Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2017, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2017, Blaðsíða 6
Vikublað 4.–6. apríl 20176 Fréttir Réttindalaus staðinn að ofsaakstri Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum kærði fyrir of hrað- an akstur um helgina hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Bifreið hans mældist á 157 kílómetra hraða á Reykjanesbraut þar sem há- markshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Var þetta í annað skiptið sem hann er stöðvaður við akstur án ökuréttinda. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu sem lögreglan sendi frá sér á mánudag. Þar segir að allnokkrir öku- menn til viðbótar hafi verið kærðir fyrir of hraðan akstur. Þá hafði lögregla afskipti af ökumönnum sem höfðu gerst brotlegir í umferðinni, með- al annars með því að virða ekki stöðvunarskyldu, tala í farsíma án handfrjáls búnaðar og aka án þess að hafa öryggisbelti spennt. Loks voru skráningarnúm- er fjarlægð af nokkrum bifreið- um vegna vanræktrar skoðunar- skyldu eða trygginga. Sölutími eigna aldrei styttri Nokkur ár í að jafnvægi náist milli framboðs og eftirspurnar á fasteignamarkaði M ikið vantar upp á varðandi byggingu íbúða hér á landi til að svara þörfum vegna fólksfjölgunar og lýðfræði- legra breytinga. Á síðasta ári var lok- ið við að byggja um 1.500 íbúðir á landinu öllu, þar af um 1.200 á höf- uðborgarsvæðinu en yfirleitt er talið að ljúka þurfi byggingu 1.800 til 2.000 íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Fjallað var um þetta í Hagsjá Landsbankans á mánudag. Þar er bent á að tölur um fjölda eigna til sölu sýni vel hvernig staðan á mark- aðnum er nú um stundir. „Frá árinu 2006 hafa aldrei færri eignir verið til sölu en nú. Það er ekki einungis lítil byggingarstarfsemi sem framkallar þessa stöðu. Mikil ásókn leigufélaga inn á hefðbundinn kaup- og sölu- markað og útleiga húsnæðis til ferða- manna hafa líka mikil áhrif,“ segir í Hagsjá. Þá er bent á að sölutími eigna hafi aldrei verið styttri en nú. Um þess- ar mundir er meðalsölutími eigna 23 dagar en meðalsölutími síðustu 10 ára var 8,4 mánuðir, eða um 250 dagar. Hraðinn á markaðnum er því meiri en nokkurn tíma áður. Samkvæmt tölum frá Samtökum iðnaðarins, sem Hagsjá vísar til, eru nú rúmlega 3.000 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu og er gert ráð fyrir að lokið verði við að byggja um 1.500 íbúðir á þessu ári sem ekki er nóg til þess að fullnægja þörfum vegna fólksfjölgunar. „Síðan verður töluverð aukning á árunum 2018– 2020 og tvö síðustu árin verður lok- ið við að byggja u.þ.b. 2.500 íbúðir. Þá fyrst er útlit fyrir að byrjað verði að vinna á uppsafnaðri þörf síðustu ára.“ Loks kemur fram að af öllu þessu virtu séu enn nokkur ár í að jafnvægi náist á milli framboðs og eftirspurnar á íbúðamarkaði. „Það eina sem gæti breytt þeirri stöðu að einhverju ráði væri stórminnkuð útleiga íbúða til ferðamanna, og sú staða er ekki bein- línis í kortunum. Afleiðingar þessa verða m.a. þær að verðhækkanir á fasteignum á höfuðborgarsvæðinu munu halda áfram. Þar sem þróun- in hefur verið svipuð í stærstu bæj- um landsins má ætla að staðan verði svipuð þar.“ n ritstjorn@dv.is Þung staða Ekki er útlit fyrir annað en að verðhækkun á fasteignum á höfuðborgarsvæð- inu muni halda áfram. Mynd Sigtryggur Ari Fór í geisla- meðferð og fékk 10.000 í sekt Stefán Karl Stefánsson var sektaður um 10 þúsund krónur á meðan hann var í geislameð- ferð. Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum greindist hann með æxli í brishöfði í fyrra en er nú á batavegi. Á mánudag mætti hann í sína daglegu geislameðferð á Landspítalanum við Hringbraut en gleymdi veskinu sínu og sím- anum. Þegar hann mætti út 20 mínútum síðar var hann búinn að fá 10 þúsund króna sekt fyrir að leggja ólöglega. Stefán Karl segir að hann hafi ekki verið fyrir neinum: „Það er ekki hægt að leggja fyrir utan LSH nema hálfur upp á stétt eða utan í umferðareyjur, öll stæðin eru upptekin. Ég keyrði fjóra hringi um sjúkrahúsið og ekkert stæði var laust nema þetta, hálfur uppi á eyju en ekki fyrir nokkrum manni.“ Í athugasemd við færslu Stef- áns Karls á Facebook segir Örvar Þór Guðmundsson: „Í hinum eðlilega heimi þá ætti fólk sem stendur í raunum sem þessum sem Stefán er að glíma við að fá spjald frá spítala sem heimilar ókeypis parking.“ Grímur Atlason, fram- kvæmdastjóri Iceland Airwaves, segir sektir vera til þess að sjúk- lingar fái stæði: „Þetta er gert til þess að þú fáir stæði en ekki einhver sem hangir þarna allan daginn og er ekki að sækja sér nauðsynlega þjónustu. Það er vissulega kalt að fólk sem þarf að sækja sér nauðsynlega og jafnvel lífsnauðsynlega læknis- þjónustu þurfi að greiða í stöðu- mæli en það er langbesta leiðin til þess að koma í veg fyrir að aðr- ir leggi í stæðin (því miður). Þess vegna eru sektir alltaf felldar nið- ur í tilfellum eins og þínu.“ Stefán Karl er allt annað en sáttur og segir: „Það er bara lítilmennum inn- an Reykjavíkurborgar sem dettur í hug að taka gjald af sjúklingum.“ D óttir mín er miður sín eftir þessa uppákomu. Hún hefur verið að glíma við önnur erf- ið mál og var því illa í stakk búin til þess að takast á við uppákomu sem þessa. Hún hef- ur ekki farið í skólann undanfarna daga,“ segir móðir fjórtán ára stúlku sem varð fyrir kynferðislegri áreitni í Breiðholtslaug í byrjun síðustu viku. Mæðgurnar vilja ekki koma fram undir nafni af ótta við mennina. Stúlkan var stödd í heitum potti laugarinnar ásamt fleiri börn- um þegar tveir menn á fertugsaldri áreittu hana. „Ég vil bara ríða þér,“ sagði annar maðurinn við dóttur konunnar. Mæðgurnar ætla að leggja fram kæru vegna málsins í vikunni. Leist vel á börnin DV greindi frá málinu í síðustu viku og vakti það mikla athygli. Mennirnir sem voru á fertugsaldri höfðu komið sér fyrir í heitum potti Breiðholtslaugar þegar þeir fóru að tala um hversu vel þeim litist á stúlkurnar sem voru einnig í pottin- um. Þetta staðfesti vitni í samtali við DV. „Annar maðurinn fór að tala um hvað honum lit- ist vel á stelpurnar sem voru bara börn. Þær væru fallegar og sexí. Ég sagði þeim ítrek- að að þetta væri óviðeig- andi en þeir héldu áfram. Ég sá að stúlkan tók þetta mjög nærri sér. Annar þeirra sagðist vera 37 ára og hinn var einnig á fertugsaldri,“ sagði sjónarvotturinn. Hann fullyrðir að mennirnir hafi ekki glímt við þroskaskerðingu en útilokaði ekki andleg veikindi. Hann segist hafa séð að stelpunni þótti atvik- ið óþægilegt en hún hafi reynt að bera sig manna- lega. Þá hafi hún bent þeim ungan aldur sinn en annar maðurinn hafi svarað á móti að hann hefði komið við typpið á félaga sínum. Kallar eftir brottvikn- ingu starfsmanns „Dóttir mín sagði mér óljóst hvað hefði skeð en ég taldi að þetta gæti ekki hafa verið alvarlegt fyrst starfsfólk laugarinnar tók ekki á málinu. Ég var viss um að það hefði verið hringt í mig og mér greint frá því sem þarna átti sér stað ef tilefni væri til. Mér finnst viðbrögð starfsmanna Breiðholtslaugar til skammar. Þetta er algjört dómgreindar- leysi og að mínu mati ætti þessi starfsmaður að vera rekinn,“ segir móðirin og vísar í viðtal DV við starfsmann laugarinn- ar. Þar kom fram að starfs- maðurinn, Þórunn að nafni, hefði talið að mennirn- ir væru „vangefnir“ svo not- uð séu hennar eigin orð. Hún hafi rætt við þá en þeir brugð- ist við með því að fara að gráta og haft mikla þörf fyrir að tjá sig. Þá sagði hún þeim að ef þeir endur- tækju leikinn þá yrði þeim meinað- ur frekari aðgangur að lauginni. „Þetta eru örugglega strákar sem eru á einhverju heimili. Það var engan veginn eins og þeir ætluðu að særa einn né neinn. Ég vona að ég hafi komið einhverju inn hjá þeim. Þegar þeir fóru áttu þeir mjög erfitt og eftir að ég var búin að tala við þá þá held ég að þeir hafi áttað sig á að þetta var ekki í lagi,“ sagði Þórunn í samtali við DV. Óásættanleg viðbrögð Þá er móðirin ósátt við þá staðreynd að eftir að atvikið komst upp þá hafi dóttir hennar yfirgefið laugina án þess að starfsmenn hafi nokkuð að gert. Hún hafi síðan gengið heim að kvöldi til en á svipuðum tíma hafi mennirnir fengið tiltal og síðan fengið að yfirgefa laugina. „Það lét enginn mig vita en síðan les ég í fréttinni að forstöðumaður laugar- innar segi að starfsmenn láti foreldra vita ef alvarleg atvik koma upp. Þetta er grafalvarlegt mál en samt heyrði ég ekkert,“ segir móðirin. Að hennar mati þurfa verkferlar varðandi hvað eigi að gera þegar at- vik sem þessi koma upp að vera skýr- ir. „Það er óásættanlegt að mennirn- ir hafi bara fengið tiltal og að þeir hafi síðan fengið að yfirgefa staðinn. Það átti að hringja tafarlaust á lög- reglu vegna málsins. Við getum ekki liðið að börn séu áreitt í sundlaugum borgarinnar,“ segir móðirin. n Vill að starfsmaður Breið- holtslaugar verði rekinn Móðir fjórtán ára stúlku, sem áreitt var í Breiðholtslaug, fordæmir viðbrögð starfsmanna Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is „Þetta er graf- alvarlegt mál Miður sín Stúlkan sem varð fyrir áreitni í Breiðholts- laug hefur ekki mætt í skólann undanfarna daga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.