Fréttablaðið - 07.10.2017, Page 83
Mikilvægt er að halda áfram
uppbyggingu samkvæmt geð-
heilbrigðisáætlun með áherslu á
enn betri samþættingu þjónustu
heilsugæslu, stofnana, þjónustu
á stofu og starfs félagasamtaka
sem og nýtingu nýrra tækifæra,
t.d. geðheilbrigðisþjónustu í
gegnum netið, þ.e. fjargeðheil-
brigðisþjónustu. Mikilvægustu
áherslumálin eru í fyrsta lagi að
efla forvarnir gagnvart ungu fólki
og beina sjónum enn betur að
foreldrum ungra barna og grípa inn
í þar sem áhætta er fyrir hendi. Hér
gegnir heilsugæslan lykilhlutverki.
Í öðru lagi þarf að halda áfram að
efla geðheilbrigðisþjónustu innan
heilsugæslu með þverfaglegri
nálgun og með áframhaldandi
fjölgun sálfræðinga þar og nú
með áherslu á fullorðna þar sem
harla góður árangur hefur náðst í
aðgengi að sálfræðiþjónustu barna.
Í þriðja lagi er brýnt að styðja
áfram geðheilbrigðisþjónustu
heilbrigðisstofnana og sjúkrahúsa,
t.d. á Landspítala þar sem sjónum
er nú einkum beint að barna- og
unglingageðdeild en jafnframt þarf
að bæta húsnæði, mannafla og að
stytta bið eftir greiningu.
Björt framtíð
Óttarr Proppé
formaður Bjartrar framtíðar
Framsókn vill að sálfræðiþjónusta
verði hluti af heilbrigðiskerfinu. Um
20% barna og ungmenna hafa ein-
hvern tíma fyrir 18 ára aldur þurft
að leita aðstoðar vegna geðrænna
erfiðleika. Bregðast þarf snemma
við þegar geðrænir erfiðleikar gera
vart við sig hjá börnum og full-
orðnum. Framsókn vill fjölga sál-
fræðingum í heilsugæslunni og að
sálfræðiþjónusta verði niðurgreidd
og verði hluti af greiðsluþátttöku-
kerfinu eins og önnur heilbrigðis-
þjónusta. Framsókn vill einnig
fjölga sérfræðilæknum á geðsviði
en geðlækna vantar á heilbrigðis-
stofnanir. Framsókn vill fjölga geð-
læknum á heilbrigðisstofnunum
víðsvegar um landið og létta þar
með álaginu af Landspítalanum.
Horfa þarf til byggðaraðgerða og
nýta námslánakerfið sem hvata
til að fá t.d. lækna til starfa. Hægt
væri að gefa afslátt af námslánum
til þeirra sem væru tilbúnir til að
festa sig í ákveðinn árafjölda og
sinna þjónustu í byggðum landsins.
Framsókn vill hefja undirbúning að
nýjum Landspítala með geðdeild.
Framtíðarstaður Landspítalans er
ekki við Hringbraut og vill Fram-
sókn að nýr spítali verði byggður á
nýjum stað sem rúmi allar deildir,
m.a. geðdeild, en það er ekki í boði
við Hringbraut. Sjúklingar þurfa
betri aðstöðu, horfa þarf til bæði
líkamlegra og andlegra veikinda
auk þess sem starfsfólk þarf betri
aðstöðu.
Framsóknar-
flokkurinn
Sigurður Ingi Jóhannsson
formaður Framsóknarflokksins
Brýnustu mál sem varða geðheil-
brigðiskerfið snúa að vandamálum
ungs fólks með geðraskanir. Það
að algengasta banamein ungra
karlmanna sé sjálfsvíg er nöturleg
staðreynd. Aukinn fíknivandi
ungs fólks, geðrof vegna kanna-
bisneyslu og aukin neysla harðra
efna með tilheyrandi afleiðingum
er graf alvarlegt vandamál. Mið-
flokkurinn vill bregðast við með
aukinni sálfræðiþjónustu strax í
grunnskólum en einnig í framhalds-
skólum. Miðflokkurinn vill einnig
stefna að því að samtalsmeðferð
verði viðurkenndur fyrsti með-
ferðarkostur og greitt verði fyrir
hana líkt og lyf. Einnig þarf að efla
starfsemi BUGL svo og bráða-
deildar geðsviðs Landspítala svo
koma megi í veg fyrir hörmulega
atburði. Aukinn fjöldi örorkutilfella
vegna kvíða, þunglyndis og annarra
geðraskana er einnig vandamál
sem Miðflokkurinn vill vinna á
með aukinni þátttöku ríkisins í
starfsemi Virk og annarrar endur-
hæfingar. Miðflokkurinn leggur
einnig áherslu á nauðsyn aðgengis
að geðheilbrigðis þjónustu í öllum
landshlutum.
