Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2017, Blaðsíða 10
vikublað 7.–9. mars 201710 Fréttir
Dalvegur 6-8 • 201 Kópavogur • Sími 535 3500
Draupnisgata 6 • 603 Akureyri • Sími 535 3526
www.kraftvelar.is • kraftvelar@kraftvelar.is
BT rafma
gnstjakk
ar
- auðveld
a verkin
!
• 1300 kg. lyftigeta
• 24V viðhaldsfrír rafgeymir
• Innbyggt hleðslutæki (beint í 220V)
• Aðeins 250 kg. að þyngd
Ákvarða launin
sín í næstu viku
Stefnt að því að taka ákvörðun um framtíðarskipulag launamála borgarfulltrúa 17. mars
T
aka á ákvörðun um fyrir
komulag launa borgarfull
trúa 17. mars næstkomandi.
Við ákvörðun kjararáðs 29.
október síðastliðinn um
hækkun launa þingmanna brugðust
borgarfulltrúar ókvæða við og ákváðu
að hækka ekki laun sín í samræmi við
þá hækkun, sem að öllu jöfnu hefði
átt að eiga sér stað. Helst er horft til
þess að tengja laun borgar fulltrúa við
launavísitölu í landinu.
Kjararáð hleypti öllu upp
Laun borgarfulltrúa hafa miðast við
77,82 prósent af þingfararkaupi og
nam sú upphæð tæpum 600 þúsund
krónum fyrir ákvörðun kjararáðs.
Kjararáð ákvað að hækka þingfarar
kaup upp í ríflega 1,1 milljón króna
sem hefði þýtt að hækka hafði átt
laun borgarfulltrúa upp í ríflega 850
þúsund krónur að óbreyttu. Það vildi
borgarstjórn hins vegar ekki og sam
þykkti 15. nóvember að laun skyldu
að sinni haldast óbreytt. Sú samþykkt
hefur verið framlengd í tvígang en nú
sér líklega fyrir endann á málinu.
Horft til launavísitölu
Líf Magneudóttir, forseti borgar
stjórnar, vonast til að hægt verði að
taka ákvörðun um launakjör borgar
fulltrúa í næstu viku. „Enn hefur ekki
verið tekin nein ákvörðun hjá okk
ur. Við erum hins vegar að skoða út
reikninga fjármálaskrifstofu borg
arinnar hvað varðar það hvort hægt
sé til dæmis að tengja laun borgar
fulltrúa við launavísitölu og aftengja
þau þannig við þingfararkaup. Það
kemur líka til greina að halda áfram
tengingu við þingfararkaup en lækka
hlutfallið. Það er það sem við erum
að skoða í augnablikinu. Við erum
líka að skoða hvernig við getum
haldið okkur innan Saleksamkomu
lagsins. Við berum vonir til að geta
afgreitt þetta á fundi forsætisnefndar
borgarinnar 17. mars næstkomandi.“
Líf segir að áður en til afgreiðslu
komi muni vitanlega verða fundað
með borgarfulltrúum og varaborgar
fulltrúum og þeim kynntar tillögurn
ar og leitað viðbragða við þær. Reikn
að er með að sá fundur verði haldinn
í þessari viku.
Ekki gott að fulltrúar ákveði
eigin laun
Eftir að starfsgreiðslur þingmanna
voru lækkaðar í síðasta mánuði
eru laun þingmanna í samræmi við
þróun launavísitölu síðastliðinn
áratug. Spurð hvort það muni hafa
áhrif á ákvörðunina um með hvaða
hætti laun borgarfulltrúa verða
ákvörðuð svarar Líf því til að hún
telji það ekki eiga að hafa áhrif.
