Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Page 14
14 Helgarblað 16. júní 2017fréttir Höfuðborgarsvæðið 1 Tjaldsvæði Laugardal Ein nótt / 2–6 nætur / 7+ nætur: 2.200 kr / 2.100 kr / 1.900 krónur á mann Rafmagn fyrir bíla: 900 krónur á dag Smáhýsi: 14.000 kr. fyrir húsið Internet: Frítt Þvottavél: 700 krónur Þurrkari: 700 krónur Morgunverður: 1.550 krónur á mann Börn yngri en 13 ára dvelja frítt í fylgd með fullorðnum. Tjaldsvæðið í Laugardal er staðsett við hliðina á Laugardalslaug en auk sundlaugar- innar er einnig stutt í aðra þjónustu og afþreyingu. 2 Tjaldsvæði Mosskógar Verð fyrir fullorðna: 1.500 krónur Verð fyrir börn, yngri en 13 ára: Frítt Rafmagn: 1.000 krónur á dag Þvottavél: 500 krónur Sturta: Frítt Wifi: Frítt Tjaldsvæðið er umlukt trjágróðri og er það hólfað niður. Rafmagn er á svæðinu og er það vaktað. Á svæðinu er einnig salerni, sturtur, rennandi kalt vatn. Einnig er að- staða til að sitja inni, elda og borða. Vesturland 3 Húsafell Fullorðnir / Börn (7–17ára) 1 nótt: 1.500 / 800 kr. 2 nætur: 3.000 / 1.600kr. 3 nætur: 1.100 / 550 krónur nóttin Tjaldstæðin eru á miðju orlofssvæð- inu og í göngufæri í sundlaug, golf, leiktæki, verslun og veitingar. Raf- magnstenglar eru á um það bil 110 stæðum. Salerni, sturta, heitt og kalt vatn auk þvottaaðstöðu. Einnig eru tjaldstæði á fallegum stað í Reyða- fellsskógi í um tveggja kílómetra fjarlægð frá þjónustumiðstöðinni. Yfir hásumarið er tendraður varð- eldur öll laugardagskvöld klukk- an níu. 4 Akranes Verð fyrir fullorðna: 1.200 krónur nóttin (gistináttagjald innifalið) Frítt fyrir 16 ára og yngri Ellilífeyrisþegar og öryrkjar: 900 krónur nóttin Rafmagn á sólarhring: 900 krónur Þvottavél: 400 krónur Þurrkari: 400 krónur Þvottaefni: 100 krónur þvotturinn Vel búið svæði með sturtum og þvottaaðstöðu. Rekstraraðilar leggja sig fram um að halda allri aðstöðu snyrtilegri, og verðlagningu er stillt í hófi. Göngustígar liggja um svæð- ið til allra átta. Svæðið er einnig áhugavert fyrir fuglaáhugamenn, bæði hvað varðar sjófugl og land- fugl. Vestfirðir 5 Rauðisandur Verð fyrir fullorðna: 1.500 krónur nóttin Verð fyrir börn: Frítt fyrir 16 ára og yngri Rafmagn: 1.000 krónur sólarhringurinn Á fallegu grænu túni sem liggur við sandinn, með dásamlegu útsýni að Látrabjargi. Af tjaldsvæðinu er hægt að ganga í allar áttir og upplifa dýra- líf og náttúru. Salerni og sturtuaðstaða fyrir alla, þ.m.t. aðgengi fyrir hjólastóla. Eldunaraðstaða, þvottavélar, útigrill, bekkir, borð og leiksvæði. 6 Bolungarvík Verð fyrir tjald: 1.100 krónur nóttin Verð fyrir hjólhýsi, fellihýsi og húsbíla: 2.100 krónur nóttin Rafmagn: 1.000 kr. á sólarhring Þvottavél: 1.100 krónur Sturta í Árbæ: 400 krónur Frí gisting fjórðu hverja nótt Tjaldsvæðið er við bakka Hólsár þar sem sundlaugin er. Á tjaldsvæð- inu er salernis- og snyrtiaðstaða en á opnunartíma íþróttamiðstöðvar- innar er einnig hægt að nýta selerni og snyrtingu þar. Á tjaldsvæðinu er rafmagn og útisnúrur, en það er þvottaaðstaða í íþróttahúsinu. Norðurland 7 Ásbyrgi Verð fyrir fullorðna: 