Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2017, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2017, Qupperneq 2
Vikublað 4.–6. apríl 20172 Fréttir Við erum stolt af útgáfu á íslenskri tónlist StudioNorn.is Neydd til þess að lyfta upp kjól sínum Mál indverskrar konu, sem er gift íslenskum manni og búsett hér- lendis, hefur vakið mikla athygli og reiði á Indlandi. Konan, sem heitir Shruti Basappa, var á flug- vellinum í Frankfurt þegar hún var tekin afsíðis af öryggisvörð- um. Kröfðust þeir að hún lyfti upp kjól sínum til þess að þeir gætu gengið úr skugga um að hún leyndi þar engu. Fram kemur að Shruti hafi verið á leiðinni til Íslands frá Ind- landi ásamt eiginmanni sínum, Eini Hlé Einarssyni, og fjögurra ára dóttur þeirra. Shruti skrifaði um reynslu sína á Facebook-síðu sína þar sem hún greindi frá því að hún væri alltaf tekin í öryggis- leit á flugvöllum. Velti hún því upp að líklega væri það út af húð- lit hennar því eiginmaður hennar væri aldrei stoppaður þegar þau ferðuðust saman. Indverskir fjölmiðlar hafa fjall- að ítarlega um málið. Í umfjöllun NDTV sjónvarpstöðvarinnar í Nýju-Delí kemur fram að Shruti hafi sent formlega kvörtun til flugvallarins og þá hafi Sushma Swaraj, utanríkisráðherra Ind- lands, óskað eftir skýrslu frá kon- súlnum í Frankfurt um atvikið. Kókaín í tösku Gefin hefur verið út ákæra á hendur Þjóðverja á fertugs- aldri sem var handtekinn við komuna til landsins í lok janú- ar. Í fölskum botni á ferðatösku hans fundust tvö kíló af kókaíni. Í frétt RÚV, sem greindi frá mál- inu á mánudag, kom fram að styrkleiki efnisins hafi verið 87 prósent og er talið að selja hafi átt efnið hér á landi. Maður- inn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn. D rengurinn sem lést af slys- förum í Hveragerði að kvöldi laugardagsins 1. apríl hét Mikael Rúnar Jónsson. Mikael Rúnar var fæddur 2. jan- úar árið 2006 og var til heimilis að Kambahrauni 58 í Hveragerði. Hann var því ellefu ára gamall. Þetta kem- ur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Líkt og fram hafði komið barst Neyðarlínunni tilkynning um slys í Hveragerði laust fyrir klukkan ellefu á laugardagskvöld, þar sem dreng- ur, sem virtist hafa verið einn að leik hafði klemmst af vörulyftu á flutn- ingabifreið við heimili hans. Lög- regla og sjúkralið fór þegar á staðinn en tilraunir til endurlífgunar báru ekki árangur. Var hann úrskurðaður látinn á vettvangi. Fram hafði komið að tildrög slyssins væru til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi og tæknideild lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu. n Mikael Rúnar var fæddur 2. janúar 2006 Lést í slysi í Hveragerði Mikael Rúnar Jónsson Lést af slysförum í Hveragerði að kvöldi 1. apríl. Stefnir Kópavogsbæ sem áminnti hana fyrir brotið Þ ann 14. mars síðastliðinn fór málflutningur fram í máli sem Halldóra María Hauks- dóttir, starfsmaður Kópavogs- bæjar, höfðaði gegn bænum eftir að hún var áminnt fyrir brot í starfi. Áminninguna fékk Halldóra fyrir að hafa látið starfsmenn Heima- þjónustu Kópavogsbæjar þrífa heim- ili sitt fyrir veislu sem hún hélt vorið 2015. Niðurstöðu í málinu, sem var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness, er að vænta á næstu vikum. Í samtali við DV þvertekur Halldóra fyrir að hafa brotið af sér í starfi og er ósátt við að hafa fengið áminningu tveimur árum eftir að atvikið átti sér stað. Kópavogsbær tekur til varna Sigríður Björg Tómasdóttir, almanna- tengill Kópavogsbæjar, staðfestir í samtali við DV að starfsmaður bæjar- ins hafi stefnt bænum vegna áminn- ingar sem hann hlaut í starfi. Bærinn brást við stefnunni með því að taka til varna og fer fram á að áminningin verði staðfest en stefnandi fer fram á að áminningin verði ógilt. Lögmaður Halldóru, Hilmar Gunnarsson, kveðst ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu. Halldóra, sem er þjónustustjóri hjá þjónustudeild aldraðra á vel- ferðarsviði Kópavogsbæjar, hefur starfað fyrir bæinn í rúm tíu ár. Starf Halldóru felst, meðal annars, í því að halda utan um þrif fyrir heimaþjón- ustu Kópavogsbæjar sem hefur það markmið að aðstoða einstaklinga og fjölskyldur sem ekki geta séð hjálpar- laust um heimilishald. Málið komst upp á þessu ári eftir að nokkrir starfsmenn, sem starfa við þrif hjá heimaþjónustunni, tóku sig saman og kvörtuðu formlega undan Halldóru. „Þegar við bárum saman bækur okkar kom upp úr krafsinu að tveir starfsmenn hafi verið látnir þrífa heimili Halldóru,“ segir heimildar- maður DV. Ekki á hefðbundnum vinnutíma Halldóra játar að hafa látið tvær kon- ur þrífa heimili sitt á hefðbundnum vinnutíma hjá Kópavogsbæ. „Vinnu- tíminn hjá okkur var mjög sveigjan- legur. Við verðlaunuðum oft starfs- fólk með því að senda það fyrr heim þegar engin verkefni voru til staðar fyrir það. Ég var búin að senda minn starfsmann heim og hin konan sem þreif með henni var einnig búin að fá leyfi frá sínum yfirmanni til að fara heim þegar þær komu og þrifu hjá mér. Þess vegna sé ég ekki að brot hafi verið framið.“ Þá kveðst Halldóra hafa greitt báð- um konunum fyrir verkið sem tók um þrjár klukkustundir. Heimildarmaður DV segir að kon- urnar tvær hafi ekki farið heim til yfir- manns síns eftir að þeim hafi verið leyft að fara heim, líkt og Halldóra heldur fram, heldur hafi þær verið sendar heim til Halldóru til að þrífa klukkan níu um morgun tvo daga í röð. Annan daginn voru þær til klukk- an 16.00 og seinni daginn voru þær búnar að þrífa allt húsið í hádeginu. Eftir hádegi þann dag á Halldóra að hafa gefið báðum frí á launum. Þá segir heimildarmaðurinn að Halldóra hafi fundið aðra starfsmenn heimaþjónustunnar til að sinna þeirra verkefnum í vinnunni. Þá segir heim- ildarmaðurinn að önnur konan hafi aldrei fengið greitt fyrir þrifin. „Ég taldi mig ekki vera að brjóta af mér í starfi. Ég var með mörg vitni fyrir dómi sem staðfesta mína hlið á málinu,“ segir Halldóra sem er einnig mjög ósátt við að hafa fengið áminn- ingu fyrir „brotið“ tæpum tveimur árum eftir að það var framið. Niður- stöðu í málinu er, sem fyrr segir, að vænta á næstu vikum. n Kópavogsbær tekur til varna Niðurstöðu í málinu er að væta á næstu vikum. Kristín Clausen kristin@dv.is Lét starfsmenn þrífa heimili sitt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.