Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2017, Blaðsíða 12
Vikublað 4.–6. apríl 201712 Fréttir
Kallar eftir þjóðar-
átaKi gegn nauðgunum
n Hópnauðganir skipulögð glæpastarfsemi n Félagsmálaráðherra tilbúinn til forystu
Á
rsskýrsla Stígamóta fyrir árið
2016, sem kom út í síðustu
viku, dregur upp dökka mynd
af stöðu mála þegar kemur að
kynferðisbrotum hér á landi.
Aldrei frá árinu 1992 hafa fleiri leitað
til Stígamóta og aldrei hafa fleiri leit-
að til Stígamóta vegna hópnauðgana
og lyfjanauðgana. Talskona Stíga-
móta kallar eftir þjóðarátaki gegn
nauðgunum og kynferðisbrotum.
Félags- og jafnréttismálaráðherra er
henni sammála og er tilbúinn til að
stíga fram í forystu fyrir slíkri bar-
áttu. Aðrir ráðherrar eru sammála
um þörfina á því að berjast gegn kyn-
ferðisofbeldi en telja mismikilvægt
að farið verði í sérstakt þjóðarátak í
því skyni.
Mikil og almenn vitundarvakn-
ing hefur orðið í þjóðfélaginu síð-
ustu ár um kynferðisofbeldi og hafa
verkefni eins og Druslugangan og
Blátt áfram vakið mikla athygli og
umræðu. Því koma þessar tölur sem
birtast í skýrslunni nokkuð flatt upp
á marga. Guðrún Jónsdóttir, talskona
Stígamóta, segir að hún geti ekki full-
yrt af eða á um hvort og þá hverju sú
vitundarvakning hafi skilað. „Ég get
bara sagt að við fáum fleiri mál inn á
okkar borð. Ég held þó að þetta hafi
skilað því að við vitum meira um
nauðganir en áður. Ástæðan fyrir
þessum toppi hjá okkur í fyrra var
einföld. Þetta gerðist í nóvember og
desember. Þá tvöfaldaðist fjöldi fólks
sem leitaði til okkar og ástæðan var
vitundarvakningar- og fjáröflunar-
átak sem við fórum í með 365. Okkar
fólk, sem brotið hafði verið á, steig
þar fram og greindi frá því hvernig
því hefði tekist að ná betri tökum á
lífi sínu. Það var fólki mikil hvatning.“
Óhugnanlegar tölur
Til Stígamóta leituðu 29 manns
vegna hópnauðgana í fyrra og hafa
aldrei verið fleiri. Guðrún segist telja
að átakið sem nefnt er hér að fram-
an hafi orðið því fólki hvatning til
að leita sér hjálpar. „Ég held að það
sé erfiðast að stíga fram og segja frá
grófasta ofbeldinu sem fólk hef-
ur orðið fyrir, hópnauðgunum til að
mynda. Það eru að minnsta kosti 70
karlar sem tóku þátt í hópnauðgun-
um í fyrra á Íslandi. Það er lágmarks-
tala því okkur vantar upplýsingar
í ríflega tug tilfella. Svo má reynd-
ar vera að þeir séu færri en það sé
slóð á eftir þeim og þeir stundi þetta
bara. Við erum í rauninni að tala um
skipulagða brotastarfsemi.“
Vantar fjármagn og starfsfólk
Guðrún segir að nú sé nóg komið.
Þjóðarátaks gegn nauðgunum og
kynferðisbrotum sé þörf. Leggist all-
ir á eitt þá sé hægt að snúa þróuninni
við. „Með almennilegum forvörnum
og réttum áherslum er hægt að ala
þessa þjóð upp. Það er alveg hægt
að gera varðandi kynferðisbrot líka,
séu settar myndarlegar fjárhæðir í
forvarnir. Forvarnir og fræðsla um
kynferðisbrot yrðu þá til dæmis
eðlilegur liður í námsefni barna. Ef
það er pólitískur vilji til þess og tek-
in sameiginleg ákvörðun þá veit ég
að við getum breytt hegðun manna.
Það þarf að setja í þetta fjármuni
og starfsfólk og sameinast í þessari
vinnu. Ég held að þó við getum þjark-
að um pólitík eða flokksskoðanir þá
sé þetta eitthvað sem við erum öll
sammála um. Það ætti að vera hægt
að ná samstöðu um þetta.“
Ráðherra tilbúinn til forystu
Þorsteinn Víglundsson, félags- og
jafnréttismálaráðherra, tekur undir
með Guðrúnu og segir átaks af þessu
tagi þörf. „Það er auðvitað óþol-
andi að hugsa til þess að nánast á
hverjum degi sé manneskju nauðg-
að eða reynt að nauðga henni. Við
hljótum að vona að sá hópur fólks
sem á undanförnum misserum hefur
komið fram í fjölmiðlum og sagt frá
reynslu sinni af nauðgunum og öðru
ofbeldi í nánum samböndum hafi
virkað hvetjandi á aðra þolendur að
leita sér hjálpar og réttlætis. Ein leið
til að fækka brotum er að gera drengj-
um og ungum karlmönnum það ljóst
hversu alvarlegar afleiðingar brotið
hefur á þolandann. Ég tek undir með
talskonu Stígamóta að allt samfélagið
þarf að berjast saman gegn nauðgun-
um. Sjálfur er ég til í að vera í forystu
þeirrar baráttu og kosta því til sem
þarf til að ná viðunandi árangri.“
Ekki hægt að auka fjármuni
gagnrýnislaust
Sigríður Á. Andersen innanríkis-
ráðherra segir að nauðsynlegt sé að
hlusta á það sem Stígamót hafa fram
að færa, til að mynda hvað varðar eðli
brota og hvernig þau breytist milli ára.
Það verði lögreglan líka að gera og
hafi raunar gert. Sigríður bendir jafn-
framt á samráðshóp innanríkisráðu-
neytisins um meðferð kynferðisbrota
innan réttarvörslukerfisins sem starf-
að hefur frá því í mars á síðasta ári.
Þegar bent er á að Guðrún sé að kalla
eftir forvörnum gegn nauðgunum en
ekki bara bættum verkferlum í rétt-
arvörslukerfinu bendir Sigríður á að
í síðustu viku hafi mennta- og menn-
ingarmálaráðherra, heilbrigðis-
ráðherra, dómsmálaráðherra og fé-
lags- og jafnréttismálaráðherra
skrifað undir samstarfsyfirlýsingu um
aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum
þess. Þar sé fjallað um forvarnir, með-
al annars gegn kynferðisofbeldi. Sig-
ríður segist ekki geta tekið gagnrýn-
islaust undir það með Guðrúnu að
það þurfi bara aukið fjármagn. „Ég
held að við þurfum þá að vita hvert
það fjármagn á að fara. Menn hljóta
að þurfa að greina hvar þessum fjár-
munum er best varið,“ segir Sigríður.
Þarf að snúa þróuninni við
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra
segir að leggjast þurfi á eitt um að
snúa við þeirri þróun og kúltúr sem
snúi að nauðgunum hér á landi. „Ég
sem femínisti tek svo sannarlega
undir þessi orð Guðrúnar. Átak er lík-
legast réttnefni og á vel við í þessu
samhengi. Að mínu mati er mikil-
vægt að kerfin vinni saman að því
að uppræta kynbundið ofbeldi. Þar
á meðal að félagsþjónustan, heil-
brigðisþjónustan, menntastofnan-
ir, barnaverndin og löggæslan vinni
sameiginlega að viðbrögðum og
forvörnum í málaflokknum.“
Óttarr segir að ánægjulegt sé að
skrifað hafi verið undir yfirlýsingu
ráðherra um aðgerðir gegn ofbeldi í
síðustu viku. „Ég hef fulla trú á því að
fjármunum og allri vinnu sem varið
er í forvarnir og heildstæðari og alúð-
legri viðbragðsaðgerðir í málaflokkn-
um eigi eftir að skila sér jafnt og þétt
til betra samfélags.“
Skorumst ekki undan
Kristján Þór Júlíusson, mennta-
og menningarmálaráðherra, vísar
einnig til samstarfsyfirlýsingar ráðu-
neytanna fjögurra sem Sigríður nefn-
ir og stýrihóps um aðgerðir gegn of-
beldi. „Það er mjög mikilvægt að hið
opinbera kerfi vinni saman til að ná
betri árangri gegn ofbeldi, hegðan
sem er ólíðandi í íslensku samfélagi.
Það kann vel að vera að við þurfum
að forgangsraða þeim verkum sem
við göngum til og eitt af því sem þarf
að gera er að taka alvarlega þetta
ákall Stígamóta. Þessi fjögur ráðu-
neyti þurfa þá að ræða hvort það sé
ástæða til að setja baráttu gegn kyn-
ferðisofbeldi sérstaklega á oddinn
og ef það verður niðurstaðan þá að
sjálfsögðu skorumst við ekki undan í
þeim efnum. Mér finnst mjög líklegt
að í vinnu stýrihópsins gegn ofbeldi
verði það raunin, ég á eiginlega bara
bágt með að trúa öðru.“ n
Freyr Rögnvaldsson
freyr@dv.is
Vill þjóðarátak gegn nauðgunum Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, kallar eftir þjóðarátaki gegn nauðgunum og kynferðisofbeldi. Mynd SigtRygguR ARi
guðrún Jónsdóttir Sigríður Á. Andersen Kristján Þór Júlíusson
guðrún Jónsdóttir Þorsteinn Víglundsson