Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2017, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2017, Blaðsíða 38
Vikublað 4.–6. apríl 201734 Fólk Kr in gl an Kr in gl um ýr ar br au t Miklabraut Miklabraut Við erum hér! Tilb oð 17 10 bitar fyrir 4-5 5 Stórir bitar og 5 minni. Stórt hrásalat og kokteilsósa. Stór af frönskum og 2l. Pepsi. kjúklinga vefjur og borgarar F ata- og textílhönnuðirnir Anita Hirleklar og Magnea Einarsdóttir opnuðu nýja konsept-verslun við Garða- stræti 2 á laugardag. Anita og Magnea eru í hópi fremstu hönnuða landsins en í versluninni verður boð- ið upp á vörur frá þeirra merkjum. Magnea útskrifaðist Central Saint Martins-skólanum í London árið 2012 og hefur því starfað sem fata- hönnuður í um fimm ár. Í viðtali við Fréttatímann fyrir skemmstu sagði Magnea að hún hefði starfað sjálf- stætt frá því að hún flutti heim árið 2012 og vinnur hún nú að því að koma hönnun sinni á stærri markað en þann íslenska. Leiðir þeirra Anitu og Magneu lágu saman í London þar sem Anita lagði áherslu á prent en Magnea á prjón. Þær hafa báðar verið tilnefnd- ar til Hönnunarverðlauna Íslands fyrir verk sín. n Spennandi tímar í fatahönnun Magnea Einarsdóttir og Anita Hirleklar sameinast undir einu þaki við Garðastræti 2 Listakona Myndlistakonan Auður Ómarsdóttir stendur við eitt verka sinna sem er til sýnis í versluninni. Auður skapaði rýmið fyrir opnunina á laugardag, en hún vinnur með fjölbreytta miðla í list sinni, allt frá málverki til kvikmynda. Gaman Jóhanna og Guðrún létu sig ekki vanta á opnunina og skemmtu sér vel. Tvær öflugar Magnea Einarsdóttir og Anita Hirleklar sameinast undir einu þaki við Garðastræti 2. Feldskeri með gítar Þ að ríkti skemmtileg stemning í Cadillac-kjallaranum í liðinni viku þegar blúsáhugamenn komu saman og spiluðu nokk- ur vel valin lög. Meðal þeirra má nefna Magnús Ragnar Einarsson, útvarps- og tón- listarmann, sem er án nokkurs vafa í hópi þekktustu útvarpsmanna lands- ins. Hann starfaði í útvarpi í rúm 30 ár en sagði skilið við hljóðnemann í fyrrahaust. Eggert Jóhannsson, Egg- ert feldskeri, greip einnig í gítarinn og spilaði við góðar undirtektir. Þess má til gamans geta að Blúshátíð í Reykjavík er framundan. n Spilað og sungið í Cadillac-kjallaranum Innlifun Magnús Ragnar Einarsson spilaði og söng af innlifun í Cadillac-kjallaranum. Flinkur Eggert Jóhannsson tók sig vel út með gítarinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.