Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2017, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2017, Síða 12
Helgarblað 17.–20. febrúar 201712 Neytendur Í slendingar greiða allt að 60 pró­ sentum hærra verð við stóra Domino's pítsu af matseðli en neytendur í nágrannalöndun­ um þar sem íslenskir eigendur pítsukeðjunnar hafa verið að hasla sér völl á undanförnum misserum. Pizza Pizza ehf., félag í meirihlutaeigu íslenska athafna­ mannsins Birgis Þórs Bieltvedt, á meirihluta í Domino's á Íslandi sem og í Noregi og Svíþjóð. Dom­ ino's rekur tuttugu og tvo pítsu­ staði hér á landi, tólf í Noregi og tvo í Svíþjóð en þar var fyrsti stað­ urinn opnaður í byrjun desember síðastliðnum. Þrátt fyrir að vera í eigu sömu aðila þá leiddi athugun DV í ljós að verulegur verðmunur er á pítsunum í þessum löndum. Framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi segir muninn skýrast af mörgum þáttum, meðal annars uppbyggingu matseðla sem sé mis­ munandi milli landa. Íslendingar séu tilboðsdrifnir kaupendur á meðan Norðmenn horfi til verðlags á matseðlum. Tilboðin séu fleiri og hagstæðari á Íslandi en sóttar pítsur af matseðli eru mun ódýrari í nágrannalöndunum. Hann segir að miðað við kauphegðun Ís­ lendinga séum við í raun að fá pítsurnar á sambærilegu verði og annars staðar. Hallar oft á íslenska neytendur DV hefur að undanförnu birt ítar­ legan verðsamanburð á ýmiss konar vörum sem fást hér á landi og sambærilegum vörum í nágranna­ löndunum. Niðurstöðurnar voru nær allar á einn veg, að það er okrað á íslenskum neytendum. Ísland kom sömuleiðis nýverið fremur illa út úr nýlegri könnun Eurostat, hagstofu Evrópusam­ bandsins, sem sýndi að Ísland er fjórða dýrasta land í Evrópu þegar kemur að innkaupum á matvöru, drykkjar­ vöru og tóbaki. Verð­ lag í þessu tilliti væri 30 prósent­ um hærra hér en Evrópumeðal­ talið. Aðeins Sviss, Noregur og Danmörk bjuggu við hærra verð á þessum vöru­ flokkum en Ís­ lendingar. DV lék því forvitni á að vita hvernig Ísland kæmi út í verðsam­ anburði innan pítsukeðjunnar með íslenska eignarhaldið. Getur munað miklu á stakri pítsu Við skulum taka sem dæmi stóra pítsu af matseðli Domino's á Ís­ landi annars vegar og í Noregi og Svíþjóð hins vegar. Pítsan sem um ræðir er Bahamas­pítsa sem er með fjórar áleggstegundir og við gerum ráð fyrir því að pítsan sé sótt. Á Íslandi kostar Bahamas 3.245 krónur, en þess ber að geta að sendingarkostnaður er innifalinn í uppgefnu verði á matseðli, sem er ekki tilfellið í Noregi og Svíþjóð. En hægt er að óska eftir því að sækja pítsuna og lækkar verðið þá í 3.150 krónur. Athygli vekur að þú sparar aðeins 95 krónur á að sækja og því yrði mun hagstæðara fyrir Íslendinginn, sem ætlar að sækja pítsuna, að taka bara tvennutil­ boð og fá þar aðra pítsu og stóran skammt af brauðstöngum. En nán­ ar af tilboðsfyrirkomulaginu síðar. 