Hún bætir því við að hennar mat
sé að það sé ekki gott að sveitar
stjórnarfulltrúar séu að vasast í því
að ákvarða eigin laun, þótt sveit
arstjórnarlög segi svo til. „Það var
bara ekki hægt að kyngja öllum
þessum gríðarlegu launahækkun
um, þessum stökkum sem kjör taka
með ákvörðunum kjararáðs.“
Ekki víst að ákvörðunin
verði afturvirk
Spurð hvort launabreytingar muni
verða afturvirkar, þar eð nú séu liðnir
fjórir mánuðir án þess að málið hafi
verið klárað segir Líf að um það hafi
ekki verið teknar ákvarðanir og hún
sjái ekki endilega fyrir sér að þess
gerist þörf. „Það skiptir máli hvort
ákveðið verður að halda áfram
tengingu við þingfararkaup með
lægri prósentu. Ef við aftengjum
laun borgarfulltrúa við þingfarar
kaup og tengjum þau við almenna
launaþróun þá munum við ekki leið
rétta afturvirkt, það væri bara ný leið
sem verið væri að fara. Mér finnst
ekki einsýnt að það þurfi að leið
rétta launagreiðslur afturvirkt þó að
ákvörðun yrði tekin um að halda við
tengingu við þingfararkaup. Það get
ur hins vegar verið að einhverjir séu
þeirrar skoðunar, margar starfsstétt
ir hafa fengið afturvirka leiðréttingu,
eins og kennarar, og þá verður það
bara skoðað.“ n
Freyr Rögnvaldsson
freyr@dv.is
Ákvarða loks launin Stefnt er að því ákvarða með hvaða hætti launakjör borgarfulltrúa verða í næstu viku, segir Líf Magneudóttir,
forseti borgarstjórnar. Mynd SigtRygguR ARi
Þarf maður
virkilega að
pakka niður
enn einu sinni?
Öllum starfsmönnum saltfiskverk
unarinnar Hólmsteins Helgasonar
ehf., HH, á Raufarhöfn var á
mánudag tilkynnt að vinnslu verði
hætt í vor. Fyrirtækið fékk ekki 100
tonna aukakvóta, sem hugsaður er
til að styrkja veikar byggðir. GPG,
sem hefur 30 manns í vinnu á
Húsavík og Raufarhöfn, fékk kvót
ann. Það staðfestir forsvarsmaður
GPG í samtali við DV. GPG hafði
áður fengið 400 tonna byggða
kvóta til tveggja ára.
Gunnar Finnbogi Jónasson,
verkstjóri hjá HH, segir í samtali
við DV að fólk sé gapandi vegna
ákvörðunarinnar. „Við vorum að
vonast til að fá einhverja hlutdeild
í þessum kvóta.“ Hjá fyrirtækinu
starfa sjö manns en það gerir út
tvo báta frá Raufarhöfn, sem hefur
mjög átt undir högg að sækja
undanfarin ár, eins og fleiri þorp á
norðausturhorni landsins. Um 190
manns búa á Raufarhöfn.
Á samfélagsmiðlum má sjá að
starfsfólki er mjög brugðið enda
eru atvinnutækifæri af skornum
skammti á svæðinu. „Þarf maður
virkilega að fara að pakka niður
enn einu sinni?“ spyr einn þeirra á
Facebook.
Gunnar segir að ekki hafi verið
um eiginlegar uppsagnir að ræða.
Fyrirtækið hafi viljað upplýsa fólk
um stöðuna svo það gæti sjálft gert
ráðstafanir áður en til stöðvun
ar kemur. Þeir vilji ekki standa í
vegi fyrir þeim sem finna sér eitt
hvað annað að gera. Hann segir
að reksturinn hafi verið þungur
að undanförnu, enda hafi krónan
styrkst mikið frá því fyrirtækið hóf
verkunina.
„Ég er ekki farinn að hugsa
neitt um það,“ segir Gunnar,
spurður hvað hann sjái fyrir sér
að gera þegar vinnslan stöðvast.
Bátar fyrirtækisins verða gerðir út
á grásleppu í vor en að þeirri vertíð
lokinni verði hlé á vinnslu út þetta
ár, hið minnsta.
U
m 148 þúsund erlendir ferða
menn fóru frá landinu í febrúar
síðastliðnum samkvæmt taln
ingu Ferðamálastofu í Flug
stöð Leifs Eiríkssonar, eða 47.600 fleiri
en í febrúar í fyrra. Fjölgunin nemur
47,3 prósentum milli ára. Þetta kemur
fram á vef Ferðamálastofu.
Árin á undan fjölgaði ferðamönn
um jafnframt mikið milli ára, en fjölg
unin nam 31,2 prósentum frá 2013–
2014, 34,4 prósentum frá 2014–2015
og 42,9 prósentum frá 2015–2016.
Frá áramótum hafa 284 þúsund
erlendir ferðamenn farið úr landi
um Keflavíkurflugvöll sem er 59,5
prósentum meira en á sama tímabil
í fyrra. Bandaríkjamenn voru um
helmingur ferðamanna, en Bretar
voru 31,9 prósent. Þar á eftir komu
Kínverjar (5,7%), Frakkar, Þjóðverjar,
Kanadamenn, Hollendingar, Pól
verjar, Japanir, Spánverjar, Danir og
Norðmenn. n
148 þúsund fóru frá landinu í febrúar
ÓTrúleg fjölgUn