Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2017, Blaðsíða 56
Helgarblað 17.–20. febrúar 2017
13. tölublað 107. árgangur Leiðbeinandi verð 785 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
Nei, Atli það
nokkuð!
ÖLL LJÓS Á
25%
AFSLÆTTI
TIL 23. FEBRÚAR
1
byko.is
Ö
ll v
er
ð
er
u
bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vil
lu
r o
g/
eð
a m
yn
da
br
en
gl.
T
ilb
oð
g
ild
a t
il 2
4.
o
kt
ób
er
eð
a á
m
eð
an
b
irg
ði
r e
nd
as
t.
ÞÚ FÆRÐ PERURNAR Í BYKO
AUÐVELT AÐ VERSLA Á BYKO.IS
Ráðherra-
íbúð til sölu
n Þórdís Kolbrún Reykfjörð
Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-
og nýsköpunarráðherra hefur
sett íbúðina sína á sölu. Um er
að ræða mjög huggulega, mikið
endurnýjaða íbúð í Furugrund 58
í Kópavogi. Íbúðina keypti hún
ásamt manni sínum 2015 en hjá
ungu fólki gerast hlutirnir hratt.
Kolbrún er síðan orðin ráðherra
í ríkisstjórn Íslands auk þess þau
hjónin eignuðust sitt annað barn
nýverið. Íbúðin er 91 fermetri,
fjögurra herbergja – að meðtöldu
stóru kjallaraher-
bergi – og er í
fallegu hverfi
við Foss-
vogsdalinn.
Ásett verð er
37,9 milljónir
króna.
E
f ákveðnum aðilum verður að
ósk sinni þá verð ég gjaldþrota
á þessu ári vegna meiðyrða-
mála,“ skrifar blaðamaðurinn
Atli Már Gylfason á Twitter. Tilefnið
er erindi sem Atli Már hefur feng-
ið frá Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni,
lögmanni Guðmundar Spartakus
Ómarssonar sem Atli Már fjallaði
um í Stundinni í fyrra.
DV greindi frá því á dögunum
að Guðmundur Spartakus hafi far-
ið fram á ómerkingu fjölda ummæla
og vill skaðabætur vegna umfjöll-
unar sem Atli Már birti í Stundinni.
Rakel Þorbergsdóttur, fréttastjóra
RÚV, Pálma Jónassyni, Jóhanni
Hlíðari Harðarsyni og Hjálmari
Friðrikssyni fréttamönnum á RÚV,
hefur einnig verið stefnt, rétt eins
og Sigmundi Erni Rúnarssyni, dag-
skrárstjóra á Hringbraut, vegna um-
fjöllunar um Guðmund.
Atli Már tjáði sig um stefnu Vil-
hjálms á Twitter á dögunum og
hvatti Guðmund Spartakus til að
einbeita sér að því að hjálpa til við
upplýsa mannshvarf í stað þess
að lögsækja blaðamenn eins og
„aumingi“. Í þessu samhengi má
nefna að nafn Guðmundar Sparta-
kus hefur oft komið upp í tengslum
við fréttaflutning af hvarfi Friðriks
Kristjánssonar sem ekkert hefur
spurst til síðan í apríl 2013. Ríkisút-
varpið birti frétt í byrjun síðasta árs
þar sem haft var eftir ABC-Color að
Guðmundur Spartakus væri valda-
mikill dópsmyglari í Suður-Ame-
ríku.
Vilhjálmur hefur nú sent Atla
Má bréf þar sem þess er krafist, fyrir
hönd Guðmundar, að Atli biðjist af-
sökunar á ummælunum á Twitt-
er, um meintan aumingjaskap um-
bjóðanda hans.
Atli var önnum kafinn þegar
DV leitaði til hans en sagði áður
en hann kvaddi: „Fyrirgefðu vinur
minn, en ég hef mikilvægari hnöpp-
um að hneppa en að elta ólar við
þennan lögmann.“ n baldur@dv.is
Krefur Atla um afsökunarbeiðni
„Ég hef mikilvægari hnöppum að hneppa,“ segir Atli Már Gylfason um kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar
Líka önnum kafinn Vilhjálmur er lögmaður
Guðmundar Spartakus. MyndiR SiGtRyGGuR ARi
Önnum kafinn Atli Már hefur í nógu að
snúast, nú sem endranær.
Smint og engin
ölvun
n Áfengisfrumvarpið myndar
enn á ný mikla umræðu og snörp
skoðanaskipti í samfélaginu og
hvergi meiri en á samfélagsmiðl-
um þar sem fólk á öndverðum
meiði tekst á og stutt er í öfgarnar
í báðar áttir. Síðan eru þeir sem sjá
kómísku hliðar málsins og reita af
sér brandara yfir umræðunni. Einn
þeirra er Kastljósstjarnan Helgi
Seljan sem í vikunni hefur velt fyrir
sér öðrum hliðum frumvarpsins, á
léttu nótunum.
„Pælir enginn í því hversu
margir munu geta keyrt fullir og
komist upp með það, þegar þeir
geta keypt Smint og hálsbrjóstsykur
með Vodkanu?“
Þá sér Helgi líka kosti frum-
varpsins.
„Karlar munu
verða duglegri
að versla í mat-
inn. Konurnar fá
meiri tíma til að
snyrta sig og lesa
dönsku blöðin,“
segir kaldhæðin
Kastljósstjarnan.