Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2017, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2017, Qupperneq 26
Vikublað 4.–6. apríl 201722 Sport Paul Pogba verður líklega ekki lengur dýrasti leikmaður heims í sumar S tórliðin í heimsfótboltanum hafa sífellt meira fjármagn milli handanna til að kaupa leikmenn og greiða ofur- laun. Það er því aðeins tíma- spursmál hvenær metið í dýrasta knattspyrnumanni heims verður slegið, met sem Manchester United setti í fyrrasumar þegar liðið keypti Frakkann Paul Pogba frá Juventus fyrir 89,3 milljónir punda. FourFourTwo-tímaritið tók saman þá tíu leikmenn sem eru líklegastir til að slá metið áður en langt um líður. Þetta eru leikmenn sem hafa slegið í gegn hjá félagsliðum sínum undan- farin misseri og hafa verið orðaðir við önnur félög að undanförnu. n Harry Kane Uppgangur Harry Kane hjá Tottenham hefur verið ótrúlegur á undanförnum árum. Kane er ekki besti fótboltamaðurinn á þessum lista en öflugri markaskorari er vandfundinn í heimsfótboltanum. Kane skrifaði undir nýjan samning við Tottenham í desember sem gildir til ársins 2022. Kane er Tottenham-maður í húð og hár og ólíklegt þykir að hann yfirgefi félagið nema Tottenham vilji selja sem aftur þykir ólíklegt. Romelu Lukaku Romelu Lukaku er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í vetur. Og þar sem hann er aðeins 23 ára er ljóst að þar fer leikmaður sem mun láta mikið að sér kveða í framtíðinni. Ólíklegt verður að teljast að Everton geti haldið þessum öfluga leikmanni sem vill spila í Meistaradeildinni og berjast um titla. Góðir framherjar kosta peninga eins og sást glögglega í fyrrasumar þegar Juventus borgaði 76 milljónir punda fyrir hinn 28 ára gamla Gonzalo Higuain. Vandamálið er að Lukaku á aðeins rúmt ár eftir af samningi sínum við Everton sem gæti gert að verkum að liðið þurfi að selja hann tiltölulega ódýrt í sumar, ella eiga á hættu að missa hann á frjálsri sölu næsta sumar. Paulo Dybala Þessi 23 ára Argentínumaður er af mörgum talinn í hópi efnilegustu leikmanna heims. Hann hefur skorað tæplega 40 mörk á tveimur tímabilum með Juventus og hefur honum verið líkt við leikmenn á borð við Lionel Messi, Sergio Aguero og Diego Maradona. Vitað er að Real Madrid og Barcelona renna hýru auga til Dybala sem gæti vel orðið dýrasti leikmaður heims í sumar. Juventus mun allavega ekki selja ódýrt. Ousmane Dembele Þessi 19 ára Frakki hefur slegið í gegn í þýska boltanum í vetur. Dembele er enn ungur að árum og enn að bæta sig, en ólíklegt þykir að hann yfirgefi Dortmund í sumar nema stjarnfræðilegt tilboð, eða allt að því, komi. Dortmund hefur þó oftar en ekki þurfti að horfa á eftir sínum bestu leikmönnum og nægir í því samhengi að nefna Robert Lewandowski, Mats Hummels og Henrikh Mkhitaryan. Dembele hefur látið hafa eftir sér að hann vilji spila fyrir Barcelona einn daginn. Pierre-Emerick Aubameyang Gaboninn getur ekki hætt að skora og er á hátindi ferils síns akkúrat núna. Aubameyang hefur ekki farið leynt með aðdáun sína á Real Madrid og gæti vel farið svo að hann gangi í raðir spænska stórveldisins í sumar. Ljóst er að Real Madrid þarf að punga út verulegum fjárhæðum til að það gangi eftir. Ef Real Madrid er ekki tilbúið að borga uppsett verð eru önnur félög inni í myndinni, þar á meðal Manchester City, PSG og milljarðaliðin í Kína. Antoine Griezmann Franski sóknarmaðurinn hefur verið lykilmaður í velgengni Atletico Madrid á undanförnum árum og er eftirsóttur af liðum á borð við Manchester United og Chelsea. Griezmann hefur látið hafa eftir sér að líkurnar á að hann skrifi undir nýjan samning við Atletico Madrid séu ekki ýkja mikl- ar sem þýðir að Atletico þarf að selja. Talið er að í samningi hans sé klásúla þess efnis að hann megi fara komi tilboð upp á 85,5 milljónir punda. Ef launakostnaður og annar kostnaður er tekinn inn í myndina gæti Griezmann vel orðið dýrasti leikmaður sögunnar í sumar. Neymar Brasilíumaðurinn Neymar er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður heims í dag. Hann er enn ungur að árum og ef einhver af þeim leikmönnum, sem hér eru nefndir, verða seldir í sumar mun Neymar verða dýrastur. Talað hefur verið um að 173 milljónir punda þurfi til að kaupa Brassann frá Barcelona og þótt mörg fjársterk félög séu til eru ekki mörg sem geta pungað slíkri fjárhæð út. Manchester United er þó eitt þeirra liða sem nefnd hafa verið sem og PSG í Frakklandi og lið í Kína. Kylian Mbappe Það vissu ekki margir hver þessi ungi Frakki var áður en tímabilið hófst í fyrrahaust. Mbappe er aðeins rúmlega 18 ára en hann hefur samt skorað 19 mörk fyrir Monaco í vetur. Ljóst er að hörð barátta bíður stærstu liða Evrópu í sumar um þennan öfluga leikmann. Forráðamenn Monaco þykja harðir í horn að taka þegar kemur að samningum eins og kom í ljós þegar Manchester United pungaði út 57 milljónum punda fyrir Anthony Martial. Ljóst er að Mbappe verður talsvert dýrari og gæti hann vel orðið sá dýrasti í sögunni í sumar. Eden Hazard Hazard hefur verið einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á undanförnum árum. Hann er þegar orðinn reynslumikill leikmaður sem myndi varla eiga í vand- ræðum með að aðlagast nýju liði. Samkvæmt nýlegri frétt í spænska blaðinu Marca er Hazard eftstur á óskalista Real Madrid í sumar. Ef spænska liðið vill kaupa er ljóst að það þarf að punga út 100 milljónum punda, eða þar um bil, fyrir leikmanninn. Dele Alli Þessi frábæri miðjumaður hefur skorað 17 mörk á tímabilinu. Það er frábær árangur fyrir aðeins tvítugan leikmann sem spilar ekki einu sinni sem fremsti maður. Alli er samningsbundinn Tottenham til ársins 2022 en það segir ekki alla söguna. Gareth Bale var með langtímasamning við liðið þegar Real Madrid keypti hann sumarið 2013. Alli hefur verið orðaður við mörg af stærstu félagslið- um heims að undan- förnu, Barcelona og Real Madrid þar á meðal, og gæti vel farið svo að Alli yfirgefi Tottenham einn góðan veðurdag. Hvort það gerist í sumar skal þó ósagt látið en þegar þar að kemur mun engin skipti- mynt duga til. Hver hirðir krúnuna af Pogba? Paul Pogba Varð dýrasti knattspyrnu- maður sögunnar í fyrrasumar. Mynd EPA Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.