Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2017, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2017, Blaðsíða 31
Vikublað 4.–6. apríl 2017 Menning 27 D úettinn Between Mountains vann hljómsveitakeppnina Músíktilraunir 2017, en úr­ slitakvöld keppninnar fór fram í Hörpu síðastliðinn laugardag. Tólf sveitir spiluðu á úrslitakvöldinu og var tónlistin sem hljómaði að venju mjög fjölbreytt, meðal annars rapp, rokk, kammertónlist, djass og popp. Sigursveitin Between Mountains er skipuð hinni fjórtán ára gömlu Kötlu Vigdísi Vernharðsdóttur frá Suðureyri, sem syngur og spilar á hljómborð, og hinni sextán ára Ás­ rósu Helgu Guðmundsdóttur frá Núpi í Dýrafirði, en hún syngur og spilar á xylófón. Þær léku lögin „Into the Dark“, „Lost in Space“ og „Little Sunny Flower“ og gáfu þau góð fyrirheit um framhaldið, lág­ stemmd og snotur popplög með ljúfum textum, grípandi melódíum og vel smurðum samsöng. Hljóm­ sveitin hefur einungis verið starfrækt í um mánuð, en hún var stofnuð í mars með það fyrir augum að taka þátt í söngkeppni Samfés og Músík­ tilraunum. Hinar verðlaunasveitirnar voru rokkdúettinn Phlegm, sem lenti í öðru sæti, og hljóm­ sveitin Omotrack, sem lenti í þriðja. Katla Vigdís og Ásrós Helga úr Between Mountains voru valdar söngvarar Músíktil­ rauna, Helgi Freyr Tómasson úr Hewkii var bæði valinn gítarleikari Músíktilrauna og rafheili tilraun­ anna, Flemming Viðar Valmundsson úr Phlegm var valinn bassaleikari Músíktilrauna og hljómsveitarfélagi hans, Ögmundur Kárason, var valinn trommuleikari Músíktilrauna. Píanó­/hljómborðsleikari Músík­ tilrauna var Dagur Bjarki Sigurðsson, öðru nafni Adeptus, rappsveitin Hill­ ingar fékk viðurkenningu fyrir texta­ gerð á íslensku, og hljómsveitin Misty var valin Hljómsveit fólksins í símakosningu. n kristjan@dv.is fyrir sinn tíma. Var hann mikill hugsjónamaður? „Já, það kemur mjög skýrt fram í frásögn Jörundar að hann var barn upplýsingarinnar og hafði til dæm­ is mjög framsæknar hugmynd­ ir um sjálfsákvörðunarrétt þjóða. Þetta er raunar ein fyrsta heimildin þar sem hugmyndir um gullöld Íslendinga og mögulega endur­ reisn hennar koma fram, en Fjöln­ ismenn og fleiri áttu eftir að tala um þetta nokkrum áratugum síð­ ar. Jörundur lýsir því að gullöld Ís­ lendinga hafi verið þegar þeir voru sjálfstæðir á miðöldum en svo hafi allt orðið verra þegar þeir voru sett­ ir undir vald erlendra konunga. Hann vildi því endurreisa Alþingi og láta einungis íslenska embættis­ menn stjórna landinu. Við vitum hins vegar ekki hvernig þetta hefði endað ef hann hefði ekki verið tek­ inn frá völdum. Það er náttúrlega óljóst hvað var mikið á bak við þessi fögru fyrirheit.“ Virðist hann hafa stefnt á að halda völdum til frambúðar? „Eftir svona sex vikur leit eigin­ lega út fyrir að byltingarstjórn Jör­ undar væri komin til að vera. Hann var búinn að byggja sér upp ákveðið stjórnkerfi en samkvæmt auglýs­ ingum sem hann birti vildi hann þó færa völdin til Íslendinga. Á með­ an það væri að gerast var hann hins vegar með alræðisvöld. Þetta breytt­ ist svo á örfáum dögum þegar enskt herskip kom og skipstjórinn ákvað að taka völdin af honum. Það er alltaf erfitt að segja hvað hefði getað gerst, en það er ljóst að þetta hefði aldrei getað haldist lengi – einhvern tímann hefðu dönsk og ensk stjórn­ völd frétt af ástandinu og brugðist við. En það hefði verið mjög athygl­ isvert ef engin skip hefðu komið fyrr en næsta vor. Það er nefnilega mjög ólíklegt að Íslendingar hefðu gert einhverja uppreisn, þeir voru skíthræddir og þorðu ekki að gera neitt.