Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2017, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2017, Blaðsíða 18
Vikublað 4.–6. apríl 2017 Heimilisfang Kringlan 4-12 4. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7000 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 18 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Þ ingsályktunartillaga þing- manna fjögurra flokka um að þjóðin fái að ákveða fram- tíð Reykjavíkurflugvallar veld- ur greinilega nokkrum pirringi hjá borgar stjóra sem hefur látið hafa eftir sér að verið sé að halda flugvallarmál- inu í skotgröfunum. Það er einkenni- legt að Dagur B. Eggertsson skuli reka upp ramakvein við hugmyndina um þjóðaratkvæðagreiðslu í mikilvægu máli. Fram að þessu hefur hann viljað draga upp mynd af sér sem lýðræðis- sinna sem virði vilja fólksins. Kvíðafull tilhugsun um að tapa þjóðaratkvæða- greiðslu kann að vera skýring á af- undnum viðbrögðum hans. Alla- vega er merkilegt að það virðist einu gilda hvað þjóðinni finnst, það er nánast heilagt markmið Dags og félaga hans í borginni að losna við flugvöllinn úr Vatnsmýrinni þegar góð og gild rök eru fyrir því að halda honum þar sem hann er. Borgarstjóri er argur yfir því að þeir sem vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni skuli ekki átta sig heldur halda baráttunni áfram og vilja knýja fram þjóðaratkvæða- greiðslu um málið. Hann segir að með þingsályktunartillögunni sé verið að fara með málið afturábak í staðinn fyrir að mynda breiða sátt um nýjan stað. Borgarstjórinn kann að eiga sinn óskastað fyrir nýjan flugvöll en vilji hans er ekki lög. Stór hluti þjóðarinnar vill hafa sinn flugvöll á sama stað og hann hef- ur verið. Þetta finnst Degi B. Eggerts- syni ekki bara verulega leiðinlegt, hann má ekki til þess hugsa. Í flugvallarmálinu virðist vera sáluhjálparatriði fyrir borgarstjórann að hafa vit fyrir þjóðinni. Þarna er samt einmitt á ferð mál sem vel er til þess fallið að setja í þjóðaratkvæða- greiðslu. Eins og þingmennirnir að baki þingsályktuninni benda á þá gegnir flugvöllurinn mikilvægu hlut- verki í tengingu landsbyggðarinnar við opinbera grunnþjónustu og opinberar stofnanir, sem og verslun og þjónustu. Allir ættu síðan að átta sig á því hversu mikilvægt er að tryggja sjúkra- og neyðarflug til Reykjavíkur. Flugvöllur í Vatnsmýri uppfyllir öll þessi skilyrði. Framtíð Reykjavíkurflugvallar er ekki bara mál Reykvíkinga og ekki heldur meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur. Þetta er mál allra lands- manna. Borgarstjóri á ekki að fyllast kvíða við tilhugsunina um að þjóð- inni verði leyft að úrskurða í máli sem varðar hag hennar. Það ber að fagna þingsályktunartillögu þingmannanna. Það er sannarlega vit í henni. n Gramur borgarstjóri Ég hef ekki gert neinum mein, nema sjálfum mér Jóhann Björn Guðmundsson var beittur harðræði á Litla-Hrauni. – DV Stóru málin Stjórnarandstöðuþingmenn voru ekki par hrifnir af því að sérstakri umræðu um fátækt, sem áætluð var í þinginu í þessari viku, skyldi ýtt út af borðinu. Umræða um fá- tækt í íslensku samfélagi hefur enda verið óvenju hávær upp á síðkastið og því töldu þing- mennirnir fulla ástæðu til að ræða málefnið í þingsal. Ástæða þess að umræðan fékkst ekki tek- in á dagskrá mun hafa verið sú að nauðsyn væri á að ræða mál ríkisstjórnarinnar sem hafa loks hrúgast inn síðustu daga. Það er sannarlega mikilsvert að ræða þau mál, til að mynda frumvarp um niðurlagningu lífeyrissjóðs hjúkr- unarfræðinga, ótal þingsályktun- artillögur um upptöku ákvarðana EES-nefndarinnar, fullgildingu fríverslunarsamninga við Georgíu og Filippseyjar og lagabreytingar sem taka til eftirlits með þeim sem vigta mega fiskafla. Fátæklingarnir hljóta að geta beðið á meðan, þeir eru svo sem vanir því. Píratar deila um Ólaf Miklar deilur eru meðal Pírata um það hvort borgin eigi að rifta samningum við Ólaf Ólafsson og ýmislegt látið fjúka í Facebook- spjalli þeirra á meðal. Halldóri Auðari Svanssyni var nóg boðið og segir: „Ef flokksfélagi býr yfir ein- hverjum ráðleggingum sem gætu mögulega gagnast í málinu (þó þær gangi reyndar algjörlega þvert á álit lagasérfræðinga borgarinn- ar) er rétta leiðin að koma þeim til viðeigandi fulltrúa flokksins. Ekki ýja að þeim á Facebook. Hverjum á það að gagnast?“ ( 893 5888 Persónuleg og skjót þjónusta þú finnur okkur á facebook Eins og ég væri komin í helvíti Lilja Torfadóttir sneri baki við Vottum Jehóva. – DV Hún hataði barnið Pálína sakar deildarstjóra á leikskóla um harðræði. – DV Myndin Mugga Notalegasta vorveður undanfarinna daga hefur nú vikið fyrir snjómuggu eða slydduéljum. Líklegast þykir að veturinn ríki eitthvað áfram. Mynd SiGTryGGur Ari „Það virðist einu gilda hvað þjóð- inni finnst, það er nánast heilagt markmið Dags og félaga hans í borginni að losna við flugvöllinn úr Vatnsmýrinni. Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Mynd SiGTryGGur Ari Mynd SiGTryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.