Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2017, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2017, Qupperneq 31
Helgarblað 17.–20. febrúar 2017 Fólk Viðtal 27 geri það líka með því að hafa aldurs- takmarkið aðeins 16 ára. Ég ætla aldrei að horfa upp á svona aftur.“ Tók terturnar í sundur Miðvikudaginn 4. janúar síðastliðinn gerðu þeir feðgar sér ferð í höfuð- borgina til að kaupa flugelda sem fjölskyldan ætlaði að sprengja saman á þrettándanum. Með í för voru yngri bræður Antons en samtals eru systkinin sex talsins. Anton og bræð- ur hans hafa mikinn áhuga á flugeld- um og því hafa þeir, til þessa, verið mjög spenntir fyrir þessum árstíma. „Á meðan við vorum að kaupa flugeldana keypti Anton sér sjálfur sex tertur og eina sýningartertu sem var töluvert stærri. Ég setti ekkert sérstakt spurningarmerki við það enda hafði ég enga hugmynd um hvað hann ætl- aði sér með þær,“ segir Gunnar. Anton bætir við að dagana á undan hafi hann ásamt vinum sínum notað bíl- skúrinn til að taka tertur í sundur og búa til heimatilbúnar sprengjur. „Krafturinn er aðalmálið þegar maður er að sjálfur að gera sprengj- ur. Sprengingin verður miklu stærri, sterkari og öflugri,“ segir Anton en eftir að hann kom heim úr flug- eldabúðinni ákvað hann að útbúa stærðarinnar sprengju með því að safna púðrinu úr tertunum saman í stóran glervasa. Dagana á undan hafði hann verið að búa til sprengj- ur með því að setja púður inn í tómar klósettpappírsrúllur en nú var kom- ið að því að taka sprengjugerðina á næsta stig. Foreldrar hans voru grunlausir um hvað hafði gengið á í bílskúrnum. „Þessi sprengja var samt ekki plönuð fyrirfram. Við ætluðum bara að prófa að gera eitthvað nýtt.“ Eftir að Anton og vinir hans höfðu dundað sér í rúmar fimm klukku- stundir við að taka allar terturnar í sundur og búnir að útbúa nokkrar stórar sprengjur var komið að stóru stundinni. Heppinn að vera á lífi „Við fórum með sprengjurnar út og ég sagði strákunum að fara í burtu áður en ég kveikti á þræðinum á fyrstu sprengjunni. Á sama augna- bliki og ég bar eldinn að sprengjunni sprakk hún yfir alla höndina þar sem ég náði ekki að kippa henni upp úr glervasanum. Hún sprakk líka yfir allt andlitið. Það næsta sem ég man er að ég sá hvítt, missti heyrnina og náði ekki andanum.“ Glerbrotum og sprengjuögnum rigndi yfir Anton. Auk þess sem hann fékk glerbrot inn í annað aug- að brunnu hornhimnurnar af báð- um augunum og andlitið var svart og blóðugt. Hljóðhimnurnar sprungu og úr þeim vall blóðugur, þykkur vökvi. Hægri handleggur Antons skaddaðist jafnframt töluvert og hann hlaut annars og þriðja stigs bruna í slysinu. „Eftir á var okkur sagt að ef Anton hefði gert sprengjuna rétt þá hefði hann dáið í slysinu. Það sem bjarg- aði honum var að hann þjappaði ekki púðrinu eins og er yfirleitt gert. En sem betur fer hafði hann ekki vit á því,“ segir Helga móðir hans og hryllir sig. Hún segir að þau Gunnar hafi verið heima þetta kvöld þegar vinur Antons hringdi og bað þau um að koma strax þar sem Anton hefði lent í slysi. Þau höfðu ekki minnsta grun um hvað biði þeirra á slysstað. Þau töldu að hann hefði kannski brennt sig á puttanum og Helga tók sér því tíma til að þrífa og fylla tveggja lítra gosflösku af köldu vatni til að kæla brunasárið áður en hún fór af stað. Héldu að Anton væri blindur Eftir slysið ráfaði Anton inn í nærliggjandi blómabúð og vinur hans hringdi, áður en hann hafði samband við foreldra Antons, í Neyðarlínuna. Fyrir tilviljun var eig- andi blómabúðarinnar staddur í versluninni og gat hleypt þeim inn og Anton komst strax að vaski þar sem hann kældi andlitið. „Það fyrsta sem ég hugsaði og sagði upphátt eftir slysið var að ég væri orðinn blindur. Ég var alveg viss um það,“ segir Anton en þegar pabbi hans kom hlaupandi stóð hann við vaskinn og var að skvetta vatni fram- an í sig. „Mér brá svakalega þegar ég sá hann. Ég stoppaði mömmu hans af, hún var rétt fyrir aftan mig, og sagði að þetta væri alltof mikið. Ég vildi hlífa henni við því að sjá hann svona. En hún hlustaði auðvitað ekki á Anton afmyndaðist eftir flugeldaslys Hefur lært Anton Freyr er búinn að læra sína lexíu. Mynd SigTryggur Ari Á spítalanum Á meðan læknar og hjúkrunarfólk gerði að sárum Antons var honum haldið sofandi. Mynd Úr einkASAfni „Auk þess sem hann fékk glerbrot inn í annað augað brunnu hornhimnurnar af báðum augunum og andlitið var svart og blóðugt. Bataferlið var sársaukafullt Fyrstu dagana eftir slysið var óvíst hvort Anton fengi sjónina aftur. Mynd Úr einkASAfni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.