21,7 prósentum ódýrari í Noregi Í Noregi, sem jafnan er þekkt fyrir allt annað en lágt verð eins og niðurstöður Eurostat sýna, kostar stök, sótt Bahamas­pítsa af matseðli 189 norskar krónur, eða sem nem­ ur 2.533 íslenskum krónum. Þetta gerir 21,7 prósenta verðmun miðað við sótta pítsu. Sendingar­ kostnaður, sem ekki er uppgef­ inn á matseðl­ inum í Noregi er 75 norskar krón­ ur, eða ríflega 990 krónur ís­ lenskar. Heimsend stök pítsa væri með því gjaldi orðin 8 prósentum dýrari í Noregi en á Íslandi. Allt að 60 prósent ódýrari í Svíþjóð Í Svíþjóð vill svo til að ekki er að finna Bahamas­pítsu á matseðli en algengt verð á sambærilegri stórri pítsu af matseðli er um 139–149 sænskar krónur, eða rétt um 1.700 til 1.800 krónur íslenskar. Það þýð­ ir að verðmunur á sóttri pítsu á Ís­ landi og í Svíþjóð er á bilinu 55 til 60 prósent, Svíum í vil. Sendingarkostnaðurinn sem ekki er uppgefinn á matseðlinum í Sví­ þjóð er 49 sænskar krónur, eða rúm­ ar 600 krónur. Heimsend stök pítsa væri með því gjaldi þó enn um og yfir 40 prósentum ódýrari í Svíþjóð Ef litið er til Domino's í Dan­ mörku, sem tekið skal fram að er ekki í eigu Íslendinganna í Pizza Pizza ehf., er verðið enn lægra. Þar má finna stóra Bahamas­pítsu af matseðli á 69 krónur danskar, eða rúmar 1.100 krónur. Munar því allt að 96 prósentum á verði pítsunnar hér á landi og í Danmörku. Þetta segir Domino's DV leitaði skýringa á þessum verð­ mun hjá Birgi Erni Birgissyni, fram­ kvæmdastjóra Domino's á Íslandi og segir hann að margir þættir, stór­ ir jafnt sem smáir útskýri muninn. Gott sé að fá tækifæri til að útskýra þetta því viðskiptavinir hafi ein­ hverjir verið að velta þessu fyrir sér. Blaðamaður vissi fyrir það fyrsta ekki að sendingarkostnaður væri innifalinn í verði pítsu á matseðli hér en ekki á norsku og sænsku heimasíðunum. Úti er sendingar­ kostnaðurinn umtalsvert hærri sem taka verði með í reikninginn ef um er að ræða hráan samanburð milli matseðla. En líkt og bent er á í um­ fjöllun DV nemur hinn innifaldi sendingarkostnaður aðeins 95 krón­ um á íslenska matseðlinum. Dæmin miða því öll við að pítsan sé sótt. Birgir Örn bendir síðan á að þættir eins og gengislækkun í Nor­ egi í kjölfar olíuverðslækkunar og styrking íslensku krónunnar undanfarið skipti máli í svona sam­ anburði. Öðruvísi matseðlar og kauphegðun Stór hluti skýringarinnar er síðan uppbygging matseðla milli þjóða sem helgast af kauphegðun og neyslumynstri neytenda í mismun­ andi löndum. „Við gerðum allt öðruvísi mat­ seðil í Noregi en á Íslandi. Við erum með miklu fleiri tilboð á Íslandi en í Noregi. Ástæðan er sú að við komumst að því að kauphegðun Norðmanna er meira drifin áfram af matseðilsverði en Íslendingar eru miklu drifnari áfram af tilboðsverði. Það er eiginlega algjör meirihluti á Íslandi sem kaupir tilboð af okk­ ur,“ segir Birgir og nefnir sem dæmi þriðjudagstilboðið, tvennutilboðið og spartilboðin, sem séu gríðarvin­ sæl. „Við erum ekki að gera þetta með sama hætti í Noregi. Íslendingar velja tilboð og þegar maður skoð­ ar nettóniðurstöður í reikningum þá er pítsan yfirleitt ódýrari mið­ að við hvernig Íslendingar kaupa.