“ Skömmuðust sín fyrir Jörund Heldur þú að þessar framsæknu hugmyndir sem Jörundur kynnti, um frelsi og lýðræði, hafi haft ein- hver áhrif inn í íslenskan hug- myndaheim? „Nei, menn tóku þetta ekkert sérstaklega alvarlega. Íslendingar voru eiginlega miður sín og skömmuðust sín hálfpartinn fyrir þetta atvik. Það er furðulegt hvað þessi bylting árið 1809 skipti litlu máli í sjálfstæðisbaráttu Ís­ lendinga. Þetta er frekar skrýtið því Ísland var jú sjálfstætt ríki í tvo mánuði en þetta virðist ekki hafa skipt neinu máli. Það var ekki mik­ ið talað um Jörund í nokkra ára­ tugi eftir þetta, það er ekki fyrr en seinna, undir lok 19. aldarinnar, sem menn fara að skrifa um hann leikrit og bækur.“ Undanfarið hefur verið mikill áhugi á Jörundi. Það hafa komið út vinsælar bækur um hann, til dæm- is ævisaga eftir Söruh Blakewell og auðvitað skáldsagan Hundadagar eftir Einar Má Guðmundsson, sem hlaut Íslensku bókmenntaverð- launin 2015 En hvernig er að heyra söguna frá Jörundi sjálfum, hvernig penni er hundadagakonungurinn? „Mjög skemmtilegur! Hann er kannski ekki besti rithöfundur­ inn ef við hugsum að frásögnin eigi að hafa skýran rauðan þráð, hann tekur nokkra útúrdúra. Hann skrifar hins vegar lýtalausa ensku og er með alveg ótrúlegan orðaforða. Þetta sýnir bara hvað hann var í raun greindur, vel að sér í sögu og gat vel rökstutt það sem hann hafði gert. Þarna eru líka margar skemmtilegar klaus­ ur, til dæmis þegar hann kvartar yfir því hversu ömurlega er kom­ ið fram við hann. Textinn er mjög læsilegur og auðvelt að skilja hann. Handritið sjálft er líka mjög fallegt,“ segir Óðinn og bendir á að Jörundur hafi haldið áfram að skrifa um hin miklu ævintýr sín víða um heim en þær bækur hafi fæstar verið gefnar út. n Varnarrit hundadagakonungs „Það kemur mjög skýrt fram í frásögn Jör­ undar að hann var barn upplýsingarinnar og hafði til dæmis mjög framsæknar hugmyndir um sjálfs­ ákvörðunarrétt þjóða. Þrír þorskar Jörundur lét gera nýjan fána fyrir hina sjálfstæðu íslensku þjóð og flaggaði í þær átta vikur sem hann var við völd í landinu árið 1809. Between Mountains sigraði 14 og 16 ára vinkonur af Vestfjörðum komu, sáu og sigruðu í Músíktilraunum 2017 T ilkynnt hefur verið um sextán erlenda rithöfunda sem munu taka þátt í dagskrá Bók­ menntahátíðar í Reykjavík 2017 sem fer fram í september. Bók­ menntahátíð í Reykjavík hefur ver­ ið haldin annað hvert ár frá 1985 og fara þá fram fjölbreyttir viðburðir á borð við upplestra, viðtöl, málþing, ráðstefnur og bókaball, en frítt er inn á alla viðburði. Meðal gesta í ár eru kóreski rit­ höfundurinn Han Kang, sem hlaut alþjóðlegu Man Booker­verðlaun­ in í fyrra fyrir bókina Grænmetisæt­ an (e. The Vegetarian), og sænski rit­ höfundurinn Jonas Hassan Khemiri, sem sagður hefur verið einn mikilvægasti höfundur sinnar kynslóðar í Sví­ þjóð, en á dögunum kom bók hans Allt sem ég man ekki (s. Allt jag inte minns) út í íslenskri þýð­ ingu. Aðrir rithöfundar sem koma fram á hátíð­ inni eru meðal annars ísraelski rit­ og handritshöfundurinn Etgar Keret, danska ljóðskáldið Maja Lee Langvad, sænska ljóðskáldið Aase Berg, finnski rithöfundurinn Tapio Koivukari, Norðmennirnir Morten Strøks­ nes og Fredrik Sjöberg, danski rit­ höfundurinn Anne­ Cathrine Riebnitzsky, Banda­ ríkjakonan Yaa Gyasi sem á ættir að rekja til Gana, bandaríski sagnfræði­ prófessorinn Timothy Snyder, breski rithöf­ undurinn og blaða­ maðurinn John Crace, skoska ljóðskáldið Christine De Luca, indónesíski rihöfund­ urinn Eka Kuniawan, japanski rithöfurinn Hiromi Kawakami og Esmeralda Santiago frá Púertó Ríkó. n kristjan@dv.is Sextán erlendir höfundar verða á Bókmenntahátíð Between Mountains Katla Vigdís og Ásrós Helga úr hjómsveitinni Between Mountains voru ánægðar með sigurinn. Myndir BrynJar GunnarSSon omotrack Hljómsveitin Omotrack lenti í þriðja sæti. Phlegm Bassa-trommudúettinn Phlegm lenti í öðru sæti. Margverðlaunuð Han Kang (til hægri) ásamt enskum þýðanda bókarinnar The Vegetarian, eða Grænmetisætan, við afhendingu alþjóðlegu Man Booker-verðlaunanna 2016. Jonas Hassan Khemiri Esmeralda Santiago

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.