Fréttablaðið - 07.10.2017, Síða 100

Fréttablaðið - 07.10.2017, Síða 100
Þeir Einar Garibaldi og Kristján Steingrímur sem sameinast um sýninguna Staðsetn-ingar í Gerðarsafni eru báðir trúir málverkinu. En eins og sýngarstjóri þeirra, Jón Proppé, bendir á eru aðferðir þeirra sérstakar. Því segir hann sýninguna verða í tveimur hlutum. „Sú sem við opnum núna er elegant en svo lokum við henni, breytum öllu og sýnum eldri verk og skyssur, förum nær vinnuferlinu og aðferðunum.“ Verk Kristjáns Steingríms eru úr jarðefnum sem hann tekur á ákveðnum stöðum. „Ég bý til lita- duft úr jarðefnunum, set í þau líno- leum og svo mála ég. Þannig vísa ég í upprunastað efnisins og sögu,“ segir hann og bendir til dæmis á seríu á gafli salarins. „Þessar myndir eru úr almenningsgörðum, flestum erlendis en ein úr Lystigarðinum á Akureyri þar sem ég ólst eiginlega upp því pabbi var garðyrkjustjóri á Akureyri.“ Eitt ljóst málverk minnir á suð- ræna strönd en er frá Bleikjuholti á Ströndum. Annað dumbrautt, úr Seyðishólum. Stórt verk, málað 2004, nefnist Undir vatni. Í því eru jarðefni frá Sauðárgígum sem nú eru komnir undir Hálslón, minnisvarði um farið land. Kristján Steingrímur tekur einnig agnir úr umhverfinu sem eru nánast ósýnilegar þar til hann setur þær í víðsjá og málar þær. Takast á við landslag og tákn á sinn hátt Kristján Steingrímur og Einar Garibaldi með Jón Proppé sýningarstjóra á milli sín. Fréttablaðið/Hanna Einar Garibaldi við eina af fjórtán myndum í seríunni reykjavík. Smáagnir og jarðefni úr garði í París er uppistaða þessa verks sem Kristján Steingrímur stillir sér upp við. Tveir listmálarar, Einar Garibaldi Ei- ríksson og Kristján Steingrímur Jóns- son, fylla hvor sinn sal á efri hæð Gerð- arsafns í Kópavogi. Heiti sýningarinnar er Staðsetningar og hún verður opnuð klukkan 16 í dag. „Þannig upphef ég þær og bý til sýni- legan heim,“ útskýrir hann og bendir á þriggja mynda seríu. Líka stórt verk, gert úr ögnum úr garði í París. Í salnum sem Einar Garibaldi hefur til umráða sýnir hann eitt verk, Höfuðborg. Það er í 14 hlutum. Annars vegar búið til úr þekktum texta, Ó Reykjavík, ó Reykjavík … og hins vegar korti, ætluðu til að vísa ferðamönnum á áhugaverða staði í borginni. Þar eru myndir af myndum, hver ofan í annari. Af hverju? „Kannski tengist það upp- lýsingaflæði samtímans sem hefur gert það að verkum að við erum hætt að sjá raunveruleikann fyrir þeim myndum sem búnar eru til af honum – týnd inni í korti og göngum þar milli tákna til að reyna að sjá hið upprunalega?“ svarar hann. Segir verkið Höfuðborg vera spurningar- merki frekar en yfirlýsingu. „Mál- verkið er í mínum huga leið til að reyna að skilja raunveruleikann, að átta mig á þeim römmum sem stjórna sýn okkar á heiminn og þar með annmörkum tilverunnar.“ Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Auglýsing frá yfirkjörstjórnum Reykjavíkurkjördæma norður og suður um móttöku framboðslista og aðsetur yfirkjörstjórna á kjördag Framboðsfrestur til alþingiskosninga 28. október 2017 rennur út föstudaginn 13. október kl. 12 á hádegi. Yfirkjörstjórnir Reykjavíkurkjördæma norður og suður taka á móti framboðslistum miðvikudaginn 11. október kl. 15-17 og aftur föstudaginn 13. október kl. 10-12 í fundarherbergi borgarráðs, Ráðhúsi Reykjavíkur við Tjarnargötu. Á framboðslista skulu vera nöfn 22 frambjóðenda. Hverjum framboðslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing allra þeirra sem á listanum eru um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann. Framboðslista skal og fylgja skrifleg yfirlýs- ing um stuðning við listann frá kjósendum í hlutaðeigandi kjördæmi á tölusettum blaðsíðum. Tilgreina skal nafn meðmælanda, kennitölu hans og heimili. Fjöldi meðmælenda skal vera 330 að lágmarki og 440 að hámarki. Enginn kjósandi getur mælt með fleiri en einum framboðslista. Komi það fyrir strikast nafn kjósandans út í báðum/öllum tilvikum. Loks skal fylgja framboðslista skrifleg og undirrituð tilkynning frá frambjóðendum listans um hverjir tveir menn séu umboðsmenn listans. Allar framangreindar yfirlýsingar skulu ritaðar eigin hendi og frumritum skilað til yfirkjörstjórnar. Eyðublað fyrir framboðslista og umboðsmenn má nálgast á www.landskjor.is. Gæta skal þess um öll framboð að tilgreina skýrlega nafn frambjóðanda, kennitölu hans, stöðu eða starfsheiti og heimili til þess að enginn vafi geti leikið á því hverjir eru í kjöri. Mælst er til að framboðslistum verði einnig skilað á rafrænu formi og meðmælendalistar skráðir rafrænt á þar til gert vefsvæði á www.island.is. Að öðru leyti er vísað til ákvæða laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000, með síðari breytingum. Meðan kosning fer fram, laugardaginn 28. október nk., verður aðsetur yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis norður í Ráðhúsi Reykjavíkur, þar sem talning atkvæða mun fara fram að kjörfundi loknum. Aðsetur yfirkjör- stjórnar Reykjavíkurkjördæmis suður verður í Hagaskóla og að kjörfundi loknum fer talning atkvæða fram í Hagaskóla. Nánari upplýsingar má nálgast á www.kosning.is eða með því að hafa samband við skrifstofu borgarstjórnar í s. 411-4700 eða með tölvupósti á kosningar@reykjavik.is. Reykjavík, 2. október 2017 Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis norður Erla S. Árnadóttir Andri Björgvin Arnþórsson Eldar Ástþórsson Leifur Valentín Gunnarsson Páll Halldórsson Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis suður Sveinn Sveinsson Heimir Örn Herbertsson Hilda Cortez Bergþóra Ingólfsdóttir Sunna Rós Víðisdóttir ALÞINGISKOSNINGAR 28. OKTÓBER 2017 7 . o k t ó b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r52 m e n n i n G ∙ F r É t t A b L A ð i ð menning 0 7 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 1 2 0 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D E C -3 D F 0 1 D E C -3 C B 4 1 D E C -3 B 7 8 1 D E C -3 A 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 2 0 s _ 6 _ 1 0 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.