Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Síða 2
2 Helgarblað 16. júní 2017fréttir Spurning vikunnar „Hún má vera það en ég vildi samt helst að hún sæti bara inni í bíl og væri ekki vopnuð innan um fólkið.“ Hafsteinn Sörensen „Við erum ekki vön því að sjá lögregluna með vopn og mér finnst að þau ættu að vera nokkurn veginn ósýnileg. Þannig að maður þyrfti ekki að horfa á lögreglumennina með vopn á hverju horni.“ Margrét Einarsdóttir „Ég myndi ekki vilja standa í sporum lögreglustjórans og verja það að hafa ekki brugðist við ef eitthvað gerist.“ Þórhallur Jósepsson „Nei. Við hér á Íslandi þurfum ekki að sjá vopn. Vopna- burður myndi bara skapa hættu.“ Tinna Jónsdóttir Á lögreglan að vera vopnuð á fjöldasamkomum? E ygló Harðardóttir, fyrrverandi félags- og húsnæðismálaráð- herra, hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði ásamt fjölskyldu sinni. Þau eru að byggja sér einbýlishús í Mosfells- bæ en fyrsta skóflustungan var tekin þann 10. apríl síðastliðinn. Fjölskyld- an ráðgerir að flytja inn í október í nokkuð hrátt hús en hyggst svo klára verkið smátt og smátt. „Við vildum gjarnan prófa að byggja okkar eig- ið hús og hafa það eftir okkar höfði. Í ráðherratíð minni voru margir sem sögðu mér að það væri ekki hægt að byggja eigið hús lengur, að minnsta kosti ekki á stuttum tíma og það væri alls ekki hagkvæmt. Við vildum gjarnan reyna það á eigin skinni,“ segir Eygló glettin. Að hennar sögn hefur gríðarleg bjartsýni einkennt allt ferlið en oft hafi þó hjónin horfst í augu og velt fyrir sér út í hvað þau hafi komið sér. „Maður fer líklega ekki út í svona verk efni nema með óbilandi bjart- sýni að leiðarljósi. Við erum búin að gera mikið sjálf undir vökulu auga fagaðila. Það hefur verið afar gefandi en vissulega líka tekið verulega á,“ segir Eygló og hlær. Vinir og vanda- menn hafa fylgst vel með fram- kvæmdinni á Facebook og gefið ráð við steypubruna og öðrum kvillum sem framtakssamt fólk þarf að glíma við. Gamall draumur að rætast Húsið sem fjölskyldan er að reisa gæti ekki verið í meiri framsóknar- anda. Um er að ræða burstabæ með torfþaki. „Það má segja að gam- all draumur sé að rætast. Við keypt- um forsmíðaðar timbureiningar sem koma til landsins í lok mánaðarins. Við erum núna að samhæfa öll þau verkefni sem eru framundan. Það er heilmikil vinna og við þurfum að vera undir það búin að áætlanir riðlist. Ef allt gengur upp ætti húsið að vera ris- ið tveimur vikum eftir að einingarnar koma til landsins,“ segir Eygló. Jó- hann Sigurðsson, arkitekt hjá Tendra, hjálpaði þeim við að hámarka nýt- ingu rýmis í húsinu. „Jóhann sérhæfir sig í því og hefur reynst okkur afar vel. Við reynum að lágmarka rými sem fer í ganga í húsinu, verðum með renni- hurðir til að spara pláss og vörumst að herbergin séu óþarflega stór,“ segir Eygló og kveðst afar ánægð með þá iðnaðarmenn sem hafa lagt hönd á plóg við verkið. Sem húsnæðismálaráðherra þurfti Eygló að glíma við og vinna í endur- bótum á lagaumhverfi málaflokks- ins og því er fróðlegt að heyra hvort eitthvað í húsbyggingarferlinu hafi komið henni á óvart. „ Hönnunar- og skipulagsferlið tók mun lengri tíma en við ætluðum en sérfræðingar voru reyndar búnir að vara okkur við því. Það liðu níu mánuðir frá því að við keyptum lóðina og þar til við fengum byggingarleyfið. Ég mun seint gleyma bunkanum af teikningum sem þurfti að skila inn til að fá leyfið,“ segir Eygló. Tekur 2–3 ár að byggja hús Lærdómurinn sem hún dregur af ferlinu er sá að tíminn sem tekur að byggja hús sé vanmetinn. „Fólk sem starfar í þessum geira segir einfald- lega að það taki 2–3 ár að ljúka við byggingu á húsi frá því að hugmynd kviknar þar til fólk fær lyklana af- henta. Það var mjög lítið byggt af íbúðarhúsnæði árið 2015 þar sem áherslan var frekar á að byggja hótel. Smíði íbúðabygginga hófst ekki að ráði fyrr en 2016 og því verða þær íbúðir ekki komnar á markað fyrr en í fyrsta lagi 2018. Við þurfum að átta okkur á þessum biðtíma og sjá til þess að það sé stöðugt flæði af nýjum íbúðum inn á markaðinn. Til þess mega ekki bara stærri verktakar sjá um uppbygginguna heldur líka minni verktakar og einstaklingar til að tryggja fjölbreytnina og framboð- ið. Sveitarfélög verða að taka tillit til þessa í áætlunum sínum og fram- boði af lóðum,“ segir Eygló. Aðspurð hvort hún hafi rekið sig á eitthvað sem þarfnast endurskoðun- ar varðandi lög og reglur segir Eygló: „Í tíð síðustu ríkisstjórnar vann um- hverfisráðherra mikið í að reyna að einfalda byggingarreglugerðina og auka sveigjanleika. Það er margt í skipulagsferlinu sjálfu hjá sveitar- félögunum sem þarf að athuga, til dæmis hvað það tekur langan tíma að gera breytingar á skipulagi og sífellt auknar kröfur til húsbyggj- enda í deiliskipulagi. Þar má nefna stærðarkröfur, efnisval, frágang og fleira. Þá hafa yfirvöld úthýst eftirliti með framkvæmdum með byggingar- stjórafyrirkomulaginu, sem virðist að miklu leyti snúa að því að það séu til staðar tryggingar til að bæta hugs- anlega skaða. Ég held að það þyrfti að skoða vandlega hvort það hafi verið rétt ákvörðun á sínum tíma að sveitarfélögin úthýsi eftirliti með þessum hætti,“ segir Eygló. Þá telur hún mikilvægt að gera fólki kleift að byggja í áföngum, en nú- verandi fyrirkomulag húsnæðislána og úttekta gerir það mjög erfitt. „Við hefðum gjarnan viljað byggja húsið okkar í áföngum, eins og gert var í Smáíbúðahverfinu á árum áður. Að mínu mati ætti að leyfa fólki að byggja 50–80 fermetra hús og stækka þau svo smátt og smátt í takt við fjölskyldu- stærð og efnahag,“ segir Eygló. n Eygló reisir burstabæ með torfþaki fyrir fjölskylduna n Gamall draumur að rætast n Óbilandi bjartsýni einkennir allt ferlið Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Eygló Harðardóttir Hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði við að byggja hús fyrir fjölskylduna. Grunnurinn Eygló og eiginmaður hennar hafa byggt húsið að mestu leyti sjálf undir vökulu eftirliti fagaðila. „Í ráðherratíð minni voru margir sem sögðu mér að það væri ekki hægt að byggja eigið hús lengur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.