Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2017, Qupperneq 10
Helgarblað 17.–20. febrúar 201710 Fréttir
Óttast að verkfalls-
sjÓður sé tÓmur
n Greiðslur úr verkfallssjóði sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur dragast
e
kkert bólar á greiðslu til sjó-
manna úr verkfallssjóði Sjó-
manna- og vélstjórafélags
Grindavíkur sem borga
átti út í byrjun vikunnar.
Áhyggjufullir félagsmenn eru ósátt-
ir við upplýsingaskort vegna máls-
ins og telja að sjóðurinn hafi tæmst.
Alls er búið að greiða um 76 millj-
ónir króna úr sjóðnum síðan verk-
fall sjómanna hófst. Forsvarsmað-
ur SVG vísar því á bug að sjóðurinn
sé uppurinn og sagði fyrirspurn DV
þess efnis „lúalega“.
Milljarðs tekjutap hjá hinu
opinbera
Verkfall sjómanna hefur nú staðið
yfir í tæpar 10 vikur og eru um
2.200 sjómenn í verkfalli
auk tæplega 500 vélstjóra.
Samkvæmt upplýs-
ingum frá Heiðrúnu
Lind Marteinsdóttur,
framkvæmdastjóra
Samtaka fyrirtækja í
sjávarútvegi, þá hafa
deiluaðilar samið um
öll mál, nema hvað varð-
ar skattaafslátt á fæðispen-
ingum. Sú aðgerð, sé miðað við að
fjöldi lögskráningardaga sjómanna
sé 1,5–1,6 milljónir daga á ári og að
fæðispeningar séu að jafnaði 1.500
krónur á dag, mun þýða tekjutap
ríkissjóðs upp á 730 milljónir á ári
auk þess sem sveitarfélögin
kæmu til með tapa um 330
milljónum króna í út-
svarstekjur. Þessar tölur
komu fram í frétt RÚV
um málið.
Kallaði Heiðrún
Lind eftir því að stjórn-
völd einhentu sér í það
verkefni að úrskurða um rétt-
mæti þessarar kröfu en áður
hafði Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir, landbúnaðar- og sjávarút-
vegsráðherra, lagt fram tillögu um
almenna skoðun og greiningu á fæð-
is- og dagpeningum á almennum
vinnumarkaði og þeirri skoðun yrði
lokið í apríl. Ólíklegt verður að telj-
ast að deiluaðilar hafi þolinmæði
eða jafnvel burði til þess að bíða svo
lengi.
Ekkert bólar á þriðju greiðslu
Samkvæmt heimildum DV þá óttast
félagsmenn Sjómanna- og vélstjóra-
félags Grindavíkur að verkfallssjóð-
ur félagsins sé tómur. Alls eru 656 fé-
lagsmenn sem eiga rétt á greiðslum
úr verkfallssjóði hjá SVG en aðeins
380 nýta sér þann möguleika. Ástæða
þess að menn kjósa ekki að nýta sér
þennan rétt er hugsanlega sú að þeir
eru horfnir til annarra starfa.
Byrjað var að greiða úr sjóðnum
um miðjan janúarmánuð og áttu
félagsmenn von á greiðslum sem
nema kauptryggingu háseta, sem
eru 234 þúsund krónur á mánuði
eða 10.800 krónur alla virka daga.
Ætlunin var að greitt yrði á tveggja
vikna fresti, alls 117 þúsund krónur
í hvert skipti. Tvær greiðslur voru
inntar af hendi, alls um 76 milljón-
ir króna, en sú þriðja átti að berast
til félagsmanna mánudaginn 13.
febrúar síðast liðinn. Engar greiðslur
hafa enn borist þrátt fyrir ítrekanir
frá félagsmönnum. Í samtali við DV
fullyrðir ónafngreindur félagsmaður
að gjaldkeri félagsins hafi sagt sjóð-
inn tóman.
Segja fréttirnar „úr lausu lofti
gripnar“
DV hafði samband við forsvars-
menn Sjómanna- og vélstjórafélags
Grindavíkur vegna málsins. Þar var
þessum upplýsingum blaðsins vísað
á bug og þær sagðar „úr lausu lofti
gripnar“. Viðmælandinn sagði fyrir-
spurn blaðsins vera „lúalega“ en frek-
ari fyrir spurnum var ekki svarað og
borið við fjölmiðlabanni deiluaðila.
Ekki fékkst uppgefið hver staðan
er á verkfallssjóði Sjómannafélags
Vestmannaeyja en þar hafa um 100
sjómenn nýtt sér úrræðið af þeim 177
sem eiga til þess rétt. Starfsmaður fé-
lagsins sagðist ekki geta veitt þær
upplýsingar og sagði forsvarsmenn
félagsins vera upptekna við funda-
höld í höfuðborginni. RÚV greindi
frá því í janúarlok að SV væri reiðu-
búið til þess að selja orlofsíbúðir
félagsins til þess að standa undir
greiðslum úr verkfallssjóði. Þó fékkst
staðfest að engin slík skref hafi verið
stigin enn sem komið er. n
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
Skip á sjó Stutt gæti verið í að deilan leysist. Ekkert er þó í hendi.
Pure Synergy
á 15% afslætti í febrúar
Mamma veit best • Laufbrekka 30 og Njálsgata 1 • mammaveitbest.is
Hvert er þitt markmið
í meistaramánuði?
Gleraugnaverslunin Eyesland hefur opnað nýja og glæsilega verslun
á Grandagarði 13. Mikið úrval af gæðagleraugum á góðu verði
– og þú færð frábæra þjónustu.
Verið velkomin!
Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is
Cocoa Mint sólgleraugu
kr. 12.900,-
Sjáðu muninn?