkefnunum. Ég finn það núna, þegar frum- sýning á Toscu nálgast, að allir sem koma að uppfærslunni eru fullir tilhlökkunar. Söngvararnir, leikar- arnir og kórdrengirnir hafa verið í búningamátun og ég finn hvað allir eru spenntir. Frá upphafi hafa allir sem vinna að sýningunni verið svo jákvæðir og það finnst mér sérlega ánægjulegt því það er ekki alltaf svo gott.“ Tæp tvö ár eru frá því að Natalía fór að hanna búningana í Toscu, eða frá þeirri stundu sem hún vissi að hún kæmi að þessu verkefni. „Það tekur tíma fyrir hugmyndirnar að þróast, eða frá því að þær kvikna fyrst og þar til þær eru komnar niður á blað. Svo halda þær áfram að þróast þar til búningarnir eru tilbúnir,“ segir hún. Innt eftir því hvort það standist skoðun að Íslendingar séu alltaf á síðustu stundu og lifi eftir móttóinu „þetta reddast“ segist Natalía ekki hafa orðið vör við það. „Nei, það finnst mér ekki. Auðvitað gengur allt upp að lokum, það er vel þekkt innan leikhússins, en mér líður alls ekki eins og það sé allt á síðustu stundu.“ Hún segist hlakka til frumsýn- ingarinnar og ætlar ekki að láta sig vanta á hana. „Það er mjög gaman að sjá alla máta búningana og það er líka ofsalega spennandi að sjá þá lifna við á sviðinu,“ segir hún. En hvað skyldi taka við hjá henni þegar sýningum á Toscu líkur? „Ég er með nokkur verkefni sem sum gætu orðið heldur stór. Eins og stendur vil ég þó einbeita mér að Toscu áður en ég fer að plana lengra fram í tímann.“ Fákafeni 9, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is SKVÍSAÐU ÞIG UPP FYRIR SUMARIÐ STÆRÐIR 14-28 HAUST ÚTSALA Afsláttur af völdum vörum stærðir 42-56 -30% SJÁÐU ÚRVALIÐ Á WWW.CURVY.IS EÐA KOMDU VIÐ Í VERSLUN OKKAR AÐ FÁKAFENI 9 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 7 . O K TÓ B E R 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 0 7 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 1 2 0 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D E C -7 4 4 0 1 D E C -7 3 0 4 1 D E C -7 1 C 8 1 D E C -7 0 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 0 s _ 6 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.