Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2017, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2017, Blaðsíða 36
Vikublað 4.–6. apríl 201732 Menning Sjónvarp Sjónvarpsdagskrá Fimmtudagur 6. apríl RÚV Stöð 2 16.05 Ísþjóðin með Ragnhildi Steinunni (2:5) (Glowie - söngkona) 16.35 Framapot (1:8) 17.00 Táknmálsfréttir 17.10 Meistaradagar 2017: Fimleikar 18.50 Krakkafréttir 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.30 Veður 19.35 Kastljós 20.05 Framapot (2:8) 20.35 Lygavefur (5:6) (Ordinary Lies) Leikin þáttaröð frá BBC um ósköp venjulegan hóp starfsmanna á bílasölu þar sem hvít- ar lygar koma þeim í hann krappann. 21.30 Hulli (7:8) Önnur þáttaröð um lista- manninn Hulla og hans nánustu vini í Reykjavík nútímans. Síðast þegar við sáum til Hulla var hann búin að selja Kölska sál sína, vinna Óskarinn og flytja til Hollywood. 22.00 Tíufréttir 22.15 Veðurfréttir 22.20 Fortitude (10:10) (Fortitude II) Önnur þáttaröð af þessum spennumyndaflokki sem tekinn er hér á landi. Sagan gerist í þorpi á norðurhjara. Hrottalegur glæpur skekur þorpssam- félagið sem þekkt er fyrir friðsemd og nánd íbúanna. 23.10 Á spretti (4:5) 23.35 Glæpasveitin (8:8) (The Team) Glæpasveitin er evrópsk þáttaröð. Hópur rann- sóknarlögreglu- manna hjá Interpol samræma lögreglu- aðgerðir gegn man- sali og skattsvikum sem virða engin landamæri. 00.35 Kastljós 01.00 Dagskrárlok 07:00 Simpson-fjöl- skyldan (6:22) 07:25 The Middle (13:24) 07:50 Kalli kanína 08:15 Tommi og Jenni 08:35 Ellen 09:15 Bold and the Beautiful 09:35 The Doctors 10:15 Undateable (10:10) 10:40 The Goldbergs 11:05 Landnemarnir (1:9) 11:50 Manstu 12:35 Nágrannar 13:00 Phantom of the Opera 15:30 The Borrowers 16:55 Bold and the Beautiful 17:20 Nágrannar 17:45 Ellen 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Íþróttir 19:05 Fréttir Stöðvar 2 19:20 The Big Bang Theory (18:24) 19:40 Masterchef Professionals - Australia (13:25) 20:25 Hið blómlega bú 21:00 Homeland (11:12) Sjötta þáttaröð þessarra mögnuðu spennuþátta þar sem við höldum áfram að fylgjast með Carrie Mathie- son nú fyrrverandi starfsmanni banda- rísku leyniþjón- ustunnar. 21:50 Prison Break: Sequel (1:9) Æsilegi flóttinn heldur áfram en við tökum upp þráðinn þar sem frá var horfið í síðustu þáttaröð. 22:35 The Blacklist: Redemption (5:8) Hörkuspennandi hliðarsería af The Blacklist en hér segir frá njósnarann Tom Keen sem vinnur sem gengur til liðs við fyrirtæki í eigu Susan Hargrave sem sérhæfir sig í að leysa erfiðustu og hættulegustu málin fyrir bandarísku ríkisstjórnina. 23:20 Big Little Lies (6:7) 00:10 Martha & Snoop's Potluck Dinner Party (4:10) 00:30 Armed Response 02:05 Shameless (1:12) 03:00 Shameless (2:12) 03:50 Utopia (1:6) 08:00 America's Funniest Home Videos (11:44) 08:25 Dr. Phil 09:05 90210 (5:22) 09:50 Melrose Place 10:35 Síminn + Spotify 11:45 Dr. Phil 12:25 The Voice USA 13:55 Difficult People 14:20 Survivor (5:15) 15:05 The Bachelorette 16:35 The Tonight Show starring Jimmy Fallon 17:15 The Late Late Show with James Corden 17:55 Dr. Phil 18:35 King of Queens 19:00 Arrested Develop- ment (9:18) 19:25 How I Met Your Mother (20:24) 19:50 The Odd Couple 20:15 The Mick (13:17) 20:35 Speechless (18:23) Gamanþáttaröð með Minnie Driver í aðahlutverki. 21:00 The Catch (3:10) Alice Martin er sér- fræðingur í að koma upp um svikahrappa en núna verður hún sjálf fórnarlamb bragðarefs sem náði að fanga hjarta hennar. 21:45 Scandal (8:16) Spennandi þáttaröð um valdabaráttuna í Washington. Olivia Pope og samstarfs- menn hennar sér- hæfa sig í að bjarga þeim sem lenda í hneykslismálum í Washington. 