Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2017, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2017, Blaðsíða 40
Vikublað 4.–6. apríl 2017 26. tölublað 107. árgangur Leiðbeinandi verð 554 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Gylfaflöt 3 - Sími 567 4468 - www.gummisteypa.is Látum hann ganga plankann! Í fangelsi fyrir að sækja ekki barnið í leikskóla? n Mikið ofsalega er þetta dapurlegt frumvarp, hvernig í fjáranum á það að vera barni fyrir bestu að setja annað foreldri þess í fangelsi?“ Þetta segir Halla Gunnars dóttir, blaðamaður og fyrrverandi að- stoðarmaður ráðherra um frum- varp sem Brynj ar Ní els son, Nichole Leigh Mosty, Elsa Lára Arn ar dótt ir, Bryn dís Har alds dótt ir, Val gerður Gunn ars dótt ir og Óli Björn Kára son hafa lagt fram á Alþingi. Tálmi for- eldri, sem barn býr hjá hitt foreldrið getur það átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisdóm. Sumir fagna frumvarpinu og tjá sig á sam- skiptamiðlum og segja að eðlilegt sé að viðurlög við ofbeldi geti verið fangelsi. Halla segir að setja þurfi hag barnsins í fyrsta sæti. „Og ef við gerum það þá er mjög tæpt að fangelsa annað foreldrið. Við fangelsum ekki foreldri sem sinna ekki börnunum sínum.“ Þá spyr ein móðir hvað séu mörg ár í fangelsi fyrir að hundsa barn. „Nákvæmlega,“ segir Halla og bæt- ir við: „Og fyrir að sækja barnið sitt ekki á leikskóla? Mæta ekki á tónleika hjá skóla-hljóm- sveitinni?“ Björguðu Ísaki Loga úr sjónum V ið erum mjög þakklát fyrir hvernig fór og þá sérstak- lega að þessir starfsmenn hafi verið þarna einmitt á þessum tíma enda er bryggjan mjög oft mannlaus,“ seg- ir Eysteinn Már Guðvarðsson, faðir hins 8 ára gamla Ísaks Loga en litlu mátti muna að illa færi þegar Ísak féll í höfnina í Garði síðastliðinn föstu- dag. Í samtali við blaðamann segir Eysteinn að Ísak hafi farið niður að höfn ásamt vini sínum seinnipart föstudags, en foreldrar hans höfðu þó enga hugmynd um þær fyrirætl- anir og gerðu ráð fyrir að drengirnir væru að leika sér í hverfinu. Algjör tilviljun „Höfnin hérna í Garðinum er frá- brugðin öðrum höfnum að því leyti að skipin leggja ekki upp að bryggj- unni. Þannig að það eru engir bátar sem koma hérna upp að og þannig séð er aldrei nein starfsemi fyrir báta á bryggjunni.“ Fyrir tilviljun voru tveir starfs- menn fiskvinnslufyrirtækisins Nes- fisks við vinnu þegar slysið varð. „Annar þeirra var búinn að taka eft- ir að strákarnir voru tveir saman og svo tók hann skyndilega eftir að það var bara einn eftir. Hann fór þá strax að svipast um, heyrði hróp- in og sá síðan Ísak ofan í sjónum,“ segir Eysteinn og tekur undir að þarna hafi svo sannarlega verið réttir menn á réttum tíma. „Á leiðinni á bryggjuendann tekur hann með sér langt prik og læt- ur Ísak grípa í það. Hann er síðan dreginn upp að fjörunni.“ Mjög hræddur Starfsmennirnir tveir fóru því næst með Ísak á nærliggjandi verkstæði þar sem hann var færður úr rennblautum fötum og vafinn inn í handklæði. „Hann var skiljanlega mjög kaldur og hrakinn þannig að þeir létu hann setjast við hliðina á hita- blásara. Ég rauk svo þang- að niður eftir um leið og hringt var í mig, mjög brugðið að sjálfsögðu. Fötin hans voru auð- vitað rennandi blaut og hann sjálfur ís- kaldur. Hann var fyrst og fremst mjög hrædd- ur, og afskaplega brugðið.“ Vallý Einarsdóttir, móð- ir Ísaks, deildi á dögun- um frásögn af atvikinu inni á lokuðum hóp fyr- ir íbúa í Garði og voru viðbrögðin að sögn Eysteins mikil og góð. „Við vonum að þetta verði líka áminning fyrir foreldra um að hleypa krökk- unum ekki einum á bryggjuna, og láta þau þá vera í björg- unarvesti,“ segir hann og bætir við að augljóst sé að björg- unarvesti hefði verið nauðsynlegt í þessu tilviki. Á hafnar- svæðinu í Garði sé þó engin aðstaða til að fá lánuð björgunarvesti, enda enginn hafnarvörður þar starfandi. „Ég var þó að heyra af því að kven- félagshreyfingin í björgunarsveitinni væri að bíða eftir tilboði í vesti. Þá verður vonandi komið upp aðstöðu á svæðinu þar sem fólk getur nálgast þau og gengið almennilega um þau. Þessi frásögn virðist allavega hafa snert eitthvað við fólki.“ n „Hann var fyrst og fremst mjög hræddur, og afskaplega brugðið“ kom jóni Þór til varnar n Andri Snær Magnason, rithöf- undur og fyrrverandi forsetafram- bjóðandi, kom Jóni Þór Ólafs- syni, þingmanni Pírata, til varnar á Facebook í gær, mánudag. Tilefnið var frétt þess efnis að Jón Þór búi á stúdentagörðunum með 1,3 millj- ónir króna á mánuði. Margir gagnrýndu Jón Þór fyrir vik- ið. Andri Snær kom honum þó til varnar og sagði að verið væri að skapa vantraust á fólk sem ekki hefði unnið til þess. Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is „Ég rauk svo þangað niður eftir um leið og hringt var í mig, mjög brugðið að sjálfsögðu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.