Miðflokkurinn
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
stofnandi Miðflokksins
Píratar setja geðheilsu fyrir alla í
forgang og vilja því fella sálfræði-
þjónustu inn í sjúkratryggingar. Við
teljum brýnt að ráðast í stórátak
í sjálfsvígsforvörnum. Þær felast
meðal annars í bættu aðgengi að
geðheilbrigðisþjónustu en einnig í
bættu öryggi og húsnæði fyrir geð-
deildir. Þá er einnig mikilvægt að
bráðamóttaka geðdeildar sé opin
allan sólarhringinn.
Loks ber að nefna að mannréttindi
fólks með geðsjúkdóma hafa verið
vanvirt allt of lengi og viðhorf
íslenskrar lagasetningar gagn-
vart þeim er gamaldags. Breyta
þarf ýmsum lögum (t.d. lög-
ræðislögum) til þess að afnema
mismunun gagnvart fólki með
geðsjúkdóma og uppfæra rétt-
indi þeirra til staðla tuttugustu
og fyrstu aldarinnar. Leggja þarf
meiri áherslu á jafningjafræðslu
og þjónustu (eins og t.d. Bataskóla
Geðhjálpar), sem virðir sjálfs-
ákvörðunarrétt og mannhelgi fólks
með geðsjúkdóma.
Píratar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
varaformaður þingflokks Pírata
Áherslur stjórnmálaflokka
í geðheilbrigðismálum
Í fyrsta lagi er það forgangsverkefni
að sálfræðiþjónustan verði hluti af
almenna heilbrigðiskerfinu þannig
að fólk þurfi ekki að neita sér um
sálfræðiþjónustu vegna kostnaðar.
Í öðru lagi er það lykilatriði að efla
rekstur Landspítalans og styrkja þar
með bæði bráðaþjónustu geð-
deildar og efla geðdeild fyrir börn
og ungmenni. Við þurfum ekki
aðeins að standa við fyrirætlanir
um að byggja nýjan spítala heldur
einnig að styrkja rekstur hans þann-
ig að unnt sé að mæta bæði fjölgun
og bæta þjónustu. Í þriðja lagi þarf
að styrkja geðheilbrigðisþjónustu
um land allt þannig að hún verði
hluti af almennu heilsugæslunni.
Enn fremur viljum við sjá aukna
heilbrigðisþjónustu inni í fram-
haldsskólum til að styðja við ungt
fólk en rannsóknir benda til þess að
ungu fólki líði verr en áður.
Vinstri grænir
Katrín Jakobsdóttir
formaður VG
Geðhjálp og fleiri samtök hafa
komið geðheilbrigðismálunum
rækilega á dagskrá síðustu árin.
Samfylkingin hefur lagt sitt af
mörkum og við erum stolt af geð-
heilbrigðisáætluninni sem var sam-
þykkt á Alþingi vorið 2016 að okkar
frumkvæði. Þau þrjú atriði sem
við teljum brýnust á næstu árum
eru betra skipulag geðheilbrigðis-
þjónustu við börn og unglinga
sem og stuðning við börn fólks
með geðrænan vanda, stórefling
bráðageðdeildar Landspítala og
aukið aðgengi að sálfræðiþjón-
ustu í skólum og á heilsugæslu-
stöðvum landsins. Í samræmi við
geðheilbrigðis áætlunina hefur
sálfræðingum í heilsugæslunni
verið fjölgað en það þarf að gera
miklu betur í að auka aðgengi að
geðheilbrigðisþjónustu. Allir eiga
rétt á geðheilbrigðisþjónustu, ekki
bara hátekjufólk.
Samfylkingin
Logi Einarsson
formaður Samfylkingarinnar
Fulltrúar flokka í næstu alþingis-
kosningum voru beðnir um að segja
frá helstu áherslum síns flokks í
geðheilbrigðismálum.
Forvarnir eru algjört grundvallar-
atriði. Byrja á með geðrækt strax
í grunnskóla. Byggja þarf undir
sterkt sjálfsöryggi barnsins og vera
vakandi fyrir öllum breytingum á
andlegri líðan þess. Nauðsynlegt
er að tryggja fagþjónustu á öllum
stigum skólagöngunnar.
