Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2017, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2017, Blaðsíða 10
Vikublað 4.–6. apríl 201710 Fréttir E itt af því sem styrkir ónæmis­ kerfið er bænin. Það var samt svo merkilegt að niðurstaðan er sú að bænin hefur jákvæð og góð áhrif á ónæmiskerfið svo lengi sem þú trúir á kærleiksríkan og fyrirgefandi guð,“ segir Guðni Már Harðarson, prestur í Lindakirkju en í nýlegum þætti á Útvarpi Sögu vitn­ aði hann í rannsóknir sem benda til jákvæðra áhrifa bænaástundunar á ónæmiskerfið. Í viðtali við Morgunblaðið í árs­ lok 1997 ræddi dr. Sigríður Halldórs­ dóttir um rannsóknir sínar í vitundar­ ónæmisfræði, en það er rannsóknin sem Guðni vitnar til, en Sigríður sagði þá meðal annars: „Þeir sem hafa sterkt bænalíf og trúa á kærleiksríkan Guð og að Guð heyri bænir eru betur settir en hinir sem trúa því fyrst og fremst að Guð refsi eða að enginn Guð sé til. Sem betur fer líta flestir Ís­ lendingar á Guð sem kærleiksríkan Guð,“ segir Sigríður. Og hún bætir við: „Það er líka svo skemmtilegt að sjá, og það út frá beinum rannsóknum, hvað það er ónæmisstyrkjandi að létta á sér ef eitthvað hvílir á manni, hvort sem það er við góðan vin, Guð eða skrif­ legt. Ef fólk verður fyrir áfalli og get­ ur ekki létt á sér verður þetta eins og suðupottur og orkan fer öll í að halda lokinu ofan á pottinum. Vitundin reynir að bæla tilfinningarnar niður en þeim skýtur upp í meðvitundinni aftur og aftur og valda fólki vanlíðan.“ Guðni Már var gestur í Síðdegis­ útvarpinu á Útvarpi Sögu seinasta föstudag þar sem meðal annars var rætt um kristin gildi í nútímasam­ félagi, og hvernig andrými gagnvart kirkjunni hefur breyst á undanförn­ um árum. Sjálfur kvaðst Guðni vera alinn upp hjá foreldrum sem báðu fyrir honum og sagði hann trúna á æðri mátt hafa reynst honum stoð og stytta í lífinu. Þá benti hann jafnframt á rannsóknir dr. Sigríðar Halldórs­ dóttur, prófessors í hjúkrunarfræði, frá því um miðbik tíunda áratugar­ ins og sagði þær sýna fram á ótvíræð áhrif trúarinnar á andlega vellíðan. Bænin gæti þannig haft sömu styrkj­ andi áhrif á ónæmiskerfið og köld sturta og sjósund. „Ef þú átt þá guðsmynd í huga þér að guð sé refsari, sem við minnsta til­ efni refsi þér og þú munir þurfa að lifa í nagandi ótta yfir, þá hefur það þveröfug áhrif. Það eykur stress og vinnur gegn ónæmiskerfinu. Þetta er lítið dæmi um það að trú getur svo sannarlega verið farvegur blessunar og reynst vel,“ sagði Guðni og bætti við að margar fallegar sögur væru til af jákvæðum áhrifum trúarinnar á andlega líðan. Nefndi hann sem dæmi unga stúlku sem hafði ekki fengið mikla fræðslu um kristna trú fyrr en hún sótti leikjanámskeið hjá KFUM og KFUK. Móðir stúlkunnar hefði í kjöl­ farið hringt í félagið og þakkað þeim fyrir að leyfa dóttur sinni að heyra boðskap kristninnar. Hún hefði feng­ ið að heyra á námskeiðinu að enginn væri eins mikilvægur og hún í aug­ um guðs. Það hefði haft í för með sér miklar breytingar á lundarfari barns­ ins, sem væri nú sífellt glöð. Alveg eins hægt að halda dagbók „Þessi fullyrðing að bæn bæti ónæmis kerfið hjá fólki er mjög vafasöm,“ segir Hjalti Rúnar Ómars­ son, formaður Vantrúar, í samtali við DV. „Það sem gerist þegar fólk biður er að það kemur reglu á hugsanir sín­ ar og fer kannski að pæla í aðstæðum sínum. Þetta er fyrst og fremst eitt­ hvað sem á sér stað inni í hausnum á fólki. Þetta sannar alls ekki að Guð sé til. Það er alveg eins hægt að halda bara dagbók. Þú þarft ekki að biðja til Guðs til að láta þér líða betur. Þetta er alveg eins og að það er ekki hægt að segja að fólk lækn­ ist af því að biðja bænir. Ef bænir eru alvöru af hverju gerist þá ekki eitthvað meira þegar fólk biður? Af hverju er árangur bæna þá svona lít­ ill?“ n Hvað segja læknarnir? Vilhjálmur Ari Arason læknir segir í samtali við DV að fullyrðing prestsins sé afar hæpin og bænin styrki ekki ónæmiskerfið. Það geti þó hjálpað hin- um trúuðu að biðja til Guðs ef það veiti þeim frið og ró og þau nái að hvílast. „Bænin styrkir ekki ónæmiskerfið en lifnaðarhættir okkar gera það. Ef hinn trúaði fær ró af því að biðja þá getur það gagnast ónæmiskerfinu. Það sem virkar hins vegar best fyrir ónæmiskerf- ið er hollur matur, hvíld, hreyfing og vítamín.“ Það sama hentar ekki öllum Í samtali við DV segir Teitur Guðmunds- son læknir að vissulega eigi fullyrðing Guðna við rök að ryðjast. Hana megi þó ekki taka of bókstaflega. „Það blasir við að öll slökun og öll sú iðkun sem miðar að því að róa hugann sé jákvæð og styrkjandi fyrir ónæmiskerfið á meðan stress og streita veikir það. Ef þú ert trúaður, hvort sem þú ert kristinnar trúar, búddatrúar eða eitthvað annað, og biður og nærð þannig að slaka á þá ertu mögulega í betra jafnvægi. En að sjálfsögðu hentar það sama ekki öllum og á meðan bænin hentar sumum geta aðrir fundið það sama í til dæmis hugleiðslu eða djúpslökun. Við vitum í dag í læknisfræðinni að streita og álag veikir ónæmiskerfið með þeim hætti að dempa svörun og þannig sinnir það ekki sínu skilgreinda hlutverki sem er að verjast til dæmis sýkingum og drepa niður frumur sem hafa villst af leið eins og gerist í krabbameini svo eitthvað sé nefnt. Því má vel til sanns vegar færa að bænin styrki ónæmiskerfið líkt og svo margt annað.“ n Íslenskur prestur segir það auka stress og bæla ónæmskerfið að lifa í stöðugum guðsótta n „Vafasöm fullyrðing“ segir formaður Vantrúar Segir bænaiðkun styrkja ónæmiskerfið Guðni Már Harðarson Hjalti Rúnar Ómarsson Teitur Guðmundsson Vilhjálmur Ari Arason IP Dreifing | www.hrefna.is | hrefna@hrefna.is | sími: 577-3408 Farðu nýjar leiðir og prófaðu gómsætar hrefnulundir á grillið eða á pönnuna snöggsteiktar að hætti meistarakokka Frosið hrefnukjöt fæst í næstu verslun Marinerað & ÓMarinerað hreFnukjöt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.