Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2017, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2017, Blaðsíða 16
Vikublað 4.–6. apríl 201716 Fréttir Erlent É g hef ekki fengið neina að- stoð,“ segir David, sautján ára unglingspiltur sem býr á götunni skammt frá flugvellinum í Bangui, höfuð- borg Mið- Afríkulýðveldisins. David er eitt þeirra barna sem varð fyrir kynferðis ofbeldi af hálfu franskra friðar gæsluliða Sameinuðu þjóð- anna. Kynferðisbrotin komust í há- mæli árið 2015 þegar skýrslu um málið var lekið til fjölmiðla. Lofuðu öllu fögru Eftirmálarnir voru nokkrir; Andreas Kompass, framkvæmdastjóri aðgerða á skrifstofu mann- réttindastjóra Sameinuðu þjóð- anna, sagði starfi sínu lausu eftir að hann var sakaður um að hafa lek- ið skýrslunni til franskra yfirvalda. Andreas ofbauð aðgerðarleysi Sam- einuðu þjóðanna og ákvað því að taka til sinna ráða. Eftir að skýrslan komst í hámæli lofuðu Sameinuðu þjóðirnar því að allt yrði gert til þess að fórnarlömb- um ofbeldisins yrði hjálpað á allan mögulegan hátt. Ef marka má um- fjöllun sænska fréttaskýringaþáttar- ins Uppdrag Granskning á dögun- um hefur lítið, ef eitthvað, af því staðist. Sum fórnarlambanna, enn börn að aldri, eru heimilislaus og er David einn þeirra. „Hér er enginn sem hjálpar okkur. Við reynum að komast af upp á eigin spýtur; vösk- um upp fyrir fólk, sækjum vatn fyrir fólk og þrífum bíla. Þannig höfum við í okkur og á,“ segir hann. Líklega enginn ákærður Brotamennirnir sem um ræddi voru úr svokallaðri Sangaris-friðargæslu- sveit sem heyrði ekki beint undir stjórn Sameinuðu þjóðanna. Síðar komu frekari ásakanir fram í dags- ljósið, sem meðal annars vörðuðu friðargæsluliða frá Austur-Kongó og Benín. Skýrslan vakti gríðarlega athygli á sínum tíma og hrikti í stoð- um Sameinuðu þjóðanna. Francois Hollande Frakklands- forseti hét því að friðargæsluliðun- um yrði ekki sýnd nein miskunn og þá lofuðu Sameinuðu þjóðirnar því að fórnarlömbin fengju alla nauðsynlega aðstoð. Nú, tveimur árum síðar, hefur enginn af frönsku friðargæsluliðunum verið dreginn til ábyrgðar og að sögn breska blaðsins The Guardian er ólíklegt að nokkur verði ákærður. Helmingur börn Talið er að um 80 einstaklingar hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu friðargæsluliða í landinu á árunum 2014 til 2016. Helmingur þessara einstaklinga var börn þegar brotin voru framin og minnst níu stúlkur urðu óléttar eftir ofbeldið. Ein þeirra er Martha, fjórtán ára stúlka, sem varð ólétt í janúar 2015. Friðargæsluliði á fertugsaldri frá Austur-Kongó nauðgaði henni. Í umfjöllun The Guardian kemur fram að Martha hafi komist í kynni við manninn eftir að faðir hennar var myrtur. Maðurinn lofaði öllu fögru, gaf henni mat og peninga og sagðist ætla að kvænast henni. Síðar kom á daginn að Martha hafði smitast af HIV-veirunni, Sam- einuðu þjóðirnar komust í málið og var friðargæsluliðinn sendur heim í kjölfarið. Eftir stóð Martha, fjórtán ára einstæð móðir, sem þurfti nú að hugsa um nýfætt barn sitt og hætta í skóla. Þegar Uppdrag Granskning ræddi við hana í janúar sagði hún að forsvarsmenn Sameinuðu þjóð- anna hefðu til þessa dags gefið henni hrísgrjónapoka, mjólk, sykur og um tvö þúsund krónur í pening- um. Mögulega misbrestir Að sögn The Guardian áttu forsvars- menn Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, að fylgja því eftir að börnin fengju aðstoð. Forsvars- menn UNICEF voru þó ekki með- vitaðir um að börnin í Mið-Afríku- lýðveldinu hefðu ekki fengið neina aðstoð. „Samkvæmt þeim upp- lýsingum sem ég hef þá fara full- trúar okkar vikulega og hitta þessi börn,“ sagði Aboubacry Tall, fulltrúi UNICEF í Mið-Afríkulýðveldinu. Tall bætti við að mögulega séu mis- brestir á þessu í einhverjum tilfell- um. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, sem kom út í febrúarmánuði, kom fram að 145 tilfelli kynferðisofbeldis friðargæsluliða hefðu komið upp í fyrra. Þetta er aukning upp á 46 prósent frá árinu 2015 þegar 99 til- felli komu upp. António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði fyrr í þessum mánuði að tekið yrði fastar á málum sem þessum og ríkari áhersla verði lögð á að hjálpa þeim börnum sem beitt eru ofbeldi. n „Við reynum að komast af upp á eigin spýtur; vöskum upp fyrir fólk, sækjum vatn fyrir fólk og þrífum bíla. Þannig höfum við í okkur og á. Beitt ofBeldi en fá enga aðstoð n Friðargæsluliðar beittu börn kynferðisofbeldi n Sum búa á götunni tveimur árum síðar Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Frakklandsforseti Francois Holland Frakklandsforseti hét því að hinum seku yrði ekki sýnd nein miskunn. Talið er ólíklegt að nokkur verði ákærður. Mynd EPA Mið-Afríkulýðveldið Fjöldi barna var beittur kynferðisofbeldi af friðar- gæsluliðum í Mið-Afríku- lýðveldinu. Þessi mynd er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Mynd EPA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.