Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2017, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2017, Qupperneq 4
Helgarblað 17.–20. febrúar 20174 Fréttir ljúffengur morgunmatur alla daga Kaffivagninn / Grandagarði 10, 101 Rvk. Sími: 551 5932 / www.kaffivagninn.is Opið virka daga frá 07:30–18:00 og um helgar frá 09:30–18:00 gamla höfnin Þ orsteinn Hjaltested hefur höfðað svokallaða meðal­ göngusök á hendur tíu erfingjum Sigurðar Hjaltested sem reka mál gegn Kópavogs­ bæ þar sem þess er krafist að bærinn greiði þeim 75 milljarða í skaðabætur vegna eignarnáms í landi Vatnsenda á árunum 1992–2007. Um er að ræða heimild í einkamálalögum þar sem aðili, sem telur sig eiga lögvarða hags­ muni af niðurstöðu dómsmáls, getur gengið inn í dómsmál annarra og orðið aðili að málinu. Þá krefst Þorsteinn þess að Kópavogsbær greiði honum 29.791.792.570 krónur auk vaxta­ og dráttarvaxta að frádregnum inn­ borgunum upp á 2.250.000.000 sem Þorsteinn fékk í tveimur greiðslum í byrjun febrúar 2007. Greiðslurnar urðu til þess að Þorsteinn varð skattakóngur Íslands 2010 og 2011. Vísað aftur til héraðs Mál erfingjanna var höfðað þann 28. apríl 2014. Aðalkrafa þeirra var sú að Kópavogsbær myndi greiða þeim 75 milljarða í bætur vegna eignarnáms á jörðinni. Héraðsdóm­ ur Reykjaness komst að þeirri niður­ stöðu að vísa skyldi málinu frá dómi í janúarlok 2016 vegna vanreifun­ ar. „Hér stendur auðvitað upp úr að fjölskipaður héraðsdómur hef­ ur fallist á það sjónarmið bæjarins að málið sé ódómtækt enda hefur ekki verið sýnt fram á með nokkrum hætti að dánarbú Sigurðar K. Hjalte­ sted hafi orðið fyrir tjóni við eignar­ nám Kópavogsbæjar,“ sagði Guðjón Ármannsson, lögmaður Kópavogs­ bæjar, við það tækifæri. Úrskurð­ urinn var kærður til Hæstaréttar og tveimur mánuðum síðar komst æðsti dómstóll landsins að þeirri niðurstöðu að frávísunarúrskurð­ urinn yrði felldur úr gildi þannig að taka þyrfti málið til efnismeðferðar að nýju í héraði. Deilt í hálfa öld Deilur um jörðina hafa staðið yfir í hálfa öld og eru gríðarlegir fjár­ hagslegir hagsmunir í húfi enda er jörðin eitt helsta byggingarland Kópavogsbæjar. Upphaflegur eig­ andi jarðarinnar var Magnús Einars­ son Hjaltested. Hann eignaðist jörðina árið 1914 en var ókvæntur og barnlaus. Því fór svo að barna­ barn bróður hans, Sigurður Krist­ ján Lárus son Hjaltested, erfði Vatns­ endajörðina og hóf þar búskap ásamt seinni konu sinni árið 1958. Sigurður lést árið 1966 en þá fór sonur hans frá fyrra hjónabandi, Magnús Hjaltested, fram á að fá jörðina. Sú krafa leiddi til málaferla sem enduðu með því að ekkja Sig­ urðar var borin út af heimilinu. Þegar Magnús lést svo árið 1999 tók Þor­ steinn Hjaltested, elsti sonur hans, við jörðinni. Eins og áður segir fékk Þorsteinn skaðabætur frá Kópavogsbæ upp á rúmlega 2,25 milljarða króna í febrúar 2007 en í kjölfarið hófu aðrir erfingjar Sigurðar Hjalte­ sted málaferli. Þeim lauk síðan í mars 2015 þegar Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ráðstafa skyldi beinum eignarrétti til fimmt­ án erfingja Sigurðar Hjaltested en ekki eingöngu til sonarsonar hans Þorsteins. n Þorsteinn vill fá 30 milljarða Höfðaði meðalgöngusök gegn tíu erfingjum Sigurðar Hjaltested Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Þorsteinn Hjaltested Freistar þess að gerast aðili að máli frændfólks síns sem krefst skaðabóta frá Kópavogsbæ að and- virði 75 milljarða króna. Þ orgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs­ og landbúnaðar­ ráðherra, sagði í þættinum Þjóðbraut á sjónvarpsstöð­ inni Hringbraut í gærkvöldi að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis­ flokksins og núverandi forsætis­ ráðherra, hefði orðið fúll þegar hún tilkynnti honum að hún ætlaði í fram­ boð fyrir annan stjórnmálaflokk en Sjálfstæðisflokkinn. Þorgerður var þingmaður flokks­ ins um árabil og menntamálaráð­ herra á árunum 2003 til 2009. Hún sagði í viðtali við Sölva Tryggvason á Þjóðbraut að henni hafi þótt vænt um að hann hefði orðið fúll. „Honum var ekki sama.“ Hún talaði vel um Bjarna. „Bjarni Benediktsson er einn af stóru mönnunum í íslenskri pólitík. Hann er sterkur leiðtogi. Hann er réttsýnn maður og ég hef trú á honum – að við getum haldið áfram með landið okkar í þeirri uppbyggingu sem við þurfum að halda áfram að standa fyrir.“ n baldur@dv.is Bjarni einn af stóru mönnunum Þorgerður segir Bjarna Ben hafa orðið fúlan Bjarni Ben Varð að sögn Þorgerðar fúll þegar hún tilkynnti honum um framboð sitt fyrir Viðreisn. MynD ÞorMar Vignir Áfram í varðhaldi Héraðsdómur Reykjaness hefur orðið við kröfu lögreglu þess efnis að Thomas Møller Olsen, sem grunaður er um aðild að dauða Birnu Brjánsdóttur, sæti gæslu­ varðhaldi næstu tvær vikurnar. Jón H. B. Snorrason, sak­ sóknari hjá lög­ reglu, sagði við RÚV að hann gerði ráð fyrir að innan tveggja mánaða verði búið að ljúka mál­ inu, en hámarkslengd gæsluvarð­ halds, án þess að ákæra sé fram komin, er 12 vikur. Enn er beðið eftir lokaniður­ stöðu krufningar og lífsýnarann­ sókna. Endurskoða reglur um umbun Stangaveiðifélag Reykjavík­ ur, SVFR, hefur að undanförnu unnið að endurskoðun reglna um umbun stjórnarmanna fé­ lagsins. Stjórnarmenn hafa til þessa fengið tiltekna veiðidaga í ám félagsins fyrir þá vinnu sem innt er af hendi í stjórn. Ágrein­ ingur um hvernig gengið var um þær reglur í fyrrasumar olli því að ákveðið var að hefja undirbún­ ingsvinnu að skýrari reglum. Ekki er þó grunur um misferli, sam­ kvæmt heimildum DV. Fulltrúaráð og stjórn félags­ ins skipaði hóp sem skilað hefur tillögum en málið verður rætt á aðalfundi SVFR, þann 25. febrúar. Þrír stjórnarmenn hafa tilkynnt að þeir sækist ekki eftir endurkjöri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.