1.700 krónur nóttin Verð fyrir börn, 13–16 ára: 800 krónur Frítt fyrir börn 12 ára og yngri Gistináttagjald er innifalið Sturtugjald, eitt skipti: 500 krónur Rafmagn: 1.000 krónur Afnot af þvottavél: 500 krónur Afnot af þurrkara: 500 krónur Í Ásbyrgi er annað af tveimur tjald- svæðum Vatnajökulsþjóðgarðs í Jökuls árgljúfrum, í Vesturdal er minna tjaldsvæði. Í Ásbyrgi er stórt tjaldsvæði með aðstöðu fyrir tjöld, fellihýsi og húsbíla. Rafmagnstengi eru á tjaldsvæðinu (48 tenglar með 1.500 W). Í snyrtihúsi eru fjórar sturtur fyrir hvort kyn, þvottavél og þurrkaðstaða. Útigrill eru á tjald- svæðinu (kolagrill), leiktæki og án- ingarborð. 8 Dalvík Dvöl fyrir hverja einingu, húsbíl, fellihýsi o.s.frv. kostar 2.500 krónur á nótt Gjald fyrir tjöld er 1.700 krónur nóttin Rafmagn kostar 1.000 krónur á nótt á einingu Gistináttaskattur er 111 kr. fyrir hverja gisti- einingu á nótt (er innifalinn í gjaldi) Ofangreind gjaldskrá gildir ekki frá þriðjudegi til mánudags yfir fiski- dagsvikuna. Á tjaldsvæðinu er heitt og kalt vatn, sturtur og snyrtingar. Á svæðinu er góð aðstaða innandyra, þar er hægt að þvo leirtau og elda. Innandyra er aðstaða til að setjast niður. Á svæðinu eru salerni og sturta með aðgengi fyrir fatlaða. 9 Hrafnagil Verð fyrir fullorðna: 1.200 kr. á mann Verð fyrir börn, 15 ára og yngri: Frítt Hver nótt umfram fyrstu nóttina: 800 kr. á mann Rafmagn: 700 krónur á dag Aðstaðan er góð en á svæðinu er rafmagn, heitt og kalt vatn, salerni, sundlaug í næsta nágrenni, þvotta- vél og leiksvæði. Hálendið 10 Básar Aðstöðugjald tjaldgesta: 1.500 kr. Sturta: 500 krónur Tjaldsvæðið sjálft er á flötum við skálana og í skógi vöxnum lautum. Í skálunum er salerni og svo eru yfirbyggð kolagrill við skálana. 11 Kerlingarfjöll Tjöld / tjaldvagnar / fellihýsi / hjólhýsi: 2.000 kr. Aðgangur að eldhúsi: 450 kr. Á svæðinu eru sturtur og eins er unnið að uppsetningu gufubaðs um það bil kílómetra innan við tjald- svæðið. Tjaldstæðið er í dalnum Ásgarði, í norðanverðum í Kerlingarfjöllum, hlýlegur dalur í útjaðri stórbrotins landsvæðis. Fyrir yngri kynslóðina eru trampólín, rólur og að sjálf- sögðu umhverfi sem fær flesta til að láta sér líða vel. Austurland 12 Atlavík og Höfðavík Fullorðnir: 1.400 krónur nóttin Eldri borgarar og öryrkjar: 900 krónur Börn: Frítt fyrir 14 ára og yngri Rafmagn: 800 krónur Gistináttagjald er 116 krónur og bætist ofan á verð hér að ofan Sturta: 500 krónur Þvottavél og þurrkari: 400 krónur Á svæðinu eru svo þrjú salern- ishús með sturtu. Einnig er þar raf- magn fyrir húsbíla og vagna, losun ferðasalerna, útigrill ásamt borðum og stólum. 