Ætíð á að vera til staðar fullkomin
þjónusta þegar einstaklingur þarfn-
ast, eða leitar sér hjálpar, sama hvar
á landinu hann býr. Þegar eiginlegri
meðferð hans lýkur er ekkert mikil-
vægara en hnitmiðuð endurhæfing,
eftirfylgd og örugg búseta. Einstakl-
ingurinn má aldrei finna sig varnar-
lausan á meðan á endurhæfingu
stendur. Taka verður föstum tökum
þá gríðarlegu lyfjanotkun sem er á
þessu heilbrigðissviði, m.t.t. þess
hvort hún sé nauðsynleg.
Menntun fagfólks skiptir miklu
máli en það er gríðarlegur skortur
á fagfólki á geðheilbrigðissviði. Við
gætum efalaust breytt því, með að
nýta t.d. grunnnám sálfræðinga og
félagsfræðinga sem vilja skipta um
starfsvettvang og gefa þeim kost
á að bæta við sig eins og hálfs árs
námi í geðhjúkrunarfræðum og
þannig öðlast heimild til að starfa
sem slíkir. Þetta yrði þó ekki fram-
kvæmt nema í fullu samráði við
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Flokkur fólksins
Inga Sæland
formaður Flokks fólksins
Viðreisn leggur til að útgjöld til
geðheilbrigðismála verði aukin
um 1 ma. kr. umfram 500 m.kr. í
núgildandi aðgerðaáætlun, til þess
að bæta þjónustu á sjúkrahúsum,
heilsugæslunni og skólakerfinu.
Brýnt er að efla bráðaþjónustu við
þá sem þjást af alvarlegum and-
legum veikindum. Mikilvægast fyrir
einstaklinga er þó að komið verði
í veg fyrir að vandamál verði illvið-
ráðanleg. Því ber að leggja áherslu
á forvarnir, sem einnig létta álag á
bráðaþjónustunni.
Tryggja þarf að vandamál verði
greind fyrr og gripið verði fljótt til
viðeigandi aðgerða. Því er mikilvægt
að efla aðgang sálfræðiþjónustu í
Viðreisn
Benedikt Jóhannesson
formaður Viðreisnar
skólakerfinu öllu, frá grunnskólum
til háskóla, og samrýma markviss
viðbrögð heilbrigðis-, félagsmála-
og skólayfirvalda.
Færa skal sálfræðiþjónustu undir
almannatryggingakerfið í áföngum,
þar sem yngstu aldursflokkarnir
verði settir í forgang, til þess að
tryggja aðgang að viðeigandi með-
ferðum óháð efnahag og félags-
legum aðstæðum.
Sjálfstæðis-
flokkurinn
Bjarni Benediktsson
formaður Sjálfstæðisflokksins
Við þurfum almennt að bæta
aðgengi að geðheilbrigðis-
þjónustunni. Þar skiptir miklu að
efla áfram þjónustu sálfræðinga
á heilsugæslustöðvum, ekki síst
á landsbyggðinni. Víða um landið
þarf að stórauka þjónustuna og við
viljum þróa áfram möguleika okkar
í fjargeðheilbrigðisþjónustu í því
skyni. Aukið samstarf við skóla og
sveitarfélög og almenn samþætting
þjónustunnar getur skilað okkur
betri árangri.
Styrkja þarf göngudeildar-
þjónustu BUGL þannig að biðtími
barna styttist. Styðja þarf vel við
Landspítalann og bæta húsakost og
alla aðstöðu til að sinna veikustu
einstaklingunum.
Við viljum leggja áherslu á
fræðslu og forvarnir. Það eitt að
auka forvarnir hefur mikla þýðingu í
málaflokknum. Í samræmi við geð-
heilbrigðisáætlun viljum við leggja
áherslu á geðrækt með það að
markmiði að auka vellíðan lands-
manna.
GEÐHJÁLP 7 L AU G A R DAG U R 7 . O K TÓ B E R 2 0 1 7
0
7
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:4
4
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
7
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
E
C
-8
8
0
0
1
D
E
C
-8
6
C
4
1
D
E
C
-8
5
8
8
1
D
E
C
-8
4
4
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
1
2
0
s
_
6
_
1
0
_
2
0
1
7
C
M
Y
K