Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2017, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2017, Blaðsíða 4
Vikublað 4.–6. apríl 20174 Fréttir Barnavernd sett í málið Ungur ökumaður sem lög­ reglan á Suðurnesjum hafði af­ skipti af um helgina vegna gruns um fíkniefnaakstur hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Í tilkynn­ ingu frá lögreglu kemur fram að ökumaðurinn ungi hafi ekið glæfralega eftir Reykjanesbraut og var hann færður á lögreglu­ stöð þar sem sýnatökur og skýr­ slutaka fóru fram. Vegna ungs aldurs ökumannsins var barna­ verndarnefnd kunngert um málið. Auk ökumannsins unga hafði lögregla afskipti af öðrum ökumanni sem grunaður var um fíkniefnaakstur og öðrum sem grunaður var um ölvun við aksturinn. Borða frekar ávexti og græn- meti en karlar Íslenskar konur borða mun meira af grænmeti og ávöxtum en karl­ ar, samkvæmt niðurstöðum evrópsku heilsufarsrannsóknar­ innar frá árinu 2015 sem fjallað er um á vef Hagstofu Íslands. Þar kemur fram að 14 pró­ sent íslenskra kvenna borða fimm eða fleiri skammta af góð­ gætinu á hverjum degi saman­ borið við aðeins 6 prósent ís­ lenskra karla. Þá kemur fram að 35 prósent Íslendinga borða undir einum skammti af grænmeti og ávöxt­ um á dag en það er svipað og meðaltal Evrópusambandsland­ anna (34 prósent). Menntun og búseta virðist einnig skipta miklu máli. Um 40 prósent fólks með grunn­ menntun borða undir einum skammti á dag en 28 prósent fólks sem er með háskóla­ menntun. Þá er neysla ávaxta og grænmetis algengari meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins en utan þess, til dæmis borða um 32 prósent íbúa höfuðborgarsvæð­ isins minna en einn skammt af grænmeti og ávöxtum á dag en 40 prósent íbúa í dreifbýli. Ísland sker sig hins vegar frá öðrum Evrópulöndum varð­ andi tengsl tekna og grænmetis­ neyslu. Í öðrum löndum eru tengslin skýr, tekjuhærri borða frekar grænmeti og ávexti. Hér­ lendis eru tengslin hverfandi. Evrópska heilsufarsrann­ sóknin er samræmd rannsókn á heilsufari og heilsutengdri hegðun sem er framkvæmd af hagstofum á Evrópska efna­ hagssvæðinu. Íslenski hluti rannsóknarinnar var fram­ kvæmdur haustið 2015. Í úrtaki voru 5.700 einstaklingar vald­ ir af handahófi úr þjóðskrá. Af þeim svaraði 4.001 einstakling­ ur sem þýðir að svarhlutfallið var 70,2 prósent. n Lögreglan og heilbrigðisyfirvöld hafa áhyggjur af slagsmálum ungmenna n Vinsæll hópur á Facebook dreifir sláandi myndskeiðum af líkamsárásum S lepptu, hún er orðin blá í framan,“ heyrist ólögráða unglingsstúlka segja við fé­ laga sinn sem hafði snúið niður stúlku á sama aldurs­ bili og hélt utan um háls hennar þar sem þau lágu í götunni. Mynd­ skeiði af atvikinu var dreift í lok­ uðum Facebook­hóp en meðlimir hópsins, sem gengur undir nafninu „Fagmennska“, eru rúmlega tvö þús­ und. Um er að ræða ungmenni á öll­ um aldri, allt frá grunnskóla og upp í framhaldsskólaaldur, sem dreifa á milli sín myndskeiðum af misgrófum slagsmálum sem hafa átt sér stað hér á landi – bæði á götu úti, fyrir utan skóla og við strætóskýli. Sum þessara myndskeiða eru slá­ andi en í einu þeirra sést til að mynda hvar einn unglingspiltur gengur í skrokk á öðrum með hnefahögg­ um og hnéspörkum. Flest þessara högga lenda í andliti eða höfði þess sem fyrir árásinni verður og ljóst, af myndskeiðinu að dæma, að þetta voru ekki slagsmál heldur líkams­ árás. Ekki er vitað hvort þolandinn hafi orðið fyrir langvarandi skaða af völdum árásarinnar en slíkt er vel þekkt, bæði erlendis sem og hér á landi. Að sögn fagfólks þarf nefni­ lega ekki nema eitt högg til þess að valda óafturkræfum skaða eða jafn vel dauða. Horft upp á fólk deyja eftir eitt högg Þrettán ár liðin frá því að knattspyrnu maður hér á landi sló danskan hermann einu hnefa­ höggi á skemmtistað í Reykjanes­ bæ með þeim afleiðingum að hann lést. Höggið varð til þess að slagæð rifnaði og blæðing sem hermaður­ inn hlaut á milli heila og heilahimna leiddi til dauða hans. Það er þó ekki eina dæmið. Því miður. „Mér finnst óhugnanlegt að sjá þetta. Það er veruleg hætta á því að einhver af þessum krökkum lendi illa í því. Það er bara þannig. Þetta dæmi um knattspyrnumanninn er því mið­ ur ekki eina tilvikið