13 Borgarfjörður eystri Verð fyrir fullorðna: 1.100 krónur Verð fyrir börn, 14 ára og yngri: Frítt Rafmagn: 1.000 krónur Þvottavél: 500 krónur Sturta: 400 krónur Gistináttagjald: 111 krónur á gistieiningu Eldunaraðstaða er í þjónustuhús- inu með rafmagni fyrir smátæki. Í þjónustuhúsinu eru einnig salerni og sturtur. Suðurland 14 Laugaland Verð fyrir fullorðna: 1.300 krónur nóttin Verð fyrir börn: Frítt fyrir 17 ára og yngri Rafmagn: 1.000 krónur Á svæðinu er mjög góð aðstaða fyrir börn. Tveir sparkvellir eru á Lauga- landi og þrír leikvellir fyrir börn. 15 Skaftafell Verð fyrir fullorðna: 1.700 krónur Verð fyrir börn, 13–16 ára: 800 krónur Frítt fyrir börn 12 ára og yngri Sturtugjald, eitt skipti: 500 krónur Rafmagn: 1.000 krónur Afnot af þvottavél: 500 krónur Afnot af þurrkara: 500 krónur Tjaldsvæðið er rúmgott og nokk- ur gróður í kring. Tjaldsvæðinu í Skaftafelli er skipt í nokkur smærri svæði. Sérstakt svæði er fyrir hús- vagna og svefnbíla. 16 Árnes Fullorðinn: 1.300 krónur Öryrkjar og eldri borgarar: 800 krónur Börn 0–11 ára: Frítt Börn 12–16 ára: 700 krónur Rafmagn: 900 krónur Á staðnum er fótboltavöllur, far- fuglaheimili og verslun. Þjórsár- stofa, Gestastofa – Visitor Centre, Upplýsingamiðstöð með marg- miðlunarsýningu um Þjórsá og norðurljós og gagnvirkum skjáum með upplýsingunum um svæðið. 17 Flúðir VIKUTILBOÐ: 5.000 krónur fullorðinn og 3.000 krónur á barn í sjö daga Fullorðnir: 1.500 krónur á dag 3 dagar og lengur: 1.200 krónur Börn (0–9 ára): Frítt Börn (10–16 ára): 1.000 krónur á dag 3 dagar og lengur: 800 krónur Ellilífeyrisþegar og öryrkjar: 1.000 krónur á dag 3 dagar og lengur: 800 krónur Á tjaldsvæðinu eru nokkrar þjón- ustubyggingar með salernisaðstöðu og sturtum. Þvottahús með þvotta- vél og þurrkara eru í boði við Tjald- miðstöð. Þráðlaust internet er á svæðinu, stórt útigrill og leiksvæði. Vatn og rafmagn er á stærsta hluta svæðisins. Suðurnes 18 Grindavík Verð fyrir fullorðinn: 1.389 kr. nóttin (+ 111 kr. gistináttagjald) Ókeypis fyrir 14 ára og yngri Fjórða hver nótt ókeypis Rafmagn kostar 1.020 krónur á sólarhring Þvottur í þvottavél og þurrkara: 510 krónur Útleiga á þjónustuhúsi: hálfur dagur, 15.610 kr. og heill dagur 26.010 kr. Á tjaldsvæðinu eru tvö leiksvæði fyrir börn. Í nýja þjónustuhúsinu er eldunaraðstaða, sturtur, þvottahús og ókeypis aðgangur að interneti. Nokkur góð tjaldsvæði víðs vegar um landið N ú þegar eru margir farnir að huga að sumarfríinu. Það er misjafnt hvað fólk kýs að gera í sumarfrí- inu, margir fara í bústað eða halda út fyrir landsteinana, en einnig eru margir sem kjósa að ferðast innanlands og gista á tjald- svæðum víðs vegar um landið. DV hefur tekið saman lista yfir tjaldsvæði sem finna má á landinu svo ferðalangar geti glöggvað sig á hvar gott sé að stoppa og reka nið- ur tjaldhælana. List- inn er þó engan veginn tæmandi þar sem um 200 tjaldsvæði eru á landinu. Í úttektinni er verð á nótt fyr- ir börn og fullorðna tekið inn í reikninginn sem og önnur aðstaða sem í boði er á svæðinu. Til dæm- is rafmagn, heitt vatn og leiksvæði. Aldur barna sem með eru í för get- ur haft mikil áhrif á verðið og það er mjög mismunandi við hvaða aldur er miðað á hverjum stað. Upplýsingar eru fengnar af vefnum tjalda.is. Þær eru allar miðaðar við sumarið 2017. n Góð tjaldsvæði n Nokkur munur á verði n Misjafnt hvort rukkað er fyrir börn Kristín Clausen kristin@dv.is 1 18 3 2 6 78 9 12 13 5 4 10 14 1617 15 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.