Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2017, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2017, Blaðsíða 20
Vikublað 4.–6. apríl 20172 Ferðalok - Kynningarblað Ú tfararstofa Svafars og Her­ manns, sem einnig gengur undir nafninu Kvedja.is, byggir á 20 ára reynslu og mikilli þekkingu á útfarar­ þjónustu. Stofan veitir þjónustu sem er í senn heildstæð og mjög persónu­ leg. „Þetta er lítil útfararstofa og við komum að ferlinu frá upphafi til enda, erum með fólkinu allan tím­ ann því þessi persónulegu samskipti eru mjög mikilvæg,“ segir Hermann Jónasson, annar eigenda stofunnar, en hinn eigandinn er Svafar Magnús­ son. Báðir hafa starfað afar lengi í faginu. Þriðji starfsmaðurinn er Ingi­ björg Halldórsdóttir. Á heimasíðu stofunnar, kvedja. is, er að finna mjög gagnlegar upp­ lýsingar, meðal annars gátlista fyr­ ir útför sem bæði er hægt að skoða á síðunni og prenta út. Útfararstofa Svafars og Hermanns getur séð um alla þætti útfararinnar. „Það er svo misjafnt hvernig fólk er statt gagn­ vart þessu. Sumir eru búnir að ákveða alla hluti og hafa kannski gert þetta áður. En suma þarf að leiða vel áfram og þá upplýsum við fólkið um allt sem er í boði og mögulegt er,“ segir Hermann sem leggur áherslu á að laga þjónustuna að þörfum hvers og eins. „Það hefur færst í vöxt að fólk sé ekki í kirkjunni og ekki eru lengur all­ ir með presta. Það ríkir sá misskiln­ ingur að allt sé niður njörvað varð­ andi hvað má og hvað má ekki við útför. En í rauninni ræður hver hvað hann gerir og hvernig hann hefur þetta,“ segir Hermann sem leggur áherslu á að þjóna öllum trúarhóp­ um og líka hinum trúlausu. „Við leggjum áherslu á að hver út­ för sé einstök. Hún er ekki eins og hver önnur. Við mætum fólki á þeim stað þar sem það er og uppfyllum óskir þess. Við förum heim til fólks ef það vill það en það getur líka kom­ ið til okkar því við erum með góða aðstöðu að Síðumúla 28,“ segir Her­ mann en stofan býður upp á alla þjónustu sem til þarf og kemur með­ al annars á sambandi við tónlistar­ fólk þegar þess gerist þörf. „Fyrir suma sjáum við um allt, tölum við prestinn og aðra sem koma að útförinni, en síðan eru aðr­ ir svo sjálfstæðir að þeir vilja gera þetta sjálfir og þá er það bara í góðu lagi. Þetta er nokkuð misjafnt en við þjónum öllum og leggjum alltaf mik­ ið upp úr persónulegri nálgun,“ segir Hermann að lokum. n Nánari upplýsingar eru á heima- síðunni kvedja.is. Símanúmer stof- unnar er 571-8222. Hver útför er einstök Útfararstofa Svafars og Hermanns, Síðumúla 28 F rímann og Hálfdán – Útfarar­ þjónusta veitir syrgjendum þjónustu sem einkennist af virðingu og nærgætni og byggir á mikilli reynslu og þekkingu á mannlegum sam­ skiptum. Þjónustan er jafnframt heildstæð og víðtæk og veittar eru greinargóðar upplýsingar um kostn­ að. Saga fyrirtækisins nær aftur til ársins 2002 er Hálfdán Hálfdánar­ son og Ólöf Helgadóttir stofnuðu Útfararþjónustu Hafnarfjarðar, en frá árinu 1996 hafa Hálfdán og Ólöf rekið Fjölsmíð líkkistuvinnustofu. Árið 2015 bættist Frímann Andrés son í hópinn og breyttist þá nafnið í Frímann & Hálfdán – Útfararþjónusta Hafnarfjarðar Á vandaðri heimasíðu fyrirtæk­ isins, uth.is, er að finna greinar­ góðar upplýsingar um þjónustu og verð. Þjónustan, sem í boði er, getur tekið til fjölmargra þátta: n Flytja hinn látna í líkhús n Aðstoða við val á kistu, rúmfötum og líkklæðum n Útvega kapellu til kistulagningar n Útvega kirkju n Panta organista, söngfólk og hljóð færaleikara n Útvega legstað í kirkjugarði n Panta kistuskreytingar n Aðstoða við val á sálmum n Útbúa sálmaskrá n Aðstoða við öflun líkbrennsluheimildar n Útvega duftker n Útvega kross og skilti á leiði n Stjórna útför Á vefsíðu fyrirtækisins eru mjög greinargóðar upplýsingar um alla kostnaðarliði en hér á myndum má sjá dæmi um vandaðar vörur á hag­ stæðu verði. Frímann og Hálfdán – Útfarar­ þjónusta er til húsa að Stapahrauni 5, Hafnarfirði. Þar er rúmgóð og hlý­ lega aðstaða til að taka á móti að­ standendum. Þar eru einnig líkkistu­ vinnustofa og saumastofa til húsa. Skrifstofan er opin frá kl. 8 til 17 virka daga, en þjónustan á sér stað allan sólarhringinn, alla daga vikunnar. n Síminn er 565-9775. Netfang: uth@uth.is Heimasíða: www.uth.is Skýrar upplýsingar, nærgætni og virðing Frímann & Hálfdán – Útfararþjónusta Hafnarfjarðar Hvítur kross, 11.000 Líkbíll Cadillac, árgerð 2017 Vistvæn duftker, 11.000 kr. Hvít kista, 127.000 kr. Kista úr gegnheilli furu, 155.000 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.