“ Bendir hann á að Íslendingar sem sæki pítsurnar sínar taki nánast all­ ir tilboð, sem miðað flest við að sótt sé. Matseðlarnir séu því mjög ólíkt uppbyggðir. Hvað Svíþjóð varðar segir Birgir að ofan á leggist fleiri atriði. Ódýrari ostur í Svíþjóð „Það eru miklir verndarmúrar í kringum Ísland og Noreg, gagnvart osti sérstaklega. Í Svíþjóð eru þeir að borga helmingi lægra verð fyrir ostinn en við. Það er gríðarlega stór kostnaðarliður hjá okkur.“ Þá séu pítsurnar í Noregi aðeins stærri, pítsurnar í Svíþjóð aðeins minni, launakostnaður sé mismun­ andi á hverjum stað fyrir sig og þá þurfi Íslendingar að flytja inn tals­ vert af vörum um þrjú þúsund kíló­ metra leið. „Þannig að það er margt sem kemur inn í þetta. Ef þú ert að reikna hvernig Íslendingar eru að kaupa þá eru þeir að fá þetta á sambærilegum kjörum. Íslendingar hafa keypt píts­ ur af okkur í 20 ár þannig að við höf­ um lært inn á þá en við erum enn að læra inn á þá í Noregi og Svíþjóð, þar sem þetta byrjaði bara fyrir stuttu.“ Af þessu má því ráða að hag­ stæðara er fyrir Íslendinga að kaupa sér meira af pítsu, jafnvel meira en þeir þurfa, í formi tilboðspakka á meðan Norðmenn og Svíar búa við færri tilboðspakka en hagstæðara verð á stökum pítsum af matseðli. n Við greiðum 60 prósentum meira fyrir Domino's pítsuna n Sömu eigendur hér og úti n Íslendingar vilja tilboð en Norðmenn lægra verð á matseðli Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Íslenska pítsuútrásin Eftirtektarverður árangur Eftir uppgang Dom- ino's hér á landi á umliðnum árum hófst íslenska Domino's-pítsu- útrásin í Noregi árið 2014 en síðan hefur stöðunum þar fjölgað jafnt og þétt og viðtökurnar verið góðar. Árangur Birgis Þórs Bieltvedt og félaga hefur ekki farið fram hjá fjárfestum en árið 2015 keyptu lífeyrissjóðir og fagfjárfestar hlut í Pizza Pizza ehf. í gegnum framtakssjóð- inn Eddu. Í júní 2016 var síðan tilkynnt um kaup Domino's Pizza Group, stærstu pítsukeðju Bretlands, á minnihluta í rekstri Domino's á Íslandi, Noregi og Svíþjóð á 24 milljónir sterlingspunda. Með kaupunum innleystu íslenskir eigendur og áðurnefndir fjárfestar hluta af þeirri fjárfestingu sem lögð hafði verið í vöxt fyrirtækisins á Norðurlöndum á undanförnum árum. Íslendingar héldu sem fyrr segir meirihlutaeign sinni í rekstrinum í öllum löndum, en breska fyrirtækið eignaðist á bilinu 45–49% í norrænu félögunum. Domino ś Verðið á stökum sóttum pítsum af matseðli Domino's er mun hærra hér en í nágrannalöndunum. Kauphegðun Íslendinga hefur verið kortlögð þannig að við viljum kaupa tilboðspakka á meðan Norðmenn rýna frekar í verð af matseðlum. Birgir Örn Birgisson Framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi. Íslendingar taki tilboðspakka Bahamas-pítsan er á lægra verði í Noregi og Svíþjóð samanborið við Ísland. Íslendingar vilja frekar tilboð þar sem þeir fá meira fyrir minna á meðan frændur okkar rýna í verð á matseðlunum. MyND DoMiNoS.iS „Við gerðum allt öðruvísi mat seðil í Noregi en á Íslandi. Við erum með miklu fleiri til- boð á Íslandi en í Noregi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.