sem ég hef sjálf­ ur komið að, starfandi sem bráða­ læknir, þar sem eitt högg hefur leitt til dauða,“ segir Jón Magnús Krist­ jánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum. Jón Magnús hef­ ur starfað sem sérfræðingur á bráða­ deild frá árinu 2010 en þá hefur hann einnig starfað fyrir Rauða krossinn við hjálparstörf á náttúruhamfara­ og stríðsátakasvæðum. Ófyrirséðir fylgikvillar líkamsárása „Á Íslandi einu og sér veit ég um að minnsta kosti þrjú tilvik, sem ég á einhvern hátt kom að, þar sem eitt högg leiddi til dauða. Þannig að þetta er raunveruleg áhætta. Þetta hefur ekki aðeins áhrif á þann sem fyrir högginu verður heldur líka kemur þetta eina högg til með að umbreyta lífi gerandans. Þá breytir engu hvort litið er á andlega líðan, félagslega stöðu eða þá staðreynd að flestir þeirra þurfa að sitja af sér fangelsis­ dóma,“ segir Jón Magnús og bætir við að þarna sé hann aðeins að ræða um þá sem hafi látið lífið. Fjölmörg dæmi eru um að ungmenni og ungir fullorðnir hafi orðið fyrir langvarandi fylgikvillum vegna líkamsárása eða slagsmála. „Já, þau eru fjölmörg dæmin, og þá erum við að tala um langvarandi fylgikvilla sem geta haft áhrif á lífs­ gæði fólks.“ Hvernig fylgikvillar eru þetta? „Þetta er allt frá beinbrotum og tilheyrandi sársauka sem fylgir slíku yfir í að fólk getur fengið blæð­ ingar í kringum og við heilann. Slíkt getur leitt til hreyfihömlun­ ar og þroskaskerðingar og alls kyns langvinnra áhrifa.“ Þegar slagsmál ungmenna eru rædd í fjölmiðlum þá vilja einhverjir skella skuldinni á vin­ sælar og þekktar íþróttir á borð við blandaðar bardagaíþróttir sem hafa orðið gríðarlega vinsælar hér á landi á skömmum tíma. Jón Magnús seg­ ir vinsældir þeirra að sjálfsögðu geta haft áhrif en hvetur þá frekar til þess að þannig æfingar séu sóttar og slík­ ar kúnstir gerðar undir handleiðslu fagmanna sem vita hvenær á að grípa inn í og svo framvegis. „Hugsið ykkar gang“ „Já. Maður myndi miklu frekar vilja sjá þessa krakka vera í einhverjum bardagaíþróttum undir stjórn þjálfara sem vita hvað þeir eru að gera frekar en að slást svona úti á götu. Í öllum bardagaíþróttum eru reglur og dóm­ arar sem er ætlað að koma í veg fyrir, eins og hægt er, að þátttakendur hljóti alvarlegan skaða. En þessi þróun virðist líka tengjast auknu ofbeldi í kringum okkur, bæði frá tölvuleikj­ um og kvikmyndum. Auðvitað, þegar blandaðar bardagaíþróttir, sem eru mjög hörð tegund af bardagaíþrótt, fá aukna athygli þá reyna einhverjir sem hafa ekki þekkinguna og þjálfunina að herma eftir því og það getur endað illa. Það er eins og krakkar myndu reyna að herma eftir atvinnumönn­ um í hjólreiðum sem þeysast niður brekkur á ógnarhraða. Það gæti far­ ið illa. Þetta snýst um þjálfun, reglur og öryggisbúnað sem þarf að vera til staðar,“ segir Jón Magnús og ítrekar að þetta sé mjög alvarlegt. „Það þarf ekki meira en eitt högg,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfir lögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann biður þá sem standa í svona slagsmálum, eða taka upp myndskeið af þeim og dreifa á Facebook að hugsa sinn gang. „Eitt högg eða eitt spark gæti valdið varanlegum afleiðingum á heilsu og jafnvel lífi þeirra sem fyrir þeim verða. Lögreglan getur ekki ver­ ið alls staðar og því treystum við á tilkynningar frá almenningi. Síðan verður að skoða hvort einhver úr­ ræði séu tiltæk til þess að hafa uppi á þessum síðum eða þeim sem standa í þessum slagsmálum. Oftar en ekki eru þetta ungir krakkar sem gera sér ekki grein fyrir afleiðingunum,“ segir Friðrik Smári. n Jón Magnús Kristjánsson Yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans segist persónulega hafa komið að þremur tilvikum á Íslandi þar sem fólk hafi látið lífið eftir eitt hnefahögg eða spark. Mynd Anton BrinK Friðrik Smári Björgvinsson Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að skoða verði hvort hægt sé að hafa uppi á þeim sem dreifa myndskeiðum af alvarleg- um líkamsárásum, gerendum og þolendum. Mynd rÓBert reyniSSon Atli Már Gylfason atli@dv.is „Það Þarf ekki meira en eitt högg“ „Það er veruleg hætta á því að einhver af þess- um krökkum lendi illa í því

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.