Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2017, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2017, Page 8
Helgarblað 17.–20. febrúar 20178 Fréttir Sönn samkeppni Allar gerðir hleðslutækja fyrir Apple tölvur. Verð: 11.990 kr. Magsafe hleðslutæki Öryggismál í ólestri hjá fjölda fyrirtækja n Tæknivefur afhjúpaði að margar íslenskar vefverslanir voru berskjaldaðar Þ að er eiginlega bara sorglegt að þetta skuli vera svona árið 2017,“ segir Jón Ólafsson, ritstjóri tæknivefsíðunnar lappari.com, sem á dögun­ um birti umfjöllun um vefsíður sem hann ætlaði að varast. Ástæðan var einföld. Jón, sem áhugamaður um netöryggismál, hafði á vafri sínu um netið upp götvað að ríflega tuttugu vefsíður íslenskra fyrirtækja voru ekki eins öruggar og þær gætu ver­ ið fyrir notendur sem þar gátu verið að senda inn ýmiss konar persónu­ upplýsingar, jafnvel greiðslukorta­ upplýsingar. Jón tók því saman lista yfir fyrirtækin og birti á vef sínum sem vakti töluverð viðbrögð. Mörg fyrir tækjanna brugðust skjótt við og bættu úr, en Jón segir mikilvægt fyrir almenning að vera meðvitaður um öryggi sitt á vefsíðum og í vef­ verslunum. Eins og gamli sveitasíminn Það sem kom í ljós í athugun Jóns var að fjölmargar vefsíður voru ekki með samskiptastaðalinn HTTPS uppi á innskráningarhlutum vefja sinna. HTTPS er staðall fyrir öruggari samskipti yfir internetið og miðar að því að tryggja að sam­ skipti notenda við vefsíður sem fara fram yfir HTTP séu dulkóðuð og því varin fyrir ýmiss konar árásum og upplýsingaþjófnaði. Í stuttu máli er HTTPS staðfesting á að vefurinn sem þú vilt heimsækja sé sá sem hann segist vera, dulkóðun sam­ skipta, auðkenna og persónulegra upplýsinga notenda er varin. Jón bendir á að HTTPS sé ekki fullkom­ ið en það sé einn liður í því að gæta öryggis notenda og ætti því að vera regla frekar en undantekning. „Það er hægt að líkja þessu við gamla sveitasímann í samanburði við nútíma símakerfi. Það er bara þannig að ef þessi öryggislausn er ekki á þá getur í raun hver sem er „hlustað“ á pakkana sem þarna eru að fara á milli notanda og vefsíðu. Alveg sama hvort það séu leyniorð eða greiðslukortaupplýsingar. Þetta skiptir gríðarmiklu máli.“ Afsláttur á öryggi Jón kveðst hafa verið að vafra um til­ tekna síðu þar sem hann hugðist ný­ skrá sig sem notanda en tók þá eft­ ir að það vantaði græna lásinn sem á að birtast fyrir framan vefslóðina í vafranum með yfirlýsinguna um að tengingin sé „Secure“ eða örugg. (Sjá mynd). „Ég fór þá að velta fyrir mér hvort þetta væri svona víðar og tók mér nokkrar mínútur í að flakka milli vef­ síðna fyrirtækja sem ég mundi eftir og þar kom upp þessi listi, 21 fyrir­ tæki sem ekki var að sinna þessu rétt. Úr varð þessi bolti og það er búið að vera áhugavert að fylgjast með þessu.“ Dæmin sem Jón tók í umfjöllun sinni voru um vefverslanir og síðan innskráningarform þar sem notendur eru að skrá sig á póstlista og þess hátt­ ar. Hann segir að allur vefurinn eigi án undantekningar að vera í HTTPS, en til vara þurfi öll form þar sem not­ endur eru að skrá inn persónuupp­ lýsingar að fara fram yfir HTTPS. „Allt annað er afsláttur á öryggi mínu sem notanda hjá viðkomandi fyrirtæki. Við ættum að varast þannig form og láta viðkomandi fyrirtæki vita og biðja þá að laga sem fyrst,“ skrifar Jón á lappari.com. Þar birtir hann einnig skýringarmyndband frá netöryggis­ sérfræðingnum Troy Hunt sem sýnir hversu auðvelt það er að komast yfir notendanöfn, lykilorð og aðrar upp­ lýsingar ef vefsíður eru ekki í þessum öryggisstaðli, HTTPS. Misjöfn viðbrögð Níu fyrirtæki höfðu samband við hann strax um helgina þar sem þau þökkuðu honum ábendinguna og bættu úr með þeim orðum að þau viðurkenndu að þessir hlutir þyrftu að vera í lagi. Því er Jón sammála. „Eitt fyrirtæki tók þessa óstinnt upp og sagði að ég hefði átt að fara með þessar athugasemdir beint til þeirra og gefa þeim færi á að laga þetta. Að setja þessa vottun á tekur 10 mínútur fyrir vana menn og í mín­ um huga er ekki réttlætanlegt að vera ekki með hana á. Þetta er bara sofandaháttur.“ Stór fyrirtæki á meðal Svarta listann sem Jón birti á lapp­ ari.com hefur hann síðan uppfært eftir því sem viðkomandi fyrirtæki hafa tekið við sér og bætt úr. Athygli vekur að meðal fyrirtækja þar sem þessi mál voru í ólestri voru vefsíður bókhaldsfyrirtækisins Notando. is, Elko, Tölvulistinn, Byko, Húsa­ smiðjan og Rúmfatalagerinn, svo dæmi séu nefnd. Öll þeirra fyrir­ tækja sem hér eru nefnd, höfðu þó bætt úr þessu þegar þetta er skrifað. „Punkturinn hjá mér var að vekja fólk til umhugsunar og vitundar um að skoða þetta og hvort, þegar það er að slá inn notandanafn, leyni­ orð eða hvað sem er, þessi græna öryggistilkynning sé uppi í horn­ inu.“ Jón kveðst ætla að halda áfram að vakta vefsíður fyrirtækja með þessum hætti. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Afhjúpaði bresti Jón Ólafsson tók saman svartan lista yfir fyrirtæki og vefverslanir, sem bjóða upp á ný- og innskráningar þar sem persónuupplýsinga er krafist, sem ekki uppfylltu sjálfsagðar netöryggiskröfur. Mynd REutERS „Það er hægt að líkja þessu við gamla sveitasímann í samanburði við nútíma símakerfi. Öruggari tenging Svona birtist örugg síða í vefslóð vafra þíns ef vefurinn sem þú ert að nota er í HTTPS. Grænn öryggislás, „Secure“ vottorð og HTTPS í slóðinni. Fyrir neðan má sjá hvernig vefslóð birtist ef síðan er bara í hefðbundnu, óöruggu HTTP. Mynd SkJáSkot

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.