22:30 The Tonight Show starring Jimmy Fallon 23:10 The Late Late Show with James Corden 23:50 Californication 00:20 24 (4:24) 01:05 Law & Order: Special Victims Unit (2:22) 01:50 Billions (6:12) 02:35 The Catch (3:10) 03:20 Scandal (8:16) Sjónvarp Símans B reska kvikmyndin Sungið fyr- ir Jenny (A Song for Jenny) sem RÚV sýndi síðastliðið föstudagskvöld var einkar áhrifamikil. Myndin er byggð á samnefndri bók Julie Nicholson en dóttir hennar Jenny, 24 ára göm- ul, var meðal 52 fórnar lamba hryðju- verkaárása í London árið 2005. Em- ily Watson lék Julie, sem starfaði sem prestur, og sá veröld sína hrynja þegar dóttir hennar dó. Watson sýndi magnaðan leik sem hin örvæntingar- fulla syrgjandi móðir. Þetta var lágstemmd mynd, al- gjörlega án tilgerðar. Þarna var ekkert yfirspennt drama. Þetta var mynd um venjulegt fólk sem stóð skyndilega frammi fyrir þeir skelfi- legu staðreynd að ókunnur maður, drifinn áfram af hatri og heift, ákvað að sprengja sig í loft upp í lest og tók aðra með sér í dauðann. Fréttir eins og þessar heyrum við alltof oft og sjáum í sjónvarpsfréttum mynd- ir af vettvangi. Okkur eru sögð nöfn og sjáum andlit þeirra sem dóu og fyllumst sorg því við vitum að það fólk átti sér líf, vonir og væntingar. Jenny var í hópi þessa fólks og nú þekkjum við hana vegna sögunn- ar sem móðir hennar skrifaði um hana og myndarinnar sem gerð var um hana. Fallegasta og hjartnæmasta atriði myndarinnar sneri að samskiptum móðurinnar og leigubílstjóra. Þegar hann komst að því að hún hefði misst dóttur sína í árásinni keyrði hann hana frá London til Reading og neitaði að taka við greiðslu. Þegar þau kvöddust sagði hann við hana: „Þér finnst heimurinn örugglega ömurlegur núna. Ég vil að þú vitir að það er til gott fólk. Ekki láta þá hafa betur. Hugrekki.“ Hún svaraði: „Ég reyni.“ „Þá ertu búinn að borga mér,“ sagði hann þá. Þessi hluti myndarinnar hefði vel getað verið skáldaður af hæfileikaríkum handritshöfundi sem vildi senda áhorfendum fal- leg skilaboð. Staðreyndin er sú að þetta gerðist raunverulega. Ókunn- ugur maður sýndi manneskju í sorg kærleika og rétti fram hjálparhönd. Julie Nicholson sagði seinna frá því í viðtali að hún hefði reynt að hafa uppi á leigubílstjóranum, en fann hann ekki. Myndin fjallaði um djúpa sorg, sem ljóst var að myndi aldrei hverfa. Julie, sem var full af reiði og van- mætti, ákvað í lokin að láta hatrið ekki hafa yfirhöndina, vegna þess að Jenny dóttir hennar hafði aldrei hatað. Hún hefði vart getað heiðr- að minningu dóttur sinnar á betri hátt. n Mikilvæg skilaboð leigubílstjóra Emily Watson sýndi magnaðan leik í Sungið fyrir Jenny Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Við tækið Ber ekki saman um vináttuna S jónvarpskokkarnir John Torode og Gregg Wallace eru ekki sammála um hvort þeir séu vinir. Þeir hafa verið sam- starfsmenn í 12 ár í bresku þáttun- um MasterChef og því mætti ætla að traust vinátta ríkti á milli þeirra en svo er þó ekki, allavega að sögn annars þeirra. Torode upplýsti á dögunum að þeir hafi aldrei heim- sótt hvor annan. „Við höfum aldrei verið vinir,“ sagði hann og bætti við að þeim hefði nokkrum sinnum lent illilega saman við upptökur. Wallace lítur samband þeirra allt öðrum augum. Hann sagði í ný- legu viðtali að samband þeirra væri mjög náið og þeir treystu hvor öðr- um. Torode var svaramaður Wallace þegar hann gekk í hjónaband í fjórða sinn á síðasta ári. „Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu nánir við erum – hann var svaramaður minn, við vinnum náið saman sjö til átta mánuði á ári. Það sem er svo frábært við samstarfið er að ef annar okkar er niðurdreginn þá er það hinn sem hressir hann við,“ sagði Wallace. Hann sagði frá því að þegar hann tók þátt í danskeppninni Strictly Come Dancing árið 2014 hefði honum liðið illa og hringt í Torode til að segja honum frá líðan sinni. Torode mun hafa hughreyst hann. Félögunum ber því ekki saman um hvort þeir séu vinir eða ekki. Hvað um það, þeir virka allavega vel saman á skjánum. n kolbrun@dv.is Vinir? Þeir er ekki sam- mála um samskiptin. Emily Watson Sýndi stórleik í hlutverki syrgjandi móður. „Ókunnugur maður sýndi manneskju í sorg kærleika og rétti henni hjálparhönd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.