Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2017, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2017, Blaðsíða 8
Vikublað 4.–6. apríl 20178 Fréttir Gerðu daginn eftirminnilegan Kökulist | Firði Hafnarfirði og Valgeirsbakarí | Hólagötu 17 í Reykjanesbæ Bakarameistari & Konditormeistari Skoðaðu tertuúrvalið á heimasíðunni www.kokulist.is Blái dagur- inn haldinn hátíðlegur Blái dagurinn er haldinn hátíðleg- ur í dag, þriðjudag, en markmiðið er að vekja athygli á málefnum barna með einhverfu. Styrktarfélag barna með ein- hverfu stendur fyrir átakinu og er þetta í fjórða skipti sem dagurinn er haldinn hátíðlegur. Fræðslu- efni, þar sem einhverfa er útskýrð fyrir börnum, er afrakstur söfn- unarfjár sem safnaðist í átakinu í fyrra. Fræðsluefnið er teiknimynd og flytur Ævar vísindamaður, sem er einnig talsmaður verkefnisins, inngang í upphafi og í lok teikni- myndarinnar. Hópur barna með einhverfu sýndi forsetahjónunum, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid, teiknimyndina í heimsókn á Bessastöðum síðastliðinn sunnu- dag. Blái liturinn hefur fest sig í sessi sem litur einhverfunnar um allan heim og því eru allir hvattir til að halda upp á daginn með því að klæðast bláu. Flestir leik- og grunnskólar landsins taka þátt í bláa deginum. Þá standa skólarnir einnig að fræðslu og umræðu um einhverfu og í ár fá þeir liðsauka í nýja fræðslumyndbandinu. 60 vilja hætta alveg Sextíu manns skráðu sig til leiks í keppninni „Hættu nú al- veg“ sem Krabbameinsfélagið og Reyksíminn stóðu fyrir í til- efni af Mottumars. Keppendur munu næstu vikurnar fá aðstoð sérmenntaðra hjúkrunar- fræðinga við að hætta að nota tóbak. Þeir sem ennþá verða tóbakslausir eftir fimm vikur geta unnið veglega vinninga frá flugfélaginu Wow, Hótel Rangá, Þyrluþjónustunni Helo og Olís. Einnig tóku 6.000 manns sjálfspróf á vef Mottumars. Dýpkun LanDeyjahafnar hefur kostað 1,8 miLLjarða króna n Ný ferja væntanleg sumarið 2018 n Vestmannaeyingar bíða óþreyjufullir R íflega 1,8 milljarða króna hefur kostað að dýpka Land- eyjahöfn frá því hún var opn- uð. Vestmannaeyjaferjan Herjólfur hentar illa til sigl- inga milli Eyja og Landeyjahafnar sökum þess hversu djúpt ferjan rist- ir og hefur því kostnaður við dýpkun verið meiri en skyldi og fleiri dagar þar sem ekki hefur verið hægt að sigla til Landeyjahafnar. Ný ferja verður tekin í notkun í júní á næsta ári ef að líkum lætur. Sú ferja ristir mun grynnra og ætti að geta nýst betur í siglingum. Ferjan áttin hins vegar að vera tilbúin þegar höfnin var opnuð, árið 2010, en smíði hennar var frestað vegna efnahagshrunsins. Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir að allt of langan tíma hafi tekið að koma smíði nýrrar ferju á koppinn og á meðan hafi miklir fjármunir tapast. 422 milljónir í fyrra Framkvæmdir við Landeyjahöfn hófust haustið 2008 og lauk þeim árið 2010. Síðan þá hefur Landeyja- höfn orðið Vestmannaeyingum og gestum þeirra mikil samgöngubót, þegar hægt hefur verið að sigla þang- að og þaðan. Bæði hefur veður og mikil söfnun sands hamlað því oft og tíðum. Á verðlagi dagsins í dag hefur kostnaður við dýpkun hafnarinnar numið ríflega 1,8 milljörðum króna og hefur kostnaðurinn aldrei verið meiri en í fyrra, 422 milljónir króna. Þar fyrir utan kostaði 280 milljónir króna að dýpka höfnina árið 2010 en stærstur hluti þess kostnaðar var byggingarkostnaður en ekki viðhalds- kostnaður. Ferjan nýja sem taka á við af Herj- ólfi sumarið 2018 kemur til með að kosta rúma þrjá milljarða króna mið- að við núverandi gengi. Miklar vonir eru bundnar við að hún muni breyta samgöngum til og frá Eyjum verulega. Herjólfur dugað betur en búist var við Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum, segir að nýja ferjan muni valda straumhvörfum í Eyjum. Herjólfur hafi þó nýst betur en við hefði mátt búast. „Herjólfur hefur í raun siglt meira en talið var í upp- hafi að yrði hægt, í Landeyjahöfn. Siglingamálastofnun hafði efasemd- ir um að það yrði yfirhöfuð hægt að halda nægu dýpi fyrir Herjólf þannig að það sem hefur gerst hefur raunar verið vonum framar.“ „No-season“ í ferðaþjónustunni Engu að síður hafi þeir verið margir dagarnir sem ekki var hægt að sigla, bæði vegna sandburðar og einnig vegna ölduhæðar, en nýja ferjan á að ráða betur við ölduna en Herjólfur gerir. Elliði segir tímann í bið vera orðinn langan. „Það var hætt við smíði nýju ferjunnar út af efnahags- hruninu og síðan höfum við beðið. Á sama tíma og störfum í sjávarút- vegi hefur fækkað mjög hratt með aukinni tæknivæðingu þá eigum við gríðarleg tækifæri í ferðaþjón- ustu. Þau getum við hins vegar ekki nýtt nema með tryggum samgöng- um. Víðast hvar á landsbyggðinni er talað um, ef ég má sletta, „high-sea- son“ og „low-season“ í ferðaþjón- ustunni. Við aftur á móti erum bara með „high-season“ og no-season“. Hingað kemur bara enginn á meðan siglt er í Þorlákshöfn.“ Þola ekki kyrrstöðuna lengur Elliði segir að miklar vonir séu bundnar við nýja ferju í Vestmanna- eyjum. „Öryggi í siglingum verður allt annað því ferjan nýja á að ráða mun betur við ölduhæð. Við von- umst til að tíminn sem hægt verður að sigla í Landeyjahöfn gæti lengst verulega, níu til tíu mánuðir á ári gætu bara verið góðir með litlar sem engar frátafir, en tveir til þrír mánuð- ir yrðu erfiðari. Þá mun ekki þurfa að dýpka jafn mikið og frátafir, sem og kostnaður, verða minni.“ Það er öllum ljóst, segir Elliði, að fleira þurfi til þó að ný ferja verði tekin í gagnið. Það þurfi að fara í framkvæmdir við varnar- garða við höfnina, til að veita skip- um skjól á innsiglingunni. Þá verði höfnin orðin heilsárshöfn. „Við höf- um orðað það svo að nýja ferjan sé nauðsynleg en ekki nægjanleg til að bæta samgöngurnar. Kyrrstöðuna þolum við ekki lengur.“ Ekki flókin stærðfræði Spurður hvort það hafi verið skammsýni að semja ekki fyrr um smíði nýrrar ferju segir Elliði að vissulega hefði það verið æski- legra. Það hafi þó verið skiljanlegt að henni hafi verið frestað við efna- hagshrunið, hins vegar hefði átt að fara fyrr af stað með smíðina þegar efnahagsástand fór batnandi. „Þegar ríkið ákvað að hætta við að smíða nýja ferju og spara þannig krónur en nota þess í stað gamla Herjólf, sem ristir svona miklu meira, þá var öllum ljóst að meira þyrfti að dýpka og það myndi kosta meira. Það er ekki flókin stærðfræði. Það hefði verið langskynsamlegast að fara fyrr af stað með smíði ferjunnar, bæði í fjárhagslegu tilliti og auðvitað fyrir samgöngur til og frá Vestmannaeyj- um.“ n Hafa beðið of lengi Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að nýrrar ferju hafi verið beðið of lengi. Á meðan hafi fjármunir tapast. MyNd Sigtryggur Ari„Hingað kemur bara enginn á meðan siglt er í Þorláks- höfn Freyr rögnvaldsson freyr@dv.is 1,8 milljarðar í dýpkun Dýpkun í Land- eyjahöfn hefur kostað 1,8 milljarða króna frá upphafi. Með nýrri ferju sem afhent verður næsta sumar er vonast til að sá kostnaður lækki og höfnin nýtist betur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.