Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2017, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2017, Blaðsíða 30
Vikublað 4.–6. apríl 201726 Menning M ikið hefur verið sagt um allt þetta mál en þar sem mörgum skýrslum og pappírum hefur verið haldið leyndum, og margir dálksentimetrar skrifaðir í mismunandi dagblöð sem hafa gef- ið ranga mynd af því sem hefur átt sér stað á Íslandi að undanförnu, mun ég nú gefa sögulega rétta lýs- ingu á öllu þessu og þeim hvöt- um sem leiddu til þess að hluteig- andi aðhöfðust á þann hátt sem þeir gerðu,“ skrifar Jörgen Jörgensen, bet- ur þekktur sem Jörundur hunda- dagakonungur, í upphafi frásagnar sinnar af „íslensku byltingunni“ og þeim átta vikum sem hann stjórnaði landinu sumarið 1809. Tvö handrit á ensku með ítarlegri frásögn Jörundar af stjórnartíð hans á Íslandi hafa verið varðveitt í The British Library í London í um tvö hundruð ár en hafa nú verið gefin út í fyrsta skipti í ritstjórn Önnu Agnars- dóttur og Óðins Melsted sem einnig rita inngang og skýringar. Jörundur var enginn kjáni Flestir Íslendingar ættu að þekkja söguna af Jörundi. Hann var danskur ævintýramaður sem hafði frum- kvæði að verslunarleiðangri enskra skipa til Íslands í upphafi nítjándu aldar. Þegar æðsti ráðamaður lands- ins, stiftamtmaðurinn Frederik Trampen, neitaði að leyfa Bretunum að stunda viðskipti á Íslandi vegna verslunarbanns var hann handtek- inn og landið þar með stjórnlaust. Jörundur, sem hafði komið með sem túlkur, var þá fenginn til að taka við stjórn landsins. Völdunum hélt hann í átta vikur, yfir hundadaga, og lagð- ist í róttækar breytingar á íslenskum lögum og stjórnskipulagi. Það var svo skipstjóri bresks herskips sem kom til landsins síðar um sumarið sem batt enda á stjórnartíð hunda- dagakonungsins og var hann fang- elsaður í kjölfarið. „Veturinn 1809 til 1810 dvaldist Jörundur á fangaskipinu Bahama og byrjaði þá að skrifa þetta varnarrit, þar sem hann ver gjörðir sínar á Ís- landi. Það höfðu reyndar aðrir skrif- að varnarrit en hann var alveg mið- ur sín hvernig fjallað hafði verið um málið og fannst ósanngjarnt að hon- um hafi verið varpað í fangelsi – það sést í textanum að hann var reið- ur. Í handritinu fer hann yfir alla at- burðarásina á Íslandi og réttlætir það sem hann gerði. Þarna sést að hann var enginn kjáni og þetta sýn- ir í raun hvað hann hafði mikla inn- sýn í og yfir sýn yfir það sem hann gerði. Hann var með mjög ákveðnar hugmyndir um hvað hann vildi gera hérna,“ segir Óðinn Melsted. Jörundur hafði framsæknar hugmyndir um hvernig Ísland skyldi byggt upp, hann vildi koma á þingi í anda hins forna Alþingis og skyldu íbúar landsins útnefna þingmenn, hann vildi að einungis innlendir embættismenn mættu þjóna landinu. Hann tók öll emb- ætti og eignir af Dönum, lét afskrifa skuldir Íslendinga við dönsku kaup- mennina og konung, lækkaði skatta og kornverð. Hann lofaði enn frem- ur að bæta heilbrigðis- og mennta- mál, ætlaði að koma á kviðdómi til að bæta réttarfar í landinu og gaf Ís- lendingum leyfi til að ferðast frjálsir um landið, en til þess hafði þurft sér- stakt leyfisbréf. Átta manna her og virki „Jörundur hugsaði textann til birtingar og sendi á kunningja sína og vini, meðal annars Sir Joseph Banks og William Hooker sem báð- ir höfðu verið viðriðnir Íslandsför- ina. Þeir réðu honum hins vegar frá að birta þetta. Þá lét hann textann liggja í þrjú ár og fór í önnur ævin- týri, slapp úr fangelsi, barðist gegn Napóleon á Spáni, lenti aftur í fang- elsi og kom aftur út. Sumarið 1813 dvaldi hann svo í Suffolk á Englandi og ákvað að gera aðra tilraun til að gefa handritið út. Þá endurskoðaði hann textann og breytti honum tölu- vert. Í þessu seinna handriti byrjar hann að segja sjálfur frá en ákveður síðan að láta heimildirnar frekar tala sínu máli. Hann vildi sanna að þetta hafi allt saman verið rétt hjá honum,“ segir Óðinn. „Hann skrifar til dæmis upp aug- lýsingarnar sem hann setti upp á Ís- landi og bréfin sem hann fékk frá íslenskum embættismönnum þar sem þeir gera grein fyrir því hvort þeir muni þjóna undir hans yfir- stjórn – flestir embættismenn voru til í að vera áfram í sínu embætti undir hans stjórn, þeir voru ekki svo konungshollir. Allt þetta þýðir hann yfir á ensku. Hann bætir líka við öll- um reikningum frá sumrinu 1809 en það hafði verið haldin nákvæm skrá yfir allar tekjur og útgjöld úr ríkiskassanum. Þarna er gerð mjög ítarlega grein fyrir því hvernig fjár- reiðum byltingarstjórnarinnar var hagað. Það er mjög athyglisvert að sjá að þetta var alls ekkert stjórn- leysi, það var gerð nákvæm nóta fyrir allt. Þarna sést að það sem hann fékk í tekjur voru eignir sem hann gerði upptækar hjá dönskum kaupmönn- um og það sem fór úr ríkiskassanum voru fyrst og fremst laun og eftirlaun embættismanna. Svo borgaði hann líka fyrir föt, byssur og fleira fyrir herinn sinn, átta hermenn, og síðast en ekki síst fyrir virki sem hann réðst í að byggja. Þessir reikningar eru ómetanleg heimild sem hefur aldrei birst áður með skýringum.“ Nýstárlegar hugmyndir um gullöld Íslendinga Það má segja að Jörundur hafi hálf- partinn lent í því að vera settur yfir Ísland, en engu að síður hafði hann mjög skýrar hugmyndir um hvern- ig íslensku samfélagi skyldi stjórnað, og furðulega framsæknar hugmyndir Varnarrit hundadagakonungs Handrit með frásögnum Jörundar hundadagakonungs úr íslensku byltingunni gefin út í fyrsta skipti „Hann var alveg miður sín hvernig fjallað hafði verið um málið og fannst ósanngjarnt að hon- um hafi verið varpað í fangelsi – það sést í textanum að hann var reiður. Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Frásagnir Jörundar koma út í fyrsta skipti Anna Agnarsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, og Óðinn Melsted doktorsnemi ritstýrðu nýútkominni bók með frásögnum Jörgens Jörgenssonar af „íslensku byltingunni“ árið 1809. Eina byltingarhetja Íslendinga Jörgen Jörgensen (1780–1841) var mikill ævintýramaður og ferðalangur, fæddur í Danmörku, en alinn upp á enskum skipum. Hann tók völdin á Íslandi í átta vikur árið 1809. Honum fannst ósann- gjarnt hvernig tekið var á valdaráninu og skrifaði varnarrit um gjörðir sínar á meðan hann sat í fangelsi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.