Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2017, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2017, Blaðsíða 14
Vikublað 4.–6. apríl 201714 Fréttir Skipti þrisvar um nærbuxur á 108 dögum Ben Saunders og Tarka L‘Herpiniere gengu tæpa þrjú þúsund kílómetra í skelfilegum aðstæðum B reski ævintýramaðurinn Ben Saunders skráði nafn sitt á spjöld sögunnar árið 2013 þegar hann varð fyrstur manna til að ganga frá Ross- eyju, undan ströndum Suðurskauts- landsins, á suðurpólinn og aftur til baka. Með Ben í för var landi hans, Tarka L‘Herpiniere, en leiðin sem þeir gengu var 2.888 kílómetrar. Til saman- burðar er Þjóðvegur 1, eða Hringveg- urinn, 1.332 kílómetrar. Hreinn fatnaður mætti afgangi Ben sagði frá þessari miklu svaðilför í London nýlega á góðgerðasamkom- unni Walking With The Wounded sem breskir fjölmiðlar fjölluðu um. Margt athyglisvert kom fram í fyrirlestri Bens, meðal annars það að hann skipti þrisvar um nærbuxur á þeim 108 dög- um sem ferðin tók. Þeir félagar þurftu að huga vandlega að farangri sínum og var hreinn fatnaður til skiptanna lát- inn mæta afgangi á meðan matur og aðrar nauðsynjar höfðu forgang. Frost, vindur, þreyta og hungur Það var þann 26. október 2013 að Ben og Tarka lögðu af stað frá Ross-eyju og gengu sem leið lá að suðurpóln- um. Þeir komust þangað þann 26. desember 2013 áður en þeir lögðu af stað aftur til baka og luku ferðalaginu á Ross-eyju þann 7. febrúar 2014. Eins og við er að búast voru aðstæð- ur erfiðar í göngunni; frost gat farið niður í 50 gráður, vindur var oft tals- verður og þá gátu þeir ekki borðað þegar þeim hentaði. Hungur, þreyta og mikill kuldi gerði þeim lífið leitt á þeim mánuðum sem gangan tók. Tíu ára undirbúningur Ben, sem er 39 ára, er mikill ævin- týramaður og hefur hann áður gengið og skíðað á norðurpólnum. Hann varð til að mynda sá yngsti í sögunni til að ganga einn og óstudd- ur á norður pólinn. Þessi áskorun var þó sú erfiðasta á hans ferli og má í raun segja að hann hafi verið tíu ár að undirbúa sig. Áður en þeir Ben og Tarka lögðu af stað komu þeir sér saman um að hvorugur mætti kvarta eða kveina yfir nokkru á ferðalaginu. Þetta ákváðu þeir að gera til að halda í jákvæðnina og hámarka líkurnar á að þeir næðu markmiðinu. Maturinn kláraðist Ben segir að suðurpóllinn sé engum öðrum stað á jörðinni líkur. Í þrjá mánuði hafi þeir félagar nánast ekki séð neitt, nema þá helst hvor annan. „Þú ert í tjaldi í miðjum óbyggð- um. Það er ekkert þarna, engin dýr, ekkert. Bara hvítt. Ég var ekki með spegil með mér til að sjá í hvaða ástandi ég var,“ sagði hann og bætti við að stærstu áskoranirnar hefðu komið undir lok ferðalagsins. Þá var maturinn nánast á þrotum. Þegar þeir lögðu af stað voru þeir með rúm 200 kíló af mat og öðrum nauðsynj- um í eftirdragi. „Við vorum eins og tveir feitir karlar með baðkör í eft- irdragi,“ sagði hann. Þeir þurftu að stunda lyftingar af kappi til að byggja upp líkamlegan styrk áður en þeir lögðu af stað. Ben þyngdist um rúm 10 kíló en þegar hann steig á vigtina við komuna heim til Bretlands hafði hann lést um 25 kíló. Þegar þeir áttu enn tvo daga eftir af ferðalaginu, eftir rúma 100 daga, var maturinn búinn. „Við vorum í miklum vandræðum og þurftum að kalla á aðstoð,“ segir hann en þeir voru með gervihnattarsíma með sér ef illa færi. Hann kom að góðum not- um og fengu þeir sendar birgðir af mat til að klára lokakaflann. Allt hægt ef viljinn er fyrir hendi Ben segir að engar sérstakar til- finningar hafi bærst í honum þegar hann lauk ferðalaginu. „Ég fann ekki fyrir neinu. Ég hafði varið tíu árum í undirbúning og eftirvæntingin var svo mikil. Ég hélt að þetta yrði besti dagur lífs míns,“ segir hann. Ben segist ekki vera hættur að ganga þótt hann muni seint toppa þennan til- tekna leiðangur. Hann lét draum sinn rætast fyrir skemmstu og stofn- aði tímaritið Auvant sem einblín- ir á ævin týramennsku í óbyggðum um víða veröld. Hann lauk fyrirlestri sínum á þessum hvatningarorðum: „Með nógu mikilli þrjósku og ákveðni þá er allt hægt. Svo sannarlega.“ n Mikið afrek Leiðin sem þeir Ben og Tarka gengu var 2.888 kílómetrar. Auðnin ein Ben sagði að á löng- um köflum hefðu þeir ekki séð neitt, nema helst hvor annan. „Baðkör“ í eftirdragi Þegar ferða- lagið hófst voru þeir með rúm 200 kíló af birgðum í